Segir NS hafa ákveðið að vera „gjallarhorn fyrir tóma vitleysu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:12 Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur að samtökunum hafi gengið gott eitt til þegar þau höfðu í frammi gagnrýni á flugfélagið Icelandair en ráðleggur þeim að elta ekki frekjukröfur. Fréttablaðið/sigtryggur Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur málflutning samtakanna um leiguflugvélar flugfélagsins Icelandair vera á villigötum. Gagnrýnin hafi verið ómakleg og segist hann raunar taka hatt sinn ofan fyrir stjórnendum Icelandair sem hafi gengið rösklega til verks til að standa við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum sínum sem treysti á flugfélagið til að koma sér á leiðarenda. Ólafur kom umvöndunum sínum á framfæri í pistli sem hann birti á Facebook. Neytendasamtökin fóru á dögunum fram á að Icelandair deili mögulegum bótum frá flugvélaframleiðandanum Boeing - vegna MAX flugvélanna – með þeim farþegum sem hafi neyðst til að fljúga með leiguflugvélum Icelandair. Ótal kvartanir hafa borist samtökunum frá fólki sem keypti flug með Icelandair sem segjast ekki hafa fengið þá þjónustu sem greitt var fyrir.Sjá nánar: Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegumÆttu síður að elta „frekjukröfur“ Ólafi finnst Icelandair hafa staðið sig með sóma við erfiðar og fordæmalausar aðstæður. Hann segir að mun auðveldara og ódýrara hefði verið fyrir félagið að aflýsa flugferðum vegna málsins en það hefði komið illa við viðskiptavini og skilið þá eftir á köldum klaka. Í stað þess að grípa til þess ráðs að aflýsa ferðum hafi félagið tryggt öllum sínum viðskiptavinum örugga ferð á áfangastað með miklum kostnaði sem muni bitna á afkomu félagsins í ár. „Þó neytendur kvarti við Neytendasamtökin yfir því að fá ekki sömu afþreyingu eða sætabil og búist var við verða samtökin að skilja hismið frá kjarnanum og ekki elta frekjukröfur frá farþegum sem fengu flutning á sinn áfangastað en voru ekki skildir eftir á köldum klaka til að útvega sér nýtt flug með nánast engum fyrirvara.“ Samtökin verði að sýna skynsemi en ekki vera „gjallarhorn fyrir hvaða vitleysu sem er“.Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, segir stjórnendur Icelandair hafa mátt gera margt betur.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki segir NS ekki búa mál til Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, brást við fullyrðingum Ólafs og sagði að ekki allir gerðu sér grein fyrir því að Neytendasamtökin hefðu ekki frumkvæði að málum. „Þegar fjöldi félagsmanna hefur samband og kvartar yfir sama málinu verður að segja frá. Vissulega hafa allir skilning á stöðunni sem Icelandair er í, en það er meðal hlutverka Neytendasamtakanna að brýna fyrirtæki til betri verka.“ Þannig hefði félagið geta látið viðskiptavini sína vita með góðum fyrirvara ef gerðar hafa verið breytingar. „Og stilla þannig væntingar og gefa fólki tóm til að gera aðrar ráðstafanir standi vilji þeirra til þess,“ segir Breki. Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur málflutning samtakanna um leiguflugvélar flugfélagsins Icelandair vera á villigötum. Gagnrýnin hafi verið ómakleg og segist hann raunar taka hatt sinn ofan fyrir stjórnendum Icelandair sem hafi gengið rösklega til verks til að standa við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum sínum sem treysti á flugfélagið til að koma sér á leiðarenda. Ólafur kom umvöndunum sínum á framfæri í pistli sem hann birti á Facebook. Neytendasamtökin fóru á dögunum fram á að Icelandair deili mögulegum bótum frá flugvélaframleiðandanum Boeing - vegna MAX flugvélanna – með þeim farþegum sem hafi neyðst til að fljúga með leiguflugvélum Icelandair. Ótal kvartanir hafa borist samtökunum frá fólki sem keypti flug með Icelandair sem segjast ekki hafa fengið þá þjónustu sem greitt var fyrir.Sjá nánar: Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegumÆttu síður að elta „frekjukröfur“ Ólafi finnst Icelandair hafa staðið sig með sóma við erfiðar og fordæmalausar aðstæður. Hann segir að mun auðveldara og ódýrara hefði verið fyrir félagið að aflýsa flugferðum vegna málsins en það hefði komið illa við viðskiptavini og skilið þá eftir á köldum klaka. Í stað þess að grípa til þess ráðs að aflýsa ferðum hafi félagið tryggt öllum sínum viðskiptavinum örugga ferð á áfangastað með miklum kostnaði sem muni bitna á afkomu félagsins í ár. „Þó neytendur kvarti við Neytendasamtökin yfir því að fá ekki sömu afþreyingu eða sætabil og búist var við verða samtökin að skilja hismið frá kjarnanum og ekki elta frekjukröfur frá farþegum sem fengu flutning á sinn áfangastað en voru ekki skildir eftir á köldum klaka til að útvega sér nýtt flug með nánast engum fyrirvara.“ Samtökin verði að sýna skynsemi en ekki vera „gjallarhorn fyrir hvaða vitleysu sem er“.Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, segir stjórnendur Icelandair hafa mátt gera margt betur.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki segir NS ekki búa mál til Breki Karlsson, núverandi formaður Neytendasamtakanna, brást við fullyrðingum Ólafs og sagði að ekki allir gerðu sér grein fyrir því að Neytendasamtökin hefðu ekki frumkvæði að málum. „Þegar fjöldi félagsmanna hefur samband og kvartar yfir sama málinu verður að segja frá. Vissulega hafa allir skilning á stöðunni sem Icelandair er í, en það er meðal hlutverka Neytendasamtakanna að brýna fyrirtæki til betri verka.“ Þannig hefði félagið geta látið viðskiptavini sína vita með góðum fyrirvara ef gerðar hafa verið breytingar. „Og stilla þannig væntingar og gefa fólki tóm til að gera aðrar ráðstafanir standi vilji þeirra til þess,“ segir Breki.
Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52
Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31
Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00
Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41