Opnar nýjar dyr fyrir leikmönnum Benedikt Bóas skrifar 10. júlí 2019 11:00 Aron Bjarnason hefur spilað frábærlega í Pepsi Max deildinni í sumar og er núna á leiðinni út í atvinnumennsku. Vísir/Bára Aron Bjarnason, leikmaður Breiðabliks, gekk í raðir ungverska liðsins Újpest í gær. Hann fetar þar með í fótspor annarra íslenskra leikmanna sem hafa farið austur á bóginn. Böðvar Böðvarsson fór frá FH til Jagiellonia Bialystok í Póllandi og Árni Vilhjálmsson fór til Chornomorets Odessa í Úkraínu. Þeir eiga það sameiginlegt að vera hjá sama umboðsmanninum, Skotanum með ítalska nafnið, Cesare Marchetti og skrifstofu hans Deadline Day Sports. Þar má einnig finna Aron Sigurðarson, bræðurna Einar Karl og Davíð Ingvarssyni og Hörð Inga Gunnarsson. „Hann hafði samband við mig fyrir um einu og hálfu ári og mér leist vel á það sem hann hafði að segja. Hann hafði þá komið nokkrum gæjum út í fín lið,“ segir Aron. „Þetta er stórt skref og verður gaman að prófa þetta. Þegar ég var í Búdapest þá var liðið að spila annars staðar þannig að ég sá það ekkert æfa en ég hef heyrt að þetta sé klárlega skref upp á við en ekki of stórt og vonandi næ ég að koma mér fljótt inn í þetta,“ bætir hann við.Arnór Sigurðsson í leiknum á móti Real Madrid. Hér þakkar hann Gareth Bale fyrir leikinn.Getty/ Denis DoyleUmboðsmaður í sex ár Cesare Marchetti hefur verið umboðsmaður knattspyrnumanna í sex ár. Árið 2013 var hann einn af yngstu umboðsmönnum Evrópu til að klára umboðsmannaprófið og hjólin fóru snemma að snúast. Hann vann náið með liðum úr enska boltanum, Benfica og Sporting Lissabon frá Portúgal og sá hann að mestu um samskipti milli liðanna. Árið 2016 ákvað hann að fara út í sinn eigin rekstur og góðvinur hans, Steven Lennon, var þá og er reyndar enn að spila hér á landi. „Ísland hafði þá gert góða hluti á EM í Frakklandi. Ég kem frá Skotlandi þar sem búa um fimm milljónir manna og landsliðið okkar er ekki mjög gott. Við höfum ekki farið á stórmót síðan 1998. Afsakanirnar sem eru búnar til hér í Skotlandi eru meðal annars að við séum fámenn þjóð og það sé kalt. En svo horfir maður á Ísland og þið eigið leikmenn í flestum sterkustu deildum heims og búin að fara á tvö stórmót. Ég held að Ísland sé eitt af undrum heimsknattspyrnunnar og félög um alla Evrópu horfa til Íslands eftir leikmönnum.“ Hann segir að Lennon hafi sagt sér margt um land og þjóð og finnst margt spennandi vera að gerast. „Mér finnst til dæmis mjög merkilegt allt yngriflokkastarf sem er unnið á Íslandi og ég fór að kíkja á leiki. Sá nokkra leikmenn sem mér leist vel á og kom Emil Lyng til Dundee. Böðvar var næstur til Póllands og boltinn hefur síðan haldið áfram að rúlla.“ Deildin hér er sterk Hann segir að íslenska deildin sé sterkari en margir halda og það séu margir góðir leikmenn í henni. „Ég reyni að sjá eins marga leiki og ég get. Ég tala líka við fullt af fólki í kringum fótboltann á Íslandi. Ég horfi reyndar mjög mikið á fótbolta en ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér deildin á Íslandi vera mun betri en þið haldið.Hörður Gunnarsson fagnar með Skagamönnum í sumar.Vísir/DaníelEf þú horfir á leikmenn sem hafa farið utan þá eru þeir yfirleitt að standa sig mjög vel og það er erfitt fyrir útlendinga að standa sig í deildinni.“ Hann segir að Hörður Gunnarsson gæti átt bjarta framtíð sem atvinnumaður en sá spilar fyrir ÍA og hefur vakið athygli fyrir góðan leik og sparkvissan vinstri og hægri fót reyndar. „Kannski ekki núna strax en á næstu árum. Ég er ekkert að segja mönnum að drífa sig. Yngri leikmenn þurfa að spila og þróast og hann er í góðum höndum núna. Davíð Ingvarsson er líka mikið efni sem gæti gert góða hluti. Hann þarf að halda sér í byrjunarliðinu og spila þá gæti hann farið eftir eitt eða tvö ár. Það eru margir sem koma til greina. Böðvar er að gera góða hluti í Póllandi og ef Aron gerir góða hluti í Ungverjalandi þá opnast dyr fyrir fleiri, ekki spurning.“ Aðspurður um tengsl sín við austrið segir hann að símaskráin sín sé full af nöfnum sem eru ekki bara að vinna þar. Hann sé með tengslanet víða. „Ég er með tengiliði um allan heim sem fáir geta jafnað ef ég á að vera hreinskilinn. Ég hef verið umboðsmaður núna í sex ár og unnið með mörgum stórum nöfnum í bransanum. Kia Joorabchian sem er einn þekktasti umboðsmaður heims og fleirum sem fótboltamenn þekkja.“Aron Bjarnason í leiknum á móti HK.Vísir/BáraBetra en að fara til Svíþjóðar Cesare segir að Böðvar hafi tekið hárrétt skref að fara til Póllands og telur að Aron sé að gera slíkt hið sama. „Újpest vildi endilega fá Aron og vantaði leikmann eins og hann. Það er stundum svona að aðstæður og tímasetning passa og ég hef trú á þessu hjá Aroni. Búdapest er líka falleg borg og deildin í Ungverjalandi er sterk. Liðið er stórt og hefur unnið titilinn 20 sinnum. Þetta er miklu betra skref en að fara til Svíþjóðar eða Noregs. Ef hann stendur sig vel opnar þetta fleiri og stærri dyr. Aron spilaði gegn HK í nágrannaslagnum. Nú fær hann nágrannaslag gegn Ferencváros sem er einn þekktasti nágrannaslagur Evrópuboltans. Hann er að fara að spila fyrir stórt félag í frábærri borg og mun klárlega vaxa og dafna og þróast sem leikmaður og manneskja.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Aron Bjarnason, leikmaður Breiðabliks, gekk í raðir ungverska liðsins Újpest í gær. Hann fetar þar með í fótspor annarra íslenskra leikmanna sem hafa farið austur á bóginn. Böðvar Böðvarsson fór frá FH til Jagiellonia Bialystok í Póllandi og Árni Vilhjálmsson fór til Chornomorets Odessa í Úkraínu. Þeir eiga það sameiginlegt að vera hjá sama umboðsmanninum, Skotanum með ítalska nafnið, Cesare Marchetti og skrifstofu hans Deadline Day Sports. Þar má einnig finna Aron Sigurðarson, bræðurna Einar Karl og Davíð Ingvarssyni og Hörð Inga Gunnarsson. „Hann hafði samband við mig fyrir um einu og hálfu ári og mér leist vel á það sem hann hafði að segja. Hann hafði þá komið nokkrum gæjum út í fín lið,“ segir Aron. „Þetta er stórt skref og verður gaman að prófa þetta. Þegar ég var í Búdapest þá var liðið að spila annars staðar þannig að ég sá það ekkert æfa en ég hef heyrt að þetta sé klárlega skref upp á við en ekki of stórt og vonandi næ ég að koma mér fljótt inn í þetta,“ bætir hann við.Arnór Sigurðsson í leiknum á móti Real Madrid. Hér þakkar hann Gareth Bale fyrir leikinn.Getty/ Denis DoyleUmboðsmaður í sex ár Cesare Marchetti hefur verið umboðsmaður knattspyrnumanna í sex ár. Árið 2013 var hann einn af yngstu umboðsmönnum Evrópu til að klára umboðsmannaprófið og hjólin fóru snemma að snúast. Hann vann náið með liðum úr enska boltanum, Benfica og Sporting Lissabon frá Portúgal og sá hann að mestu um samskipti milli liðanna. Árið 2016 ákvað hann að fara út í sinn eigin rekstur og góðvinur hans, Steven Lennon, var þá og er reyndar enn að spila hér á landi. „Ísland hafði þá gert góða hluti á EM í Frakklandi. Ég kem frá Skotlandi þar sem búa um fimm milljónir manna og landsliðið okkar er ekki mjög gott. Við höfum ekki farið á stórmót síðan 1998. Afsakanirnar sem eru búnar til hér í Skotlandi eru meðal annars að við séum fámenn þjóð og það sé kalt. En svo horfir maður á Ísland og þið eigið leikmenn í flestum sterkustu deildum heims og búin að fara á tvö stórmót. Ég held að Ísland sé eitt af undrum heimsknattspyrnunnar og félög um alla Evrópu horfa til Íslands eftir leikmönnum.“ Hann segir að Lennon hafi sagt sér margt um land og þjóð og finnst margt spennandi vera að gerast. „Mér finnst til dæmis mjög merkilegt allt yngriflokkastarf sem er unnið á Íslandi og ég fór að kíkja á leiki. Sá nokkra leikmenn sem mér leist vel á og kom Emil Lyng til Dundee. Böðvar var næstur til Póllands og boltinn hefur síðan haldið áfram að rúlla.“ Deildin hér er sterk Hann segir að íslenska deildin sé sterkari en margir halda og það séu margir góðir leikmenn í henni. „Ég reyni að sjá eins marga leiki og ég get. Ég tala líka við fullt af fólki í kringum fótboltann á Íslandi. Ég horfi reyndar mjög mikið á fótbolta en ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér deildin á Íslandi vera mun betri en þið haldið.Hörður Gunnarsson fagnar með Skagamönnum í sumar.Vísir/DaníelEf þú horfir á leikmenn sem hafa farið utan þá eru þeir yfirleitt að standa sig mjög vel og það er erfitt fyrir útlendinga að standa sig í deildinni.“ Hann segir að Hörður Gunnarsson gæti átt bjarta framtíð sem atvinnumaður en sá spilar fyrir ÍA og hefur vakið athygli fyrir góðan leik og sparkvissan vinstri og hægri fót reyndar. „Kannski ekki núna strax en á næstu árum. Ég er ekkert að segja mönnum að drífa sig. Yngri leikmenn þurfa að spila og þróast og hann er í góðum höndum núna. Davíð Ingvarsson er líka mikið efni sem gæti gert góða hluti. Hann þarf að halda sér í byrjunarliðinu og spila þá gæti hann farið eftir eitt eða tvö ár. Það eru margir sem koma til greina. Böðvar er að gera góða hluti í Póllandi og ef Aron gerir góða hluti í Ungverjalandi þá opnast dyr fyrir fleiri, ekki spurning.“ Aðspurður um tengsl sín við austrið segir hann að símaskráin sín sé full af nöfnum sem eru ekki bara að vinna þar. Hann sé með tengslanet víða. „Ég er með tengiliði um allan heim sem fáir geta jafnað ef ég á að vera hreinskilinn. Ég hef verið umboðsmaður núna í sex ár og unnið með mörgum stórum nöfnum í bransanum. Kia Joorabchian sem er einn þekktasti umboðsmaður heims og fleirum sem fótboltamenn þekkja.“Aron Bjarnason í leiknum á móti HK.Vísir/BáraBetra en að fara til Svíþjóðar Cesare segir að Böðvar hafi tekið hárrétt skref að fara til Póllands og telur að Aron sé að gera slíkt hið sama. „Újpest vildi endilega fá Aron og vantaði leikmann eins og hann. Það er stundum svona að aðstæður og tímasetning passa og ég hef trú á þessu hjá Aroni. Búdapest er líka falleg borg og deildin í Ungverjalandi er sterk. Liðið er stórt og hefur unnið titilinn 20 sinnum. Þetta er miklu betra skref en að fara til Svíþjóðar eða Noregs. Ef hann stendur sig vel opnar þetta fleiri og stærri dyr. Aron spilaði gegn HK í nágrannaslagnum. Nú fær hann nágrannaslag gegn Ferencváros sem er einn þekktasti nágrannaslagur Evrópuboltans. Hann er að fara að spila fyrir stórt félag í frábærri borg og mun klárlega vaxa og dafna og þróast sem leikmaður og manneskja.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki