NFL stjarna hoppaði yfir illvíg naut í Pamplona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2019 23:30 Josh Norman er mikil týpa. Getty/Will Newton Josh Norman er stórstjarna í ameríska fótboltanum enda hefur hann verið í hópi bestu varnarmanna deildarinnar síðustu ár. Josh Norman spilar með liði Washington Redskins eftir að hafa gert fimm ára samning árið 2016 sem skilaði honum 75 milljón dollara eða 9,4 milljarða íslenskra króna. Forráðamenn Washington Redskins eru því að borga honum marga milljarða fyrir næstu ár og mega ekki við því að hann meiðist. NFL-tímabilið hefst í september og það styttist nú í það að leikmenn þurfi að mæta aftur til æfinga. Þess vegna vakti hegðun Josh Norman í nautaati í Pamplona á Spáni talsverða athygli í bandarískum fjölmiðlum. ESPN birti þetta myndband hér fyrir neðan.Redskins CB Josh Norman is out here JUMPING OVER bulls in Pamplona pic.twitter.com/QzZhg02Any — ESPN (@espn) July 11, 2019Josh Norman spilar sem bakvörður (cornerback) í vörn Washington Redskins en hans verkefni er vanalega að dekka besta útherjann í liði mótherjanna. Hann þarf þá að vera eins og skuggi útherjans sem hann valdar og þarf því að búa yfir miklum hraða og sprengikrafti. Norman sýndi þennan hraða og sprengikraft í nautaatinu í Pamplona með því að leika sér að stökkva yfir illvíg naut eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. Josh Norman er ekki aðeins í hættu á að meiða sig illa við þessa iðju sína en heldur er hann hreinlega í lífshættu enda ekkert grín að fá hornin í sig. NFL Spánn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Josh Norman er stórstjarna í ameríska fótboltanum enda hefur hann verið í hópi bestu varnarmanna deildarinnar síðustu ár. Josh Norman spilar með liði Washington Redskins eftir að hafa gert fimm ára samning árið 2016 sem skilaði honum 75 milljón dollara eða 9,4 milljarða íslenskra króna. Forráðamenn Washington Redskins eru því að borga honum marga milljarða fyrir næstu ár og mega ekki við því að hann meiðist. NFL-tímabilið hefst í september og það styttist nú í það að leikmenn þurfi að mæta aftur til æfinga. Þess vegna vakti hegðun Josh Norman í nautaati í Pamplona á Spáni talsverða athygli í bandarískum fjölmiðlum. ESPN birti þetta myndband hér fyrir neðan.Redskins CB Josh Norman is out here JUMPING OVER bulls in Pamplona pic.twitter.com/QzZhg02Any — ESPN (@espn) July 11, 2019Josh Norman spilar sem bakvörður (cornerback) í vörn Washington Redskins en hans verkefni er vanalega að dekka besta útherjann í liði mótherjanna. Hann þarf þá að vera eins og skuggi útherjans sem hann valdar og þarf því að búa yfir miklum hraða og sprengikrafti. Norman sýndi þennan hraða og sprengikraft í nautaatinu í Pamplona með því að leika sér að stökkva yfir illvíg naut eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. Josh Norman er ekki aðeins í hættu á að meiða sig illa við þessa iðju sína en heldur er hann hreinlega í lífshættu enda ekkert grín að fá hornin í sig.
NFL Spánn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira