Kyrrstaða rofin Hörður Ægisson skrifar 12. júlí 2019 06:45 Sala Kaupþings á tuttugu prósenta hlut í Arion banka markar tímamót. Í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins er einn af viðskiptabönkunum alfarið kominn úr höndum slitabús eða ríkissjóðs. Því ber að fagna. Nú þegar söluferlinu er lokið, sem hófst fyrir um þremur árum og var í höndum kröfuhafa Kaupþings, er ljóst að ríkissjóður getur vel við unað. Samtals hefur ríkið fengið um 100 milljarða í sinn hlut af heildarsöluandvirði Arion, sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar samþykktu, og bankinn er skráður á markað hérlendis og í Svíþjóð með dreifðan eigendahóp erlendra og innlendra fjárfesta. Fullyrða má að sú staða væri ekki uppi ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins eins og hugmyndir voru um sumarið 2015. Meiriháttar breytingar eru óumflýjanlegar á íslenskum bankamarkaði. Kyrrstaðan og einsleitnin er að rofna. Ólíklegt er að nýir stjórnendur Arion banka, með stuðningi stjórnar og stærstu hluthafa, muni taka sér langan tíma í að setja mark sitt á reksturinn. Í bréfi sem bankastjórinn sendi á starfsmenn á sínum fjórða degi í nýju starfi mátti greina áherslubreytingar. Markmiðið sé ekki endilega að vera stærsti bankinn heldur skipti máli að „skila hluthöfum okkar arði“. Strangar eiginfjárkröfur þýða að bankinn hlýtur að skoða leiðir til þess að losa eða selja frá sér eignir, sem binda mikið eigið fé en skila lítilli arðsemi, og ráðstafa þeim fjármunum til annarra og arðbærari verkefna. Með öðrum orðum mun efnahagsreikningurinn minnka og starfsfólki fækka. Það kunna að reynast erfiðar aðgerðir en þær eru nauðsynlegar. Meira af því sama er ekki í boði. Hvað með hina bankana? Hálfu ári eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins var kynnt er hafin vinna sem miðar að því að hefja söluferli á þeim bönkum – Íslandsbanka og Landsbankanum – sem eru í eigu ríkisins. Það mun taka tíma að losa um eignarhald ríkissjóðs, fimm til tíu ár, en raunhæft er að hægt verði að ljúka við sölu á hlut í öðrum hvorum bankanum á næsta ári. Alþjóðlegt útboð og skráning Arion, sem sýndi að það er áhugi hjá erlendum fjárfestum á íslenskum bönkum, mun koma að gagni þegar hlutir í ríkisbönkunum verða boðnir til sölu. Áhugi og verð helst jafnan í hendur. Sé tekið mið af hlutabréfaverði Arion banka má áætla að virði Íslandsbanka og Landsbankans sé um 300 milljarðar. Hlutfallslega lágt verð bankanna kemur ekki á óvart. Rekstrarkostnaðurinn er of mikill og arðsemi af reglulegum rekstri óásættanleg. Þar spila inn í sértækir skattar, háar eigin- og lausafjárkröfur – bankarnir binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir norrænir bankar – og skortur á virkum eigendum. Áhugasamir fjárfestar munu vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð um rekstur bankanna horft fram í tímann. Mikilvægt er að sýn stjórnvalda liggi þar skýrt fyrir, einkum hvað varðar þá fráleitu sértæku skatta sem bankarnir greiða í dag, enda ljóst að það ræður miklu um það verð sem mun fást fyrir bankana. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ríkið getur ekki, og það er hvorki æskilegt né fjárhagslega skynsamlegt, verið eigandi að meirihluta íslenska bankakerfisins. Ótvíræðir hagsmunir skattgreiðenda eru að ríkissjóður dragi skipulega úr áhættu sinni gagnvart óarðbærum bankarekstri. Til að svo verði þurfa forystumenn ríkisstjórnarinnar að sýna pólitíska forystu og kjark. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Sala Kaupþings á tuttugu prósenta hlut í Arion banka markar tímamót. Í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins er einn af viðskiptabönkunum alfarið kominn úr höndum slitabús eða ríkissjóðs. Því ber að fagna. Nú þegar söluferlinu er lokið, sem hófst fyrir um þremur árum og var í höndum kröfuhafa Kaupþings, er ljóst að ríkissjóður getur vel við unað. Samtals hefur ríkið fengið um 100 milljarða í sinn hlut af heildarsöluandvirði Arion, sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar samþykktu, og bankinn er skráður á markað hérlendis og í Svíþjóð með dreifðan eigendahóp erlendra og innlendra fjárfesta. Fullyrða má að sú staða væri ekki uppi ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins eins og hugmyndir voru um sumarið 2015. Meiriháttar breytingar eru óumflýjanlegar á íslenskum bankamarkaði. Kyrrstaðan og einsleitnin er að rofna. Ólíklegt er að nýir stjórnendur Arion banka, með stuðningi stjórnar og stærstu hluthafa, muni taka sér langan tíma í að setja mark sitt á reksturinn. Í bréfi sem bankastjórinn sendi á starfsmenn á sínum fjórða degi í nýju starfi mátti greina áherslubreytingar. Markmiðið sé ekki endilega að vera stærsti bankinn heldur skipti máli að „skila hluthöfum okkar arði“. Strangar eiginfjárkröfur þýða að bankinn hlýtur að skoða leiðir til þess að losa eða selja frá sér eignir, sem binda mikið eigið fé en skila lítilli arðsemi, og ráðstafa þeim fjármunum til annarra og arðbærari verkefna. Með öðrum orðum mun efnahagsreikningurinn minnka og starfsfólki fækka. Það kunna að reynast erfiðar aðgerðir en þær eru nauðsynlegar. Meira af því sama er ekki í boði. Hvað með hina bankana? Hálfu ári eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins var kynnt er hafin vinna sem miðar að því að hefja söluferli á þeim bönkum – Íslandsbanka og Landsbankanum – sem eru í eigu ríkisins. Það mun taka tíma að losa um eignarhald ríkissjóðs, fimm til tíu ár, en raunhæft er að hægt verði að ljúka við sölu á hlut í öðrum hvorum bankanum á næsta ári. Alþjóðlegt útboð og skráning Arion, sem sýndi að það er áhugi hjá erlendum fjárfestum á íslenskum bönkum, mun koma að gagni þegar hlutir í ríkisbönkunum verða boðnir til sölu. Áhugi og verð helst jafnan í hendur. Sé tekið mið af hlutabréfaverði Arion banka má áætla að virði Íslandsbanka og Landsbankans sé um 300 milljarðar. Hlutfallslega lágt verð bankanna kemur ekki á óvart. Rekstrarkostnaðurinn er of mikill og arðsemi af reglulegum rekstri óásættanleg. Þar spila inn í sértækir skattar, háar eigin- og lausafjárkröfur – bankarnir binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir norrænir bankar – og skortur á virkum eigendum. Áhugasamir fjárfestar munu vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð um rekstur bankanna horft fram í tímann. Mikilvægt er að sýn stjórnvalda liggi þar skýrt fyrir, einkum hvað varðar þá fráleitu sértæku skatta sem bankarnir greiða í dag, enda ljóst að það ræður miklu um það verð sem mun fást fyrir bankana. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ríkið getur ekki, og það er hvorki æskilegt né fjárhagslega skynsamlegt, verið eigandi að meirihluta íslenska bankakerfisins. Ótvíræðir hagsmunir skattgreiðenda eru að ríkissjóður dragi skipulega úr áhættu sinni gagnvart óarðbærum bankarekstri. Til að svo verði þurfa forystumenn ríkisstjórnarinnar að sýna pólitíska forystu og kjark. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar