Kyrrstaða rofin Hörður Ægisson skrifar 12. júlí 2019 06:45 Sala Kaupþings á tuttugu prósenta hlut í Arion banka markar tímamót. Í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins er einn af viðskiptabönkunum alfarið kominn úr höndum slitabús eða ríkissjóðs. Því ber að fagna. Nú þegar söluferlinu er lokið, sem hófst fyrir um þremur árum og var í höndum kröfuhafa Kaupþings, er ljóst að ríkissjóður getur vel við unað. Samtals hefur ríkið fengið um 100 milljarða í sinn hlut af heildarsöluandvirði Arion, sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar samþykktu, og bankinn er skráður á markað hérlendis og í Svíþjóð með dreifðan eigendahóp erlendra og innlendra fjárfesta. Fullyrða má að sú staða væri ekki uppi ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins eins og hugmyndir voru um sumarið 2015. Meiriháttar breytingar eru óumflýjanlegar á íslenskum bankamarkaði. Kyrrstaðan og einsleitnin er að rofna. Ólíklegt er að nýir stjórnendur Arion banka, með stuðningi stjórnar og stærstu hluthafa, muni taka sér langan tíma í að setja mark sitt á reksturinn. Í bréfi sem bankastjórinn sendi á starfsmenn á sínum fjórða degi í nýju starfi mátti greina áherslubreytingar. Markmiðið sé ekki endilega að vera stærsti bankinn heldur skipti máli að „skila hluthöfum okkar arði“. Strangar eiginfjárkröfur þýða að bankinn hlýtur að skoða leiðir til þess að losa eða selja frá sér eignir, sem binda mikið eigið fé en skila lítilli arðsemi, og ráðstafa þeim fjármunum til annarra og arðbærari verkefna. Með öðrum orðum mun efnahagsreikningurinn minnka og starfsfólki fækka. Það kunna að reynast erfiðar aðgerðir en þær eru nauðsynlegar. Meira af því sama er ekki í boði. Hvað með hina bankana? Hálfu ári eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins var kynnt er hafin vinna sem miðar að því að hefja söluferli á þeim bönkum – Íslandsbanka og Landsbankanum – sem eru í eigu ríkisins. Það mun taka tíma að losa um eignarhald ríkissjóðs, fimm til tíu ár, en raunhæft er að hægt verði að ljúka við sölu á hlut í öðrum hvorum bankanum á næsta ári. Alþjóðlegt útboð og skráning Arion, sem sýndi að það er áhugi hjá erlendum fjárfestum á íslenskum bönkum, mun koma að gagni þegar hlutir í ríkisbönkunum verða boðnir til sölu. Áhugi og verð helst jafnan í hendur. Sé tekið mið af hlutabréfaverði Arion banka má áætla að virði Íslandsbanka og Landsbankans sé um 300 milljarðar. Hlutfallslega lágt verð bankanna kemur ekki á óvart. Rekstrarkostnaðurinn er of mikill og arðsemi af reglulegum rekstri óásættanleg. Þar spila inn í sértækir skattar, háar eigin- og lausafjárkröfur – bankarnir binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir norrænir bankar – og skortur á virkum eigendum. Áhugasamir fjárfestar munu vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð um rekstur bankanna horft fram í tímann. Mikilvægt er að sýn stjórnvalda liggi þar skýrt fyrir, einkum hvað varðar þá fráleitu sértæku skatta sem bankarnir greiða í dag, enda ljóst að það ræður miklu um það verð sem mun fást fyrir bankana. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ríkið getur ekki, og það er hvorki æskilegt né fjárhagslega skynsamlegt, verið eigandi að meirihluta íslenska bankakerfisins. Ótvíræðir hagsmunir skattgreiðenda eru að ríkissjóður dragi skipulega úr áhættu sinni gagnvart óarðbærum bankarekstri. Til að svo verði þurfa forystumenn ríkisstjórnarinnar að sýna pólitíska forystu og kjark. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Sala Kaupþings á tuttugu prósenta hlut í Arion banka markar tímamót. Í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins er einn af viðskiptabönkunum alfarið kominn úr höndum slitabús eða ríkissjóðs. Því ber að fagna. Nú þegar söluferlinu er lokið, sem hófst fyrir um þremur árum og var í höndum kröfuhafa Kaupþings, er ljóst að ríkissjóður getur vel við unað. Samtals hefur ríkið fengið um 100 milljarða í sinn hlut af heildarsöluandvirði Arion, sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar samþykktu, og bankinn er skráður á markað hérlendis og í Svíþjóð með dreifðan eigendahóp erlendra og innlendra fjárfesta. Fullyrða má að sú staða væri ekki uppi ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins eins og hugmyndir voru um sumarið 2015. Meiriháttar breytingar eru óumflýjanlegar á íslenskum bankamarkaði. Kyrrstaðan og einsleitnin er að rofna. Ólíklegt er að nýir stjórnendur Arion banka, með stuðningi stjórnar og stærstu hluthafa, muni taka sér langan tíma í að setja mark sitt á reksturinn. Í bréfi sem bankastjórinn sendi á starfsmenn á sínum fjórða degi í nýju starfi mátti greina áherslubreytingar. Markmiðið sé ekki endilega að vera stærsti bankinn heldur skipti máli að „skila hluthöfum okkar arði“. Strangar eiginfjárkröfur þýða að bankinn hlýtur að skoða leiðir til þess að losa eða selja frá sér eignir, sem binda mikið eigið fé en skila lítilli arðsemi, og ráðstafa þeim fjármunum til annarra og arðbærari verkefna. Með öðrum orðum mun efnahagsreikningurinn minnka og starfsfólki fækka. Það kunna að reynast erfiðar aðgerðir en þær eru nauðsynlegar. Meira af því sama er ekki í boði. Hvað með hina bankana? Hálfu ári eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins var kynnt er hafin vinna sem miðar að því að hefja söluferli á þeim bönkum – Íslandsbanka og Landsbankanum – sem eru í eigu ríkisins. Það mun taka tíma að losa um eignarhald ríkissjóðs, fimm til tíu ár, en raunhæft er að hægt verði að ljúka við sölu á hlut í öðrum hvorum bankanum á næsta ári. Alþjóðlegt útboð og skráning Arion, sem sýndi að það er áhugi hjá erlendum fjárfestum á íslenskum bönkum, mun koma að gagni þegar hlutir í ríkisbönkunum verða boðnir til sölu. Áhugi og verð helst jafnan í hendur. Sé tekið mið af hlutabréfaverði Arion banka má áætla að virði Íslandsbanka og Landsbankans sé um 300 milljarðar. Hlutfallslega lágt verð bankanna kemur ekki á óvart. Rekstrarkostnaðurinn er of mikill og arðsemi af reglulegum rekstri óásættanleg. Þar spila inn í sértækir skattar, háar eigin- og lausafjárkröfur – bankarnir binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir norrænir bankar – og skortur á virkum eigendum. Áhugasamir fjárfestar munu vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð um rekstur bankanna horft fram í tímann. Mikilvægt er að sýn stjórnvalda liggi þar skýrt fyrir, einkum hvað varðar þá fráleitu sértæku skatta sem bankarnir greiða í dag, enda ljóst að það ræður miklu um það verð sem mun fást fyrir bankana. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ríkið getur ekki, og það er hvorki æskilegt né fjárhagslega skynsamlegt, verið eigandi að meirihluta íslenska bankakerfisins. Ótvíræðir hagsmunir skattgreiðenda eru að ríkissjóður dragi skipulega úr áhættu sinni gagnvart óarðbærum bankarekstri. Til að svo verði þurfa forystumenn ríkisstjórnarinnar að sýna pólitíska forystu og kjark. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun