Rúmlega hundrað ára í hringferð um landið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 11. júlí 2019 08:30 Anthon Geisler og frændi hans Hugo á ferðalagi. Fréttablaðið/Sigtryggur „Íslendingar eru mjög vinnusamir, það líkar mér mjög vel,“ segir Anthon Geisler, sem er rúmlega aldargamall og ferðaðist hringinn í kring um Íslands. Anthon er fæddist þann 21.febrúar árið 1919 og býr í Ilulissat, bæ við vesturströnd Grænlands. Í bænum rekur hann litla verslun, nokkurs konar krambúð þar sem er hægt að fá allt mögulegt. Hann vinnur enn í verslun sinni þrátt fyrir háan aldur og þótt röddin bregðist honum stundum vegna aldurs, er sjónin er enn góð og hann hefur gott úthald. Hann er kominn aftur til vinnu í verslun sinni eftir ferðalagið. Íslandsferðina fékk hann í hundrað ára afmælisgjöf frá vinum og fjölskyldu. Frændi hans, Hugo, var leiðsögumaður hans á ferðalaginu. Hringvegurinn er rúmlega 1300 kílómetrar en þeir frændur fóru enn víðar. Þeir komu meðal annars við á Ísafirði, Akureyri, Höfn í Hornafirði, Suðurnesjum og á Gullfossi og Geysi. Anthon sagði á ferðalaginu ljóst að Íslendingar hefðu lagt mikið á sig við að byggja upp ferðaþjónustu síðustu árin og var einnig hrifinn af náttúrufegurðinni og þeirri gestrisni sem hann var aðnjótandi. Lífstíll Anthon telst harla óvenjulegur miðað við aldur og því kannskki ekki að undra að blaðamaður hafi þráspurt um verslunarstörfin og hans daglegu iðju. „Hann vinnur nánast alla daga, marga klukkutíma á dag,“ segir Hugo og segir frænda sinn leggja mikið upp úr vinnusemi. Hann hafi til dæmis mætt strax til vinnu eftir langt ferðalag á Íslandi og hafi ekki látið verk úr hendi falla. Vinnudagurinn sé alla jafna frá klukkan 2 á daginn til klukkan 9 á kvöldin. „Að leggja rækt við ævistarfi er að mati Antons mikil dyggð. Ég held að vinnusemin og áhuginn fyrir starfinu sé lykillinn að langlífi hans. Hann hætti líka að reykja og drekka fyrir sjötíu árum síðan og sjálfsagt hefur það haft mjög mikið að segja,“ segir hann frá högum Antons. Og ætla þeir að leggjast í frekari ferðalög? „Það er ekkert útilokað! Hann skemmti sér vel á Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grænland Tímamót Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Íslendingar eru mjög vinnusamir, það líkar mér mjög vel,“ segir Anthon Geisler, sem er rúmlega aldargamall og ferðaðist hringinn í kring um Íslands. Anthon er fæddist þann 21.febrúar árið 1919 og býr í Ilulissat, bæ við vesturströnd Grænlands. Í bænum rekur hann litla verslun, nokkurs konar krambúð þar sem er hægt að fá allt mögulegt. Hann vinnur enn í verslun sinni þrátt fyrir háan aldur og þótt röddin bregðist honum stundum vegna aldurs, er sjónin er enn góð og hann hefur gott úthald. Hann er kominn aftur til vinnu í verslun sinni eftir ferðalagið. Íslandsferðina fékk hann í hundrað ára afmælisgjöf frá vinum og fjölskyldu. Frændi hans, Hugo, var leiðsögumaður hans á ferðalaginu. Hringvegurinn er rúmlega 1300 kílómetrar en þeir frændur fóru enn víðar. Þeir komu meðal annars við á Ísafirði, Akureyri, Höfn í Hornafirði, Suðurnesjum og á Gullfossi og Geysi. Anthon sagði á ferðalaginu ljóst að Íslendingar hefðu lagt mikið á sig við að byggja upp ferðaþjónustu síðustu árin og var einnig hrifinn af náttúrufegurðinni og þeirri gestrisni sem hann var aðnjótandi. Lífstíll Anthon telst harla óvenjulegur miðað við aldur og því kannskki ekki að undra að blaðamaður hafi þráspurt um verslunarstörfin og hans daglegu iðju. „Hann vinnur nánast alla daga, marga klukkutíma á dag,“ segir Hugo og segir frænda sinn leggja mikið upp úr vinnusemi. Hann hafi til dæmis mætt strax til vinnu eftir langt ferðalag á Íslandi og hafi ekki látið verk úr hendi falla. Vinnudagurinn sé alla jafna frá klukkan 2 á daginn til klukkan 9 á kvöldin. „Að leggja rækt við ævistarfi er að mati Antons mikil dyggð. Ég held að vinnusemin og áhuginn fyrir starfinu sé lykillinn að langlífi hans. Hann hætti líka að reykja og drekka fyrir sjötíu árum síðan og sjálfsagt hefur það haft mjög mikið að segja,“ segir hann frá högum Antons. Og ætla þeir að leggjast í frekari ferðalög? „Það er ekkert útilokað! Hann skemmti sér vel á Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grænland Tímamót Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira