Vigdís sigri hrósandi eftir að dómsmálaráðuneytið óskaði eftir gögnum kjörnefndar Gígja Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2019 13:03 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. visir/vilhelm Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir gögnum kjörnefndar sem vísaði frá kæru Vigdísar Hauksdóttur á framframkvæmd borgarstjórnarkosninganna. Vigdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni. „Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er beðinn að hlutast til um að ráðuneytinu verði send öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Ráðuneytið sendir kæruna ekki aftur til nefndarinnar og virðist ætla að taka hana sjálft til efnismeðferðar,“ skrifaði Vigdís. Áður hafði sýslumaður vísað kæru Vigdísar frá á þeim grundvelli að kæran hafi komið of seint en í júní felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hana að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Sú nefnd komst að sömu niðurstöðu og sýslumaður og var kærunni því aftur vísað frá. Í lok júní kærði Vigdís úrskurð kærunefndarinnar og 2. júlí barst henni bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að ráðuneytið óski eftir að fá öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum í aðgerðum Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku. Vigdís kærði því framkvæmd kosninganna á þeim grundvelli að aðgerðir Reykjavíkurborgar hafi verið ólögmæt íhlutun þáverandi meirihluta fyrir kosningarnar.Kosningasvindl verði ekki liðið Vigdís segir í samtali við Vísi að erfitt sé að sjá fyrir hvað gerist næst. „Það er fordæmalaust á Íslandi að kosningakæra sé meðhöndluð með þessu hætti,“ segir hún. Það sé verið að brjóta blað í sögunni og því erfitt að segja hvað úr verður. „Vonandi sigrar réttlætið að lokum og kosningasvindl verður ekki liðið,“ segir Vigdís. Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar Vigdís segir nýjan kærufrest fyrir framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga hafa byrjað daginn sem úrskurður Persónuverndar um brot Reykjavíkur á persónuverndarlögum var birtur. 1. júlí 2019 19:01 Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir gögnum kjörnefndar sem vísaði frá kæru Vigdísar Hauksdóttur á framframkvæmd borgarstjórnarkosninganna. Vigdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni. „Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er beðinn að hlutast til um að ráðuneytinu verði send öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Ráðuneytið sendir kæruna ekki aftur til nefndarinnar og virðist ætla að taka hana sjálft til efnismeðferðar,“ skrifaði Vigdís. Áður hafði sýslumaður vísað kæru Vigdísar frá á þeim grundvelli að kæran hafi komið of seint en í júní felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hana að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Sú nefnd komst að sömu niðurstöðu og sýslumaður og var kærunni því aftur vísað frá. Í lok júní kærði Vigdís úrskurð kærunefndarinnar og 2. júlí barst henni bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að ráðuneytið óski eftir að fá öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum í aðgerðum Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku. Vigdís kærði því framkvæmd kosninganna á þeim grundvelli að aðgerðir Reykjavíkurborgar hafi verið ólögmæt íhlutun þáverandi meirihluta fyrir kosningarnar.Kosningasvindl verði ekki liðið Vigdís segir í samtali við Vísi að erfitt sé að sjá fyrir hvað gerist næst. „Það er fordæmalaust á Íslandi að kosningakæra sé meðhöndluð með þessu hætti,“ segir hún. Það sé verið að brjóta blað í sögunni og því erfitt að segja hvað úr verður. „Vonandi sigrar réttlætið að lokum og kosningasvindl verður ekki liðið,“ segir Vigdís.
Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar Vigdís segir nýjan kærufrest fyrir framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga hafa byrjað daginn sem úrskurður Persónuverndar um brot Reykjavíkur á persónuverndarlögum var birtur. 1. júlí 2019 19:01 Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar Vigdís segir nýjan kærufrest fyrir framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga hafa byrjað daginn sem úrskurður Persónuverndar um brot Reykjavíkur á persónuverndarlögum var birtur. 1. júlí 2019 19:01
Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55
Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39