Keppendum fækkar með hverri grein á heimsleikunum í CrossFit í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2019 12:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðir unnið heimsleikana tvisvar sinnum. Mynd/Instagram/thedavecastro Stór breyting verður á keppnisfyrirkomulagi heimsleikanna í CrossFit í ár en þar munu að venju besta CrossFit-fólk heims keppa um hver sé þau hraustustu í heimi. Nú hefur keppninni verið breytt í hálfgerða útsláttarkeppni. Heimsleikarnir í ár fara fram frá fimmtudeginum 1. ágúst til sunnudagsins 4. ágúst. Keppendur verða þó á svæðinu frá 28. júlí. Þessi dramatíska breyting á fyrirkomulagi keppninnar þýðir að aðeins tíu keppendur verða eftir þegar kemur að síðustu greininni á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast um næstu mánaðamót. Stór hluti keppenda fá aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Ísland mun eiga sex keppendur á leikunum, Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki en í kvennaflokki keppa þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Daninn Frederik Ægidius keppir líka hjá körlunum en hann er með mjög sterka Íslandstengingu eins og flestir vita. Alls hafa 148 karlar og 134 konur tryggt sér þátttökurétt á heimsleikunum í ár en þetta eru mun fleiri keppendur en undanfarin ár. Í fyrra voru 40 konur og 40 karlar sem komust á heimsleikana.The field of individuals begins with 148 men and 134 women. After the first event, the field cuts to 75 athletes and progressively narrows over the course of events to 50, 40, 30, 20, and then to the final 10 athletes. — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019Þessi mikla fjölgun keppenda kallaði á breytingar. Það verða því mikil forföll strax í fyrstu grein. Eftir hana munu „aðeins“ 75 karlar og 75 konur komast áfram í næstu grein. Það verður síðan mjög spennandi að sjá hvernig þessi fyrsta grein lítur út en hún verður örugglega engin venjuleg grein. Hún hlýtur að reyna á marga styrkleika/veikleika hjá íþróttafólkinu enda væri mjög ósanngjarnt að detta út eftir mjög sérhæfða fyrstu grein. Keppendum heldur síðan áfram að fækka með hverri grein eða niður í 50, svo 40, svo 30, svo 20 og loks verða aðeins tíu keppendur eftir þegar úrslitin ráðast í lokagreininni.The CrossFit Games begin in 21 days. https://t.co/5cZMx9f0U3 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019 CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjá meira
Stór breyting verður á keppnisfyrirkomulagi heimsleikanna í CrossFit í ár en þar munu að venju besta CrossFit-fólk heims keppa um hver sé þau hraustustu í heimi. Nú hefur keppninni verið breytt í hálfgerða útsláttarkeppni. Heimsleikarnir í ár fara fram frá fimmtudeginum 1. ágúst til sunnudagsins 4. ágúst. Keppendur verða þó á svæðinu frá 28. júlí. Þessi dramatíska breyting á fyrirkomulagi keppninnar þýðir að aðeins tíu keppendur verða eftir þegar kemur að síðustu greininni á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast um næstu mánaðamót. Stór hluti keppenda fá aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Ísland mun eiga sex keppendur á leikunum, Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki en í kvennaflokki keppa þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Daninn Frederik Ægidius keppir líka hjá körlunum en hann er með mjög sterka Íslandstengingu eins og flestir vita. Alls hafa 148 karlar og 134 konur tryggt sér þátttökurétt á heimsleikunum í ár en þetta eru mun fleiri keppendur en undanfarin ár. Í fyrra voru 40 konur og 40 karlar sem komust á heimsleikana.The field of individuals begins with 148 men and 134 women. After the first event, the field cuts to 75 athletes and progressively narrows over the course of events to 50, 40, 30, 20, and then to the final 10 athletes. — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019Þessi mikla fjölgun keppenda kallaði á breytingar. Það verða því mikil forföll strax í fyrstu grein. Eftir hana munu „aðeins“ 75 karlar og 75 konur komast áfram í næstu grein. Það verður síðan mjög spennandi að sjá hvernig þessi fyrsta grein lítur út en hún verður örugglega engin venjuleg grein. Hún hlýtur að reyna á marga styrkleika/veikleika hjá íþróttafólkinu enda væri mjög ósanngjarnt að detta út eftir mjög sérhæfða fyrstu grein. Keppendum heldur síðan áfram að fækka með hverri grein eða niður í 50, svo 40, svo 30, svo 20 og loks verða aðeins tíu keppendur eftir þegar úrslitin ráðast í lokagreininni.The CrossFit Games begin in 21 days. https://t.co/5cZMx9f0U3 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 11, 2019
CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjá meira