Deilihagkerfið í miklum blóma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2019 19:30 Rakel Garðarsdóttir segir deilihagkerfi vera það sem þurfi að koma á á Íslandi. Vísir/Valgarður Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á Facebooksíðu sem heitir Vakandi. Á síðunni birtist reglulega umfjöllun eða fréttir um umhverfismál auk hagnýtra ráða til að auka nýtingu matvæla. Rakel er mikill talsmaður svokallaðs deilihagkerfis en hún ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Deilihagkerfi er svona aftur til fortíðar kannski og það er akkúrat það sem þarf að gerast, við þurfum aðeins að breyta því hvernig við neytum og hvernig við framleiðum,“ sagði Rakel. „Þegar ég var lítil og kom að öskudegi þá fórum við og leigðum búninga, það var aldrei keypt, það voru bara búningaleigur Þetta er farið að dúkka upp aftur, stóru tískurisarnir eru farnir að vera með útleigu á fatnaði.“ Sem dæmi um álíka þjónustu sem finnst hér á landi hér á landi nefndi Rakel Trendport, Extraloppuna og Barnaloppuna en það eru allt þjónustur sem bjóða fólki upp á að leigja bás þar sem það getur selt föt án þess að þurfa að vera á staðnum. Rakel nefndi einnig dæmi um snjallsímaforritið Olio, sem notað er í Bretlandi, þar sem hægt er að deila mat með fólki. Hægt er að deila afgöngum eða mat sem ekki verður nýttur. „Þegar maður var fátækur námsmaður þá var maður svo úrræðagóður. Þá leigði maður alltaf með einhverjum og deildi öllu með einhverjum. Það fór einn í búðina kannski aðra hverja viku og keypti klósettpappír og öllu var deilt,“ sagði Rakel. „Þetta er eiginlega eina systemið sem gengur upp. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri og þessi offramleiðsla gengur ekki.“ Bítið Neytendur Umhverfismál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á Facebooksíðu sem heitir Vakandi. Á síðunni birtist reglulega umfjöllun eða fréttir um umhverfismál auk hagnýtra ráða til að auka nýtingu matvæla. Rakel er mikill talsmaður svokallaðs deilihagkerfis en hún ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Deilihagkerfi er svona aftur til fortíðar kannski og það er akkúrat það sem þarf að gerast, við þurfum aðeins að breyta því hvernig við neytum og hvernig við framleiðum,“ sagði Rakel. „Þegar ég var lítil og kom að öskudegi þá fórum við og leigðum búninga, það var aldrei keypt, það voru bara búningaleigur Þetta er farið að dúkka upp aftur, stóru tískurisarnir eru farnir að vera með útleigu á fatnaði.“ Sem dæmi um álíka þjónustu sem finnst hér á landi hér á landi nefndi Rakel Trendport, Extraloppuna og Barnaloppuna en það eru allt þjónustur sem bjóða fólki upp á að leigja bás þar sem það getur selt föt án þess að þurfa að vera á staðnum. Rakel nefndi einnig dæmi um snjallsímaforritið Olio, sem notað er í Bretlandi, þar sem hægt er að deila mat með fólki. Hægt er að deila afgöngum eða mat sem ekki verður nýttur. „Þegar maður var fátækur námsmaður þá var maður svo úrræðagóður. Þá leigði maður alltaf með einhverjum og deildi öllu með einhverjum. Það fór einn í búðina kannski aðra hverja viku og keypti klósettpappír og öllu var deilt,“ sagði Rakel. „Þetta er eiginlega eina systemið sem gengur upp. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri og þessi offramleiðsla gengur ekki.“
Bítið Neytendur Umhverfismál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira