Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Sylvía Hall skrifar 15. júlí 2019 23:45 Frá blaðamannafundinum. Vísir/Getty Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. Þær segja ummælin vera truflun og hvöttu fólk til þess að „bíta ekki á agnið“. Ljóst er að hann átti við þessar fjórar nýjar þingkonur demókrata, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. Ummælin sem Trump lét falla á Twitter-síðu sinni í gær sneru að frjálslyndum þingkonum Demókrataflokksins en hann nefndi þær aldrei á nafn. Hann sagði þeim að fara aftur til síns heima og laga þá „algerlega brotnu og glæpalögðu“ staði.Sjá einnig: Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Margir leiðtogar Evrópuþjóða hafa fordæmt ummæli Trump og sagði Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, ummælin vera óásættanleg. Leiðtogar Demókrataflokksins hafa einnig stigið fram og gagnrýnt ummælin og sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, að Trump vildi gera Bandaríkin hvít aftur..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8 — Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 Lítið hefur þó heyrst úr röðum Repúblikana en Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins, sagði þingkonurnar vera óameríska kommúnista sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga.Ilhan Omar.Vísir/GettyÞjóðernishyggjan hefur náð til Hvíta hússins Ilhan Omar, ein þingkvennanna, segir það vera heitustu ósk forsetans að aðskilja fólk eftir kyni, kynhneigð, kynþætti, trúarbrögðum og uppruna. Það sé hans eina leið til að koma í veg fyrir að fólk starfi saman þvert á skoðanir og stjórnmálastefnur. „Þetta er áætlun hvítra þjóðernissinna. Það skiptir ekki máli hvort það eigi sér stað á spjallþráðum, í sjónvarpi, nú hefur það náð til garðsins í Hvíta húsinu,“ sagði Omar á blaðamannafundinum. Hún segir það vera ljóst að ummæli Trump séu til þess fallin að draga athyglina frá raunverulegum vandamálum sem þurfi að takast á við. Nefnir hún heilbrigðiskerfið, loftslagsvandann, námsmannaskuldir eða stríðsrekstur Bandaríkjanna. „Þetta er áætlun hans til þess að fá okkur upp á móti hvor annarri.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. Þær segja ummælin vera truflun og hvöttu fólk til þess að „bíta ekki á agnið“. Ljóst er að hann átti við þessar fjórar nýjar þingkonur demókrata, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. Ummælin sem Trump lét falla á Twitter-síðu sinni í gær sneru að frjálslyndum þingkonum Demókrataflokksins en hann nefndi þær aldrei á nafn. Hann sagði þeim að fara aftur til síns heima og laga þá „algerlega brotnu og glæpalögðu“ staði.Sjá einnig: Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Margir leiðtogar Evrópuþjóða hafa fordæmt ummæli Trump og sagði Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, ummælin vera óásættanleg. Leiðtogar Demókrataflokksins hafa einnig stigið fram og gagnrýnt ummælin og sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, að Trump vildi gera Bandaríkin hvít aftur..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8 — Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 Lítið hefur þó heyrst úr röðum Repúblikana en Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins, sagði þingkonurnar vera óameríska kommúnista sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga.Ilhan Omar.Vísir/GettyÞjóðernishyggjan hefur náð til Hvíta hússins Ilhan Omar, ein þingkvennanna, segir það vera heitustu ósk forsetans að aðskilja fólk eftir kyni, kynhneigð, kynþætti, trúarbrögðum og uppruna. Það sé hans eina leið til að koma í veg fyrir að fólk starfi saman þvert á skoðanir og stjórnmálastefnur. „Þetta er áætlun hvítra þjóðernissinna. Það skiptir ekki máli hvort það eigi sér stað á spjallþráðum, í sjónvarpi, nú hefur það náð til garðsins í Hvíta húsinu,“ sagði Omar á blaðamannafundinum. Hún segir það vera ljóst að ummæli Trump séu til þess fallin að draga athyglina frá raunverulegum vandamálum sem þurfi að takast á við. Nefnir hún heilbrigðiskerfið, loftslagsvandann, námsmannaskuldir eða stríðsrekstur Bandaríkjanna. „Þetta er áætlun hans til þess að fá okkur upp á móti hvor annarri.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31