Vaðlaheiðargöng og gjaldtakan Karl Ingimarsson skrifar 16. júlí 2019 07:00 Frá því að Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur umferðin um Vaðlaheiði aukist um 7,6% m.v. 2018 sem er heldur meira en reiknað var með. 80% allrar umferðar hafa farið um Vaðlaheiðargöng. Fjöldi þeirra sem nýtir göngin er hlutfallslega mestur yfir veturinn eins og sést á meðfylgjandi grafi en í júní fóru allt að 2.700 bílar um göngin á sólarhring. Í upphafi voru tveir verðflokkar og miðað við eigin þyngd ökutækja. Léttur flokkur var fyrir bíla að 3,5 tonnum og þungur flokkur fyrir bíla yfir 3,5 tonnum. Eftir ábendingu frá Samgöngustofu þess efnis að ekki mætti miða við eigin þyngd og að hámarksafsláttur ökutækja yfir 3,5 tonnum væri 13% var verðflokkum fjölgað og búinn til milliflokkur fyrir bíla frá 3,5 tonnum til 7,5 tonna. Í þann flokk falla stórir jeppar, húsbílar, litlar rútur og fleiri ökutæki. Frá upphafi hefur verið frítt fyrir mótorhjól og aftanívagna um Vaðlaheiðargöng. Raftákn verkfræðistofa og Stefna hugbúnaðarhús ásamt stjórnendum Vaðlaheiðarganga hönnuðu gjaldtökukerfið Veggjald.is fyrir Vaðlaheiðargöng. Nokkur erlend kerfi voru skoðuð en að lokum ákveðið að hanna nýtt kerfi þar sem sjálfvirkni var höfð að leiðarljósi. Ekki þarf að stoppa við göngin til að greiða heldur er hægt að ganga frá greiðslu á netinu hvar sem er og hvenær sem er áður en ekið er í gegn. Samskipti við ökutækjaskrá, kortafyrirtæki og banka eru sjálfvirk. Einnig er mögulegt að tengja kerfið við önnur kerfi t.d. hjá bílaleigum. Öll sala og umsjón fer fram á netinu í gegnum heimasíðu og snjallsímaforrit. Veggjald.is er kerfi sem hægt er að nota við innheimtu gjalda fyrir margs konar þjónustu þar sem umráðamaður bíls er greiðandi þjónustunnar. T.d. fyrir afnot af vegum, brúm, göngum, bílastæðum, tjaldstæðum, hleðslustöðvum, þvottaplönum eða hverju sem er þar sem hægt er að lesa bílnúmer. Einnig hentar kerfið vel til að greina umferð. Þannig má t.d. sjá hve margir bílaleigubílar eða þungir bílar fara um göngin og hve hratt er ekið. Þegar viðskiptavinur skráir sig á Veggjald.is, sér að kostnaðarlausu, gefur hann upp netfang og kortanúmer. Í hvert sinn sem hann nýtir þjónustu þar sem hans bílnúmer er lesið er greiðsla tekin af uppgefnu korti og tölvupóstur sendur á uppgefið netfang varðandi þjónustuna sem var keypt. Hægt er að velja við skráningu á Veggjald.is hvort aðgangurinn á að renna út eftir ákveðinn tíma og þá hvenær. Þetta hentar sérstaklega þeim sem eru á bílaleigubílum. Þeir setja þá inn við stofnun aðgangs lokadagsetningu þannig að samningurinn rennur út sama dag og þeir skila bílnum. Ef eitthvað breytist getur samningshafi breytt samningstímanum eins og honum hentar. Vaðlaheiðargöng hafa gert samninga við flestar bílaleigur sem einfaldar innheimtu gjalda af erlendum ferðamönnum. Einnig hefur verið gerður samningur við skrifstofu í London sem sér um að innheimta gjöld af umráðamönnum bíla á erlendum númerum sem ekki greiða í göngin. Sama skrifstofa sér um þessi mál fyrir t.d. Norðmenn og Færeyinga. Sjálfvirkni í innheimtu gjalda og einföld heimasíða þar sem viðskiptavinir afgreiða sig sjálfir heldur rekstrarkostnaði niðri og stuðlar þannig að því að göngin verði greidd upp hraðar en ella. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá því að Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur umferðin um Vaðlaheiði aukist um 7,6% m.v. 2018 sem er heldur meira en reiknað var með. 80% allrar umferðar hafa farið um Vaðlaheiðargöng. Fjöldi þeirra sem nýtir göngin er hlutfallslega mestur yfir veturinn eins og sést á meðfylgjandi grafi en í júní fóru allt að 2.700 bílar um göngin á sólarhring. Í upphafi voru tveir verðflokkar og miðað við eigin þyngd ökutækja. Léttur flokkur var fyrir bíla að 3,5 tonnum og þungur flokkur fyrir bíla yfir 3,5 tonnum. Eftir ábendingu frá Samgöngustofu þess efnis að ekki mætti miða við eigin þyngd og að hámarksafsláttur ökutækja yfir 3,5 tonnum væri 13% var verðflokkum fjölgað og búinn til milliflokkur fyrir bíla frá 3,5 tonnum til 7,5 tonna. Í þann flokk falla stórir jeppar, húsbílar, litlar rútur og fleiri ökutæki. Frá upphafi hefur verið frítt fyrir mótorhjól og aftanívagna um Vaðlaheiðargöng. Raftákn verkfræðistofa og Stefna hugbúnaðarhús ásamt stjórnendum Vaðlaheiðarganga hönnuðu gjaldtökukerfið Veggjald.is fyrir Vaðlaheiðargöng. Nokkur erlend kerfi voru skoðuð en að lokum ákveðið að hanna nýtt kerfi þar sem sjálfvirkni var höfð að leiðarljósi. Ekki þarf að stoppa við göngin til að greiða heldur er hægt að ganga frá greiðslu á netinu hvar sem er og hvenær sem er áður en ekið er í gegn. Samskipti við ökutækjaskrá, kortafyrirtæki og banka eru sjálfvirk. Einnig er mögulegt að tengja kerfið við önnur kerfi t.d. hjá bílaleigum. Öll sala og umsjón fer fram á netinu í gegnum heimasíðu og snjallsímaforrit. Veggjald.is er kerfi sem hægt er að nota við innheimtu gjalda fyrir margs konar þjónustu þar sem umráðamaður bíls er greiðandi þjónustunnar. T.d. fyrir afnot af vegum, brúm, göngum, bílastæðum, tjaldstæðum, hleðslustöðvum, þvottaplönum eða hverju sem er þar sem hægt er að lesa bílnúmer. Einnig hentar kerfið vel til að greina umferð. Þannig má t.d. sjá hve margir bílaleigubílar eða þungir bílar fara um göngin og hve hratt er ekið. Þegar viðskiptavinur skráir sig á Veggjald.is, sér að kostnaðarlausu, gefur hann upp netfang og kortanúmer. Í hvert sinn sem hann nýtir þjónustu þar sem hans bílnúmer er lesið er greiðsla tekin af uppgefnu korti og tölvupóstur sendur á uppgefið netfang varðandi þjónustuna sem var keypt. Hægt er að velja við skráningu á Veggjald.is hvort aðgangurinn á að renna út eftir ákveðinn tíma og þá hvenær. Þetta hentar sérstaklega þeim sem eru á bílaleigubílum. Þeir setja þá inn við stofnun aðgangs lokadagsetningu þannig að samningurinn rennur út sama dag og þeir skila bílnum. Ef eitthvað breytist getur samningshafi breytt samningstímanum eins og honum hentar. Vaðlaheiðargöng hafa gert samninga við flestar bílaleigur sem einfaldar innheimtu gjalda af erlendum ferðamönnum. Einnig hefur verið gerður samningur við skrifstofu í London sem sér um að innheimta gjöld af umráðamönnum bíla á erlendum númerum sem ekki greiða í göngin. Sama skrifstofa sér um þessi mál fyrir t.d. Norðmenn og Færeyinga. Sjálfvirkni í innheimtu gjalda og einföld heimasíða þar sem viðskiptavinir afgreiða sig sjálfir heldur rekstrarkostnaði niðri og stuðlar þannig að því að göngin verði greidd upp hraðar en ella.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun