Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 18:42 Trump bendir Epstein á stúlkur í samkvæminu. skjáskot/Youtube Myndskeið sem sýnir Donald Trump Bandaríkjaforseta og bandaríska milljarðamæringinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna, ræða saman á vinalegum nótum var birt á NBC-sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Myndbandið er tekið upp árið 1992 og er hluti af innslagi í spjallþætti Faith Daniels sem sýndur var á NBC á tíunda áratugnum. Í innslaginu var fylgst með fjörugu samkvæmislífi Trumps, sem þá var nýskilinn, en umrætt myndskeið er tekið upp í samkvæmi í Mar-a-Lago, klúbbi Trumps í Flórída. Þar virðist sem Trump bendi Epstein á ungar konur í samkvæminu, sem voru flestar klappstýrur hjá bandaríska fótboltaliðinu Buffalo Bills á þeim tíma. Upptakan nemur ekki það sem þeim Trump og Epstein fer á milli en Trump virðist þó á einum tímapunkti segja: „Líttu á hana þarna fyrir aftan, hún er æsandi.“ Myndbandið og umfjöllun NBC má sjá hér fyrir neðan. Epstein var handtekinn í New Jersey í byrjun júlí en hann er m.a. ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann á að hafa misnotað, og að hafa greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur fyrir sig. Epstein á ýmsa valdamikla vini, þar á meðal núverandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bill Clinton er þannig sagður hafa flogið ítrekað með einkaþotu Epstein. Trump forseti hefur einnig lýst vinskap sínum við milljarðamæringinn. „Það er mjög gaman að vera með honum. Það er jafnvel sagt að hann kunni að meta fallegar konur til jafns við mig og að margar þeirra séu jafnvel í yngri kantinum,“ sagði Trump um Epstein í viðtali við New York-tímaritið árið 2002. Sjá einnig: Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Forsetinn hefur þó reynt að gera lítið úr þessum tengslum síðan Epstein var handtekinn. Haft var eftir honum á dögunum að hann hefði vissulega þekkt Epstein en þeim hefði sinnast fyrir fimmtán árum og ekki talast við síðan. „Ég var ekki aðdáandi hans, get ég sagt þér,“ sagði Trump. Epstein er nú í haldi lögreglu á Manhattan en beiðni lögmanna hans um að hann muni sæta stofufangelsi í glæsihýsi sínu verður tekin fyrir nú í vikunni. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. 15. júlí 2019 16:56 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Myndskeið sem sýnir Donald Trump Bandaríkjaforseta og bandaríska milljarðamæringinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna, ræða saman á vinalegum nótum var birt á NBC-sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Myndbandið er tekið upp árið 1992 og er hluti af innslagi í spjallþætti Faith Daniels sem sýndur var á NBC á tíunda áratugnum. Í innslaginu var fylgst með fjörugu samkvæmislífi Trumps, sem þá var nýskilinn, en umrætt myndskeið er tekið upp í samkvæmi í Mar-a-Lago, klúbbi Trumps í Flórída. Þar virðist sem Trump bendi Epstein á ungar konur í samkvæminu, sem voru flestar klappstýrur hjá bandaríska fótboltaliðinu Buffalo Bills á þeim tíma. Upptakan nemur ekki það sem þeim Trump og Epstein fer á milli en Trump virðist þó á einum tímapunkti segja: „Líttu á hana þarna fyrir aftan, hún er æsandi.“ Myndbandið og umfjöllun NBC má sjá hér fyrir neðan. Epstein var handtekinn í New Jersey í byrjun júlí en hann er m.a. ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann á að hafa misnotað, og að hafa greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur fyrir sig. Epstein á ýmsa valdamikla vini, þar á meðal núverandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bill Clinton er þannig sagður hafa flogið ítrekað með einkaþotu Epstein. Trump forseti hefur einnig lýst vinskap sínum við milljarðamæringinn. „Það er mjög gaman að vera með honum. Það er jafnvel sagt að hann kunni að meta fallegar konur til jafns við mig og að margar þeirra séu jafnvel í yngri kantinum,“ sagði Trump um Epstein í viðtali við New York-tímaritið árið 2002. Sjá einnig: Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Forsetinn hefur þó reynt að gera lítið úr þessum tengslum síðan Epstein var handtekinn. Haft var eftir honum á dögunum að hann hefði vissulega þekkt Epstein en þeim hefði sinnast fyrir fimmtán árum og ekki talast við síðan. „Ég var ekki aðdáandi hans, get ég sagt þér,“ sagði Trump. Epstein er nú í haldi lögreglu á Manhattan en beiðni lögmanna hans um að hann muni sæta stofufangelsi í glæsihýsi sínu verður tekin fyrir nú í vikunni.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. 15. júlí 2019 16:56 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35
Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. 15. júlí 2019 16:56
Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32