Mátti ekki tæpara standa þegar mannlaus bíll rann í veg fyrir hjólreiðakonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 19:43 Bíllinn hafnaði næstum því á konunni, sem smeygði sér þó undan með naumindum. Mynd/Skjáskot Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bíll rann af vinnusvæði við Súðarvog, yfir á nærliggjandi bílastæði og í veg fyrir hjólreiðakonu sem átti þar leið hjá í dag. Upptaka af atvikinu náðist á öryggismyndavél. Búi Baldvinsson kvikmyndagerðarmaður rekur framleiðslufyrirtækið Hero productions í Súðarvogi. Mikil uppbygging er á svæðinu um þessar mundir og framkvæmdir víða á lóðunum í kringum fyrirtækið, þar sem hin nýja Vogabyggð á að rísa. Búi segir í samtali við Vísi að atvikið í dag hafi náðst á öryggismyndavél sem beinist út að bílastæðinu fyrir utan Hero productions. Hann segir bílnum hafa verið lagt við nærliggjandi vinnusvæði og ökumaðurinn, einn verkamanna á svæðinu, hafi gleymt að setja hann í handbremsu með áðurgreindum afleiðingum. Í myndbandinu, sem Búi birti á Facebook-síðu sinni í dag, sést hvernig bíllinn rennur inn á bílastæðið en hjólreiðakonan nær rétt svo að smeygja sér undan honum. Bíllinn rennur svo áfram þangað til hann lendir á vegg. Vilius Petrikas, starfsmaður Hero Productions, var á staðnum þegar óhappið varð og kannaði málið ásamt samstarfsmanni sínum þegar bíllinn skall á húsinu. Vilius segir í samtali við Vísi að konunni hafi verið brugðið þegar hún sá bílinn koma en hún slapp blessunarlega ómeidd frá óhappinu. „Hún var svolítið stjörf eftir þetta en sem betur fer fór þetta ekki í hana. Þetta var ógeðslega tæpt.“ Töluverðar skemmdir urðu á bílnum, að sögn Viliusar. Þannig rispaðist önnur hlið bílsins við ferðalagið og framhliðin var illa leikin eftir áreksturinn við vegginn. Bílnum var svo komið aftur í hendur eiganda síns eftir óhappið. „Bíllinn rann frá iðnaðarsvæðinu fyrir ofan. Eftirleikurinn var þó svolítið „anti-climatic“, hún [hjólreiðakonan] fór og lét þau vita að bíllinn hefði runnið yfir götuna. Hann rann langt, að minnsta kosti hundrað metra,“ segir Vilius. Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bíll rann af vinnusvæði við Súðarvog, yfir á nærliggjandi bílastæði og í veg fyrir hjólreiðakonu sem átti þar leið hjá í dag. Upptaka af atvikinu náðist á öryggismyndavél. Búi Baldvinsson kvikmyndagerðarmaður rekur framleiðslufyrirtækið Hero productions í Súðarvogi. Mikil uppbygging er á svæðinu um þessar mundir og framkvæmdir víða á lóðunum í kringum fyrirtækið, þar sem hin nýja Vogabyggð á að rísa. Búi segir í samtali við Vísi að atvikið í dag hafi náðst á öryggismyndavél sem beinist út að bílastæðinu fyrir utan Hero productions. Hann segir bílnum hafa verið lagt við nærliggjandi vinnusvæði og ökumaðurinn, einn verkamanna á svæðinu, hafi gleymt að setja hann í handbremsu með áðurgreindum afleiðingum. Í myndbandinu, sem Búi birti á Facebook-síðu sinni í dag, sést hvernig bíllinn rennur inn á bílastæðið en hjólreiðakonan nær rétt svo að smeygja sér undan honum. Bíllinn rennur svo áfram þangað til hann lendir á vegg. Vilius Petrikas, starfsmaður Hero Productions, var á staðnum þegar óhappið varð og kannaði málið ásamt samstarfsmanni sínum þegar bíllinn skall á húsinu. Vilius segir í samtali við Vísi að konunni hafi verið brugðið þegar hún sá bílinn koma en hún slapp blessunarlega ómeidd frá óhappinu. „Hún var svolítið stjörf eftir þetta en sem betur fer fór þetta ekki í hana. Þetta var ógeðslega tæpt.“ Töluverðar skemmdir urðu á bílnum, að sögn Viliusar. Þannig rispaðist önnur hlið bílsins við ferðalagið og framhliðin var illa leikin eftir áreksturinn við vegginn. Bílnum var svo komið aftur í hendur eiganda síns eftir óhappið. „Bíllinn rann frá iðnaðarsvæðinu fyrir ofan. Eftirleikurinn var þó svolítið „anti-climatic“, hún [hjólreiðakonan] fór og lét þau vita að bíllinn hefði runnið yfir götuna. Hann rann langt, að minnsta kosti hundrað metra,“ segir Vilius.
Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira