Fréttamenn sýknaðir af hryðjuverkaákærum í Tyrklandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2019 21:36 Erol Onderoglu, talsmaður Reporters Without Borders í Tyrklandi, var í dag sýknaður af hryðjuverkaákærðum ásamt tveimur öðrum. getty/Arif Hudaverdi Yaman Dómstólar í Tyrklandi hafa sýknað tvo blaðamenn og einn mannréttindaaðgerðasinna af hryðjuverkaákærum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Stefndu höfðu verið ásakaðir að hafa dreift hryðjuverkaáróðri í tengslum við störf þeirra hjá kúrdísku dagblaði, sem hefur síðan hætt störfum. Þau héldu því statt og stöðugt fram að þau væru aðeins að verja tjáningarfrelsi á tímum herts eftirlits undir stjórn Racep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseta. Fréttamaður BBC í Istanbúl, Mark Lowen, greindi frá því að fagnaðarlæti hafi brotist út þegar dómurinn var kveðinn upp. Talsmaður Reporters Without Borders (RSF) í Tyrklandi, Erol Onderoglu, fréttamaðurinn Ahmet Nesin og Sebnem Korur Fincanci, stjórnarmeðlimur Tyrklandsdeildar Human Rights Foundation voru handtekin í júní 2016.Árleg skýrsla RSF um fjölmiðlafrelsi staðsetti Tyrkland númer 157 á listanum en alls eru 180 lönd skoðuð. Ástæða þess er þar á meðal sú að í Tyrklandi eru flestir fréttamenn fangelsaðir. Árið 2018, voru alls 68 fréttamenn fangelsaðir í Tyrklandi, sem er langmest af öllum ríkjum í heiminum. Flestir þeirra sem sitja í fangelsi eða hafa verið ásakaðir fyrir glæp eru af kúrdískum uppruna.Sverð Damóklesar Onderoglu, Nesin og Fincanci voru gestaritstjórar kúrdíska dagblaðsins Ozgur Gundem árið 2016, sem leiddi það af sér að þau voru ákærð fyrir að framleiða áróður fyrir hönd kúrdíska verkamannaflokksins (PKK), sem er bannaður. Þau áttu hvert fyrir sig yfir höfði sér 14 ár í fangelsi. Tveimur mánuðum eftir handtökuna, í ágúst í fyrra, var gerð húsleit í skrifstofum Ozgur Gundem og eftir það var miðlinum lokað fyrir fullt og allt. Í yfirlýsingu sem birt var í apríl sagði Onderoglu: „Ég lít á þessi réttarhöld sem tilraun til að hræða fréttafólk og verndara mannréttinda í Tyrklandi. Það er þung byrgði fyrir nokkurn sem þráir lýðræði að vera sóttur til saka vegna atvinnu þeirra eða samstöðu.“ „Við höfum ekki áhyggjur yfir því að með okkur verði leikið eða við áreitt með hótunum um ofsóknir líkt og Sverð Damóklesar. Við höfum áhyggjur fyrir samfélagið allt; við hræðumst upplausn á réttlætiskenndinni sem tengir okkur öll saman.“ Fincanci var eini stefndi sem mætti fyrir dóminn í dag. Í lokaorðum sínum, áður en dómurinn var kveðinn upp, sagði Fincanci við salinn: „Eini glæpurinn sem var framinn hér var glæpur gegn málfrelsi.“We are deeply relieved by @ErolOnderoglu's and his colleague's acquittal. BUT 3 years of absurd proceedings was already a form of unjust punishment. AND a new trial against Erol will start on 7 November. These charges must be dropped! #SupportErol #FreeTurkeyMedia pic.twitter.com/qHj6XaIx4E— RSF (@RSF_inter) July 17, 2019 Þegar Fincanci yfirgaf dómssalinn heilsaði hún fréttafólkinu fyrir utan með sigurmerkinu, sem er einnig þekkt sem friðarmerkið. Hún sagði í samtali við fréttastofu AFP að hún væri „mjög hissa“ yfir dómnum og bætti við: „Ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við! Því miður eyddum við óþarfa tíma í fangelsi, sem er synd.“ RSF brást við sýknuninni á Twitter og sagðist vera „mjög létt.“ Samtökin kölluðu einnig eftir því að önnur ákæra gegn Onderoglu yrði felld niður en réttarhöldin eiga að hefjast í nóvember. Tyrkland Tengdar fréttir Yfir þúsund manns skotmarkið í nýjustu herferð Tyrklandsstjórnar eftir valdaránstilraun Ríkisstjórn Erdogan forseta hefur handtekið tugi þúsunda manna og rekið á annað hundrað þúsund ríkisstarfsmanna eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016. Tilkynnt var um handtökuskipanir á hendur rúmlega 1.100 manna í dag. 12. febrúar 2019 12:55 Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Þýskum blaðamönnum vísað frá Tyrklandi Þremur þýskum blaðamönnum hefur verið vísað frá Tyrklandi. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas hefur sagt ákvörðun tyrkneskra stjórnvalda vera óásættanleg. 10. mars 2019 15:57 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Dómstólar í Tyrklandi hafa sýknað tvo blaðamenn og einn mannréttindaaðgerðasinna af hryðjuverkaákærum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Stefndu höfðu verið ásakaðir að hafa dreift hryðjuverkaáróðri í tengslum við störf þeirra hjá kúrdísku dagblaði, sem hefur síðan hætt störfum. Þau héldu því statt og stöðugt fram að þau væru aðeins að verja tjáningarfrelsi á tímum herts eftirlits undir stjórn Racep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseta. Fréttamaður BBC í Istanbúl, Mark Lowen, greindi frá því að fagnaðarlæti hafi brotist út þegar dómurinn var kveðinn upp. Talsmaður Reporters Without Borders (RSF) í Tyrklandi, Erol Onderoglu, fréttamaðurinn Ahmet Nesin og Sebnem Korur Fincanci, stjórnarmeðlimur Tyrklandsdeildar Human Rights Foundation voru handtekin í júní 2016.Árleg skýrsla RSF um fjölmiðlafrelsi staðsetti Tyrkland númer 157 á listanum en alls eru 180 lönd skoðuð. Ástæða þess er þar á meðal sú að í Tyrklandi eru flestir fréttamenn fangelsaðir. Árið 2018, voru alls 68 fréttamenn fangelsaðir í Tyrklandi, sem er langmest af öllum ríkjum í heiminum. Flestir þeirra sem sitja í fangelsi eða hafa verið ásakaðir fyrir glæp eru af kúrdískum uppruna.Sverð Damóklesar Onderoglu, Nesin og Fincanci voru gestaritstjórar kúrdíska dagblaðsins Ozgur Gundem árið 2016, sem leiddi það af sér að þau voru ákærð fyrir að framleiða áróður fyrir hönd kúrdíska verkamannaflokksins (PKK), sem er bannaður. Þau áttu hvert fyrir sig yfir höfði sér 14 ár í fangelsi. Tveimur mánuðum eftir handtökuna, í ágúst í fyrra, var gerð húsleit í skrifstofum Ozgur Gundem og eftir það var miðlinum lokað fyrir fullt og allt. Í yfirlýsingu sem birt var í apríl sagði Onderoglu: „Ég lít á þessi réttarhöld sem tilraun til að hræða fréttafólk og verndara mannréttinda í Tyrklandi. Það er þung byrgði fyrir nokkurn sem þráir lýðræði að vera sóttur til saka vegna atvinnu þeirra eða samstöðu.“ „Við höfum ekki áhyggjur yfir því að með okkur verði leikið eða við áreitt með hótunum um ofsóknir líkt og Sverð Damóklesar. Við höfum áhyggjur fyrir samfélagið allt; við hræðumst upplausn á réttlætiskenndinni sem tengir okkur öll saman.“ Fincanci var eini stefndi sem mætti fyrir dóminn í dag. Í lokaorðum sínum, áður en dómurinn var kveðinn upp, sagði Fincanci við salinn: „Eini glæpurinn sem var framinn hér var glæpur gegn málfrelsi.“We are deeply relieved by @ErolOnderoglu's and his colleague's acquittal. BUT 3 years of absurd proceedings was already a form of unjust punishment. AND a new trial against Erol will start on 7 November. These charges must be dropped! #SupportErol #FreeTurkeyMedia pic.twitter.com/qHj6XaIx4E— RSF (@RSF_inter) July 17, 2019 Þegar Fincanci yfirgaf dómssalinn heilsaði hún fréttafólkinu fyrir utan með sigurmerkinu, sem er einnig þekkt sem friðarmerkið. Hún sagði í samtali við fréttastofu AFP að hún væri „mjög hissa“ yfir dómnum og bætti við: „Ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við! Því miður eyddum við óþarfa tíma í fangelsi, sem er synd.“ RSF brást við sýknuninni á Twitter og sagðist vera „mjög létt.“ Samtökin kölluðu einnig eftir því að önnur ákæra gegn Onderoglu yrði felld niður en réttarhöldin eiga að hefjast í nóvember.
Tyrkland Tengdar fréttir Yfir þúsund manns skotmarkið í nýjustu herferð Tyrklandsstjórnar eftir valdaránstilraun Ríkisstjórn Erdogan forseta hefur handtekið tugi þúsunda manna og rekið á annað hundrað þúsund ríkisstarfsmanna eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016. Tilkynnt var um handtökuskipanir á hendur rúmlega 1.100 manna í dag. 12. febrúar 2019 12:55 Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Þýskum blaðamönnum vísað frá Tyrklandi Þremur þýskum blaðamönnum hefur verið vísað frá Tyrklandi. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas hefur sagt ákvörðun tyrkneskra stjórnvalda vera óásættanleg. 10. mars 2019 15:57 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Yfir þúsund manns skotmarkið í nýjustu herferð Tyrklandsstjórnar eftir valdaránstilraun Ríkisstjórn Erdogan forseta hefur handtekið tugi þúsunda manna og rekið á annað hundrað þúsund ríkisstarfsmanna eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016. Tilkynnt var um handtökuskipanir á hendur rúmlega 1.100 manna í dag. 12. febrúar 2019 12:55
Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55
Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32
Þýskum blaðamönnum vísað frá Tyrklandi Þremur þýskum blaðamönnum hefur verið vísað frá Tyrklandi. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas hefur sagt ákvörðun tyrkneskra stjórnvalda vera óásættanleg. 10. mars 2019 15:57
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent