Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Sighvatur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 11:04 Vinnuvélar hafa verið fjarlægðar en þeim var komið fyrir við Airbus farþegaþotu ALC þegar hún var kyrrsett við gjaldþrot WOW air í lok mars. Mynd/Oddur Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi verið tekið fyrir hjá embættinu í morgun. Isavia hafi samþykkt að afhenda vélina í samræmi við dómsúrskurð og því þurfi sýslumaður ekki að koma frekar að málinu. Héraðsdómur úrskurðaði í gær að Isavia væri óheimilt að halda farþegaþotu sem ALC leigði til WOW air. Isavia kyrrsetti vélina vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air við Isavia. Flugvélaleigan ALC hefur greitt 87 milljóna króna kröfur sem snýr eingöngu að notkun þotunnar og er heimilt að fljúga henni frá Íslandi.Kapphlaup við tímann Eftir rúmlega þriggja mánaða deilur um vélina er óhætt að segja að hafið sé kapphlaup við tímann. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar og vísaði til þess við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni í morgun. Sýslumaður varð ekki við ósk Isavia um frestun þar sem úrskurður héraðsdóms tekur á því að réttaráhrifum verði ekki frestað þó kært sé til æðra dómstigs. Í morgun voru vinnuvélar fjarlægðar sem var komið fyrir við þotuna þegar hún var kyrrsett. Áður en vélin tekur á loft verður meðal annars að skila inn flugáætlun til flugstjórnarmiðstöðvar Isavia. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott á morgun eða laugardag. Það geti þó tafist um nokkra daga.Farþegaþota er ekki eins og bíll þar sem þú sest upp í og setur svissinn á og kúplar gírnum frá og allt það. „Það tekur tíma að koma henni í það stand að flugmálayfirvöld hér votti það að hún sé flughæf sem kallað er og það er eftir forskrift frá framleiðanda vélarinnar,“ segir Oddur. Hann segir að unnið hafi verið eftir áætlun fyrstu 90 dagana sem vélin var kyrrsett til að viðhalda flughæfi hennar. Eftir það hafi önnur áætlun tekið gildi sem geti haft þau áhrif að það taki nokkra daga að uppfylla skilyrði flugmálayfirvalda um að fljúga vélinni á ný. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, telur kæru Isavia til Landsréttar engu breyta. Líklegt verður að teljast að Landsréttur fjalli um málið eftir að vél ALC verður farin af landi brott. Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi verið tekið fyrir hjá embættinu í morgun. Isavia hafi samþykkt að afhenda vélina í samræmi við dómsúrskurð og því þurfi sýslumaður ekki að koma frekar að málinu. Héraðsdómur úrskurðaði í gær að Isavia væri óheimilt að halda farþegaþotu sem ALC leigði til WOW air. Isavia kyrrsetti vélina vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air við Isavia. Flugvélaleigan ALC hefur greitt 87 milljóna króna kröfur sem snýr eingöngu að notkun þotunnar og er heimilt að fljúga henni frá Íslandi.Kapphlaup við tímann Eftir rúmlega þriggja mánaða deilur um vélina er óhætt að segja að hafið sé kapphlaup við tímann. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar og vísaði til þess við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni í morgun. Sýslumaður varð ekki við ósk Isavia um frestun þar sem úrskurður héraðsdóms tekur á því að réttaráhrifum verði ekki frestað þó kært sé til æðra dómstigs. Í morgun voru vinnuvélar fjarlægðar sem var komið fyrir við þotuna þegar hún var kyrrsett. Áður en vélin tekur á loft verður meðal annars að skila inn flugáætlun til flugstjórnarmiðstöðvar Isavia. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott á morgun eða laugardag. Það geti þó tafist um nokkra daga.Farþegaþota er ekki eins og bíll þar sem þú sest upp í og setur svissinn á og kúplar gírnum frá og allt það. „Það tekur tíma að koma henni í það stand að flugmálayfirvöld hér votti það að hún sé flughæf sem kallað er og það er eftir forskrift frá framleiðanda vélarinnar,“ segir Oddur. Hann segir að unnið hafi verið eftir áætlun fyrstu 90 dagana sem vélin var kyrrsett til að viðhalda flughæfi hennar. Eftir það hafi önnur áætlun tekið gildi sem geti haft þau áhrif að það taki nokkra daga að uppfylla skilyrði flugmálayfirvalda um að fljúga vélinni á ný. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, telur kæru Isavia til Landsréttar engu breyta. Líklegt verður að teljast að Landsréttur fjalli um málið eftir að vél ALC verður farin af landi brott. Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira