Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2019 17:41 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir mál systkinanna hafa verið lengi til rannsóknar hjá embættinu. Mynd/Stöð 2 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákærur á hendur fjórum systkinum sem kennd hafa verið við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákærurnar tengjast meintum skattalagabrotum systkinanna. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna, þeirra Guðmundar Steinars Jónssonar, Haraldar Reynis Jónssonar, Ragnheiðar Jónu Jónsdóttur og Berglindar Bjarkar Jónsdóttur, í fjölmiðlum undanfarin ár.Sjá einnig: Tugir íslenskra sjómanna kærðir fyrir skattsvik Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að hann geti ekki tjáð sig um efni ákæranna þar sem þær hafi ekki verið birtar systkinunum. Aðspurður segir hann málið hafa verið töluverðan tíma til rannsóknar hjá embættinu og eins hjá skattayfirvöldum. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna. Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa Samherji hf. hefur fest kaup á nánast allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó. 21. maí 2007 16:29 Umsvif íslenskra útgerða aukast í Afríku Íslenskar útgerðir sækja í sig veðrið í Afríku. Sjólaskip gera sjö skip út frá Vestur-Afríku og stærsta skip íslenska flotans siglir á svipaðar slóðir í sumar. Fiskveiðiskipin eru fljótandi verksmiðjur sem koma til hafnar á tveggja ára fresti. 3. maí 2007 06:15 Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Skattrannsóknarstjóri kærir ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður 60 mál er varða meint skattalagabrot. Skattstofn málanna nemur tæpum 10 milljörðum. Héraðssaksóknari segir málin ekki hafa verið líkleg til sakfellingar. 15. nóvember 2017 07:41 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákærur á hendur fjórum systkinum sem kennd hafa verið við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákærurnar tengjast meintum skattalagabrotum systkinanna. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna, þeirra Guðmundar Steinars Jónssonar, Haraldar Reynis Jónssonar, Ragnheiðar Jónu Jónsdóttur og Berglindar Bjarkar Jónsdóttur, í fjölmiðlum undanfarin ár.Sjá einnig: Tugir íslenskra sjómanna kærðir fyrir skattsvik Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að hann geti ekki tjáð sig um efni ákæranna þar sem þær hafi ekki verið birtar systkinunum. Aðspurður segir hann málið hafa verið töluverðan tíma til rannsóknar hjá embættinu og eins hjá skattayfirvöldum. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna.
Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa Samherji hf. hefur fest kaup á nánast allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó. 21. maí 2007 16:29 Umsvif íslenskra útgerða aukast í Afríku Íslenskar útgerðir sækja í sig veðrið í Afríku. Sjólaskip gera sjö skip út frá Vestur-Afríku og stærsta skip íslenska flotans siglir á svipaðar slóðir í sumar. Fiskveiðiskipin eru fljótandi verksmiðjur sem koma til hafnar á tveggja ára fresti. 3. maí 2007 06:15 Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Skattrannsóknarstjóri kærir ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður 60 mál er varða meint skattalagabrot. Skattstofn málanna nemur tæpum 10 milljörðum. Héraðssaksóknari segir málin ekki hafa verið líkleg til sakfellingar. 15. nóvember 2017 07:41 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa Samherji hf. hefur fest kaup á nánast allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó. 21. maí 2007 16:29
Umsvif íslenskra útgerða aukast í Afríku Íslenskar útgerðir sækja í sig veðrið í Afríku. Sjólaskip gera sjö skip út frá Vestur-Afríku og stærsta skip íslenska flotans siglir á svipaðar slóðir í sumar. Fiskveiðiskipin eru fljótandi verksmiðjur sem koma til hafnar á tveggja ára fresti. 3. maí 2007 06:15
Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Skattrannsóknarstjóri kærir ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður 60 mál er varða meint skattalagabrot. Skattstofn málanna nemur tæpum 10 milljörðum. Héraðssaksóknari segir málin ekki hafa verið líkleg til sakfellingar. 15. nóvember 2017 07:41