Horfir til Norðmanna og Dana þegar kemur að lagasetningu um kaup auðmanna á jörðum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 20:00 Sigurður Ingi, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir að það geti ekki talist eignaupptaka að meina ábúendum að selja jarðir sínar til auðmanna. Vísir/Egill Ekki hefur verið ráðist í breytingar á lögum um jarðakaup hér á landi vegna ósamstöðu fyrri ríkistjórna segir samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í sitjandi ríkistjórn ríki hins vegar samstaða og ráðherra boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna. Félag í eigu Jim Ratcliffes keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði sem er vinsæl laxá. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi og meðal annars meirihlutann í Grímsstöðum á fjöllum. Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven experience keypti jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir nauðsynlegt að bregðast við þessum kaupum og horfa til Noregs og Danmerkur. „Í báðum þessum löndum hafa menn verið með ábúðarskyldu að einhverju leiti eða í það minnsta nýtingu lands eins og í Danmörku. Einnig að lágmarki að þeir sem að kaupi land hafi þá búsetu í landinu eða hafi haft búsetu í tiltekinn tíma. Einnig að þú getir ekki keypt upp jarðir í einhverjum tiltölulegum fjölda heldur verður þú að nýta hverja jörð sem þú ert með,“ segir hann. Hann telur Ísland tugi ára á eftir þessum löndum hvað varðar að tryggja eignarhald og nýtingu á landi. „Það skiptir bara máli að í opinberum reglum í samfélagi horfi menn ekki bara fimm, tíu eða fimmtán ár fram í tímann heldur miklu lengra. Í því skyni skiptir eignarhald og nýting á landi öllu máli,“ segir hann.En gæti það talist eignaupptaka ef mönnum er meinað að selja jarðir sínar hæstbjóðanda? „Það er ekki talið í þessum löndum og þessi lönd eru hluti af norðurlöndunum og talin til frekar frjálslyndra ríkja þar sem eignarétturinn er virtur. Þannig að ég tel að sú fyrirmynd sé bara góð,“ segir hann. Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Sjá meira
Ekki hefur verið ráðist í breytingar á lögum um jarðakaup hér á landi vegna ósamstöðu fyrri ríkistjórna segir samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í sitjandi ríkistjórn ríki hins vegar samstaða og ráðherra boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna. Félag í eigu Jim Ratcliffes keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði sem er vinsæl laxá. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi og meðal annars meirihlutann í Grímsstöðum á fjöllum. Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven experience keypti jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir nauðsynlegt að bregðast við þessum kaupum og horfa til Noregs og Danmerkur. „Í báðum þessum löndum hafa menn verið með ábúðarskyldu að einhverju leiti eða í það minnsta nýtingu lands eins og í Danmörku. Einnig að lágmarki að þeir sem að kaupi land hafi þá búsetu í landinu eða hafi haft búsetu í tiltekinn tíma. Einnig að þú getir ekki keypt upp jarðir í einhverjum tiltölulegum fjölda heldur verður þú að nýta hverja jörð sem þú ert með,“ segir hann. Hann telur Ísland tugi ára á eftir þessum löndum hvað varðar að tryggja eignarhald og nýtingu á landi. „Það skiptir bara máli að í opinberum reglum í samfélagi horfi menn ekki bara fimm, tíu eða fimmtán ár fram í tímann heldur miklu lengra. Í því skyni skiptir eignarhald og nýting á landi öllu máli,“ segir hann.En gæti það talist eignaupptaka ef mönnum er meinað að selja jarðir sínar hæstbjóðanda? „Það er ekki talið í þessum löndum og þessi lönd eru hluti af norðurlöndunum og talin til frekar frjálslyndra ríkja þar sem eignarétturinn er virtur. Þannig að ég tel að sú fyrirmynd sé bara góð,“ segir hann.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Sjá meira