Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Sighvatur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 19:00 Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. Ein mest umrædda flugvél landsins síðustu mánuði lenti í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í dag. TF-GPA sem flugfélagið WOW air leigði af flugvélaleigunni ALC fór frá Íslandi í morgun eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness á miðvikudag um að Isavia þyrfti að láta farþegaþotuna af hendi. ALC er með viðhaldsaðstöðu fyrir flugvélar í Slóveníu. Þar er verið að útbúa flugvélina fyrir næstu útleigu. Til stóð að leigja hana annað eftir fall WOW air. Ekkert varð af því vegna kyrrsetningar flugvélarinnar á Íslandi.ALC greiddi sem nemur 4% af heildarskuld WOW air við Isavia.Vísir/HafsteinnGreiðsla ALC nemur 4% Eftir ríflega þriggja mánaða deilur og dómsmál er niðurstaða málsins sú að ALC greiddi 87 milljóna króna kröfu vegna notkunar flugvélarinnar hjá WOW air. Isavia vildi halda flugvélinni sem tryggingu fyrir heildarskuld WOW air sem nemur 2,2 milljörðum króna. ALC greiddi því sem nemur 4% af skuld WOW air. „Það hald sem við höfðum á bak við þessa tveggja milljarða skuld WOW air flaug í burtu í morgun. Engu að síður höfum við tækifæri til að halda málinu lifandi áfram. Það er mjög óheppilegt fyrir okkur að vélin skuli vera farin. Það sem er sérstaklega óheppilegt er að hún skuli fara á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness sem við erum mjög ósammála. Og ekki bara við heldur Landsréttur,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Vísir/BjarniForstjórinn vísar til þess að Landsréttur hafi áður tekið undir sjónarmið Isavia um heimild til kyrrsetningar flugvélarinnar vegna allra skulda WOW air. Mikilvægt sé að úrskurður héraðsdóms standi ekki en Isavia hefur kært hann til Landsréttar. „Ef að hann stendur óbreyttur þá mun það hafa mikil áhrif á það hvaða heimild við höfum til að beita þessu ákvæði.“ Sveinbjörn segir að afskrifa þurfi 2,2 milljarða króna tekjur fáist ekkert upp í skuld WOW air. „Það mun hafa auðvitað áhrif á rekstur Isavia á þessu ári. Ég geri ráð fyrir því að þegar upp er staðið verði reksturinn í járnum, öðru hvoru megin við núllið í lok árs. En þetta mun ekki hafa áhrif til framtíðar, þetta er að lenda svolítið á okkur núna,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. Ein mest umrædda flugvél landsins síðustu mánuði lenti í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í dag. TF-GPA sem flugfélagið WOW air leigði af flugvélaleigunni ALC fór frá Íslandi í morgun eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness á miðvikudag um að Isavia þyrfti að láta farþegaþotuna af hendi. ALC er með viðhaldsaðstöðu fyrir flugvélar í Slóveníu. Þar er verið að útbúa flugvélina fyrir næstu útleigu. Til stóð að leigja hana annað eftir fall WOW air. Ekkert varð af því vegna kyrrsetningar flugvélarinnar á Íslandi.ALC greiddi sem nemur 4% af heildarskuld WOW air við Isavia.Vísir/HafsteinnGreiðsla ALC nemur 4% Eftir ríflega þriggja mánaða deilur og dómsmál er niðurstaða málsins sú að ALC greiddi 87 milljóna króna kröfu vegna notkunar flugvélarinnar hjá WOW air. Isavia vildi halda flugvélinni sem tryggingu fyrir heildarskuld WOW air sem nemur 2,2 milljörðum króna. ALC greiddi því sem nemur 4% af skuld WOW air. „Það hald sem við höfðum á bak við þessa tveggja milljarða skuld WOW air flaug í burtu í morgun. Engu að síður höfum við tækifæri til að halda málinu lifandi áfram. Það er mjög óheppilegt fyrir okkur að vélin skuli vera farin. Það sem er sérstaklega óheppilegt er að hún skuli fara á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness sem við erum mjög ósammála. Og ekki bara við heldur Landsréttur,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Vísir/BjarniForstjórinn vísar til þess að Landsréttur hafi áður tekið undir sjónarmið Isavia um heimild til kyrrsetningar flugvélarinnar vegna allra skulda WOW air. Mikilvægt sé að úrskurður héraðsdóms standi ekki en Isavia hefur kært hann til Landsréttar. „Ef að hann stendur óbreyttur þá mun það hafa mikil áhrif á það hvaða heimild við höfum til að beita þessu ákvæði.“ Sveinbjörn segir að afskrifa þurfi 2,2 milljarða króna tekjur fáist ekkert upp í skuld WOW air. „Það mun hafa auðvitað áhrif á rekstur Isavia á þessu ári. Ég geri ráð fyrir því að þegar upp er staðið verði reksturinn í járnum, öðru hvoru megin við núllið í lok árs. En þetta mun ekki hafa áhrif til framtíðar, þetta er að lenda svolítið á okkur núna,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira