Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Sighvatur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 19:00 Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. Ein mest umrædda flugvél landsins síðustu mánuði lenti í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í dag. TF-GPA sem flugfélagið WOW air leigði af flugvélaleigunni ALC fór frá Íslandi í morgun eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness á miðvikudag um að Isavia þyrfti að láta farþegaþotuna af hendi. ALC er með viðhaldsaðstöðu fyrir flugvélar í Slóveníu. Þar er verið að útbúa flugvélina fyrir næstu útleigu. Til stóð að leigja hana annað eftir fall WOW air. Ekkert varð af því vegna kyrrsetningar flugvélarinnar á Íslandi.ALC greiddi sem nemur 4% af heildarskuld WOW air við Isavia.Vísir/HafsteinnGreiðsla ALC nemur 4% Eftir ríflega þriggja mánaða deilur og dómsmál er niðurstaða málsins sú að ALC greiddi 87 milljóna króna kröfu vegna notkunar flugvélarinnar hjá WOW air. Isavia vildi halda flugvélinni sem tryggingu fyrir heildarskuld WOW air sem nemur 2,2 milljörðum króna. ALC greiddi því sem nemur 4% af skuld WOW air. „Það hald sem við höfðum á bak við þessa tveggja milljarða skuld WOW air flaug í burtu í morgun. Engu að síður höfum við tækifæri til að halda málinu lifandi áfram. Það er mjög óheppilegt fyrir okkur að vélin skuli vera farin. Það sem er sérstaklega óheppilegt er að hún skuli fara á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness sem við erum mjög ósammála. Og ekki bara við heldur Landsréttur,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Vísir/BjarniForstjórinn vísar til þess að Landsréttur hafi áður tekið undir sjónarmið Isavia um heimild til kyrrsetningar flugvélarinnar vegna allra skulda WOW air. Mikilvægt sé að úrskurður héraðsdóms standi ekki en Isavia hefur kært hann til Landsréttar. „Ef að hann stendur óbreyttur þá mun það hafa mikil áhrif á það hvaða heimild við höfum til að beita þessu ákvæði.“ Sveinbjörn segir að afskrifa þurfi 2,2 milljarða króna tekjur fáist ekkert upp í skuld WOW air. „Það mun hafa auðvitað áhrif á rekstur Isavia á þessu ári. Ég geri ráð fyrir því að þegar upp er staðið verði reksturinn í járnum, öðru hvoru megin við núllið í lok árs. En þetta mun ekki hafa áhrif til framtíðar, þetta er að lenda svolítið á okkur núna,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. Ein mest umrædda flugvél landsins síðustu mánuði lenti í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í dag. TF-GPA sem flugfélagið WOW air leigði af flugvélaleigunni ALC fór frá Íslandi í morgun eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness á miðvikudag um að Isavia þyrfti að láta farþegaþotuna af hendi. ALC er með viðhaldsaðstöðu fyrir flugvélar í Slóveníu. Þar er verið að útbúa flugvélina fyrir næstu útleigu. Til stóð að leigja hana annað eftir fall WOW air. Ekkert varð af því vegna kyrrsetningar flugvélarinnar á Íslandi.ALC greiddi sem nemur 4% af heildarskuld WOW air við Isavia.Vísir/HafsteinnGreiðsla ALC nemur 4% Eftir ríflega þriggja mánaða deilur og dómsmál er niðurstaða málsins sú að ALC greiddi 87 milljóna króna kröfu vegna notkunar flugvélarinnar hjá WOW air. Isavia vildi halda flugvélinni sem tryggingu fyrir heildarskuld WOW air sem nemur 2,2 milljörðum króna. ALC greiddi því sem nemur 4% af skuld WOW air. „Það hald sem við höfðum á bak við þessa tveggja milljarða skuld WOW air flaug í burtu í morgun. Engu að síður höfum við tækifæri til að halda málinu lifandi áfram. Það er mjög óheppilegt fyrir okkur að vélin skuli vera farin. Það sem er sérstaklega óheppilegt er að hún skuli fara á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness sem við erum mjög ósammála. Og ekki bara við heldur Landsréttur,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Vísir/BjarniForstjórinn vísar til þess að Landsréttur hafi áður tekið undir sjónarmið Isavia um heimild til kyrrsetningar flugvélarinnar vegna allra skulda WOW air. Mikilvægt sé að úrskurður héraðsdóms standi ekki en Isavia hefur kært hann til Landsréttar. „Ef að hann stendur óbreyttur þá mun það hafa mikil áhrif á það hvaða heimild við höfum til að beita þessu ákvæði.“ Sveinbjörn segir að afskrifa þurfi 2,2 milljarða króna tekjur fáist ekkert upp í skuld WOW air. „Það mun hafa auðvitað áhrif á rekstur Isavia á þessu ári. Ég geri ráð fyrir því að þegar upp er staðið verði reksturinn í járnum, öðru hvoru megin við núllið í lok árs. En þetta mun ekki hafa áhrif til framtíðar, þetta er að lenda svolítið á okkur núna,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira