Rosalegur fyrsti dagur á leikmannamarkaði NBA: Helstu fréttir næturinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 07:30 Kevin Durant og Kyrie Irving. Getty/Adam Glanzman Margir leikmenn fundu sér ný lið í NBA-deildinni í nótt þegar leikmannamarkaðurinn opnaði í NBA-deildinni í körfubolta. Leikmenn með lausa samning máttu þá byrja að ræða við félög um samninga en það má þó enginn skrifa undir samning fyrr en laugardaginn. Stór hluti NBA-deildarinnar er með lausan samning í sumar og það var því von á líflegu sumri. Þær spár rættust strax á fyrsta degi. Fjölmiðlamenn vestan hafs voru með símana á lofti og höfðu í nóg að snúast í nótt enda voru miklar sviptingar á fyrsta degi. Stærstu fréttir dagsins voru þær að Kevin Durant, Kyrie Irving og DeAndre Jordan ákváðu að búa saman til nýtt súperstjörnulið hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma sátu nágrannarnir í New York Knicks eftir með sárt ennið en það kom í ljós í nótt að Jim Dolan, eignandi New York Knicks var ekki tilbúinn að bjóða Durant hámarkssamning. Durant mun ekkert spila á næsta tímabili en hann sleit hásin í úrslitakeppninni. New York samdi reyndar við Taj Gibson en það var ekki alveg leikmaðurinn sem stuðningsmenn liðsins vildu fá til liðsins í nótt.So, to recap the Day 1 #NBAFreeAgency deals teams and players agreed on … - KD, Kyrie, DeAndre to Brooklyn - Kemba to Boston - Jimmy Butler to Miami - Al Horford to Philly - D-Lo to Golden State pic.twitter.com/quU65vLMY7 — SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2019Golden State Warriors missir Kevin Durant en ætlar að landa bakverðinum D'Angelo Russell í staðinn. D'Angelo Russell átti ekki lengur framtíð hjá Brooklyn Nets eftir að Kyrie Irving kom þangað. Til að koma D'Angelo Russell fyrir undir þakinu mun Golden State meðal annars senda Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Golden State samdi hins vegar við Klay Thompson sem gerði fimm ára samning. Kemba Walker mun fylla skarð Kyrie Irving hjá Boston Celtics. Walker ætlar að skrifa undir fjögurra ára samning við Boston sem mun gefa honum 141 milljón dollara. Jimmy Butler verður ekki áfram hjá Philadelphia 76ers því hann ætlar að semja við lið Miami Heat. Miami þarf reyndar að búa til pláss hjá sér til að koma honum undir launaþakið. Al Horford hefur átt mörg frábær ár hjá Boston Celtics en hann yfirgefur nú félagið og ætlar að semja við Philadelphia 76ers. Horford mun fá 109 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning. Philadelphia 76ers missir hins vegar skyttuna JJ Redick til New Orleans Pelicans, en gerði aftur á móti nýjan fimm ára og 180 milljón dollara samning við Tobias Harris. Malcolm Brogdon yfirgefur Millwaukee Bucks og mun gera samning við Indiana Pacers. Bojan Bogdanovic fer aftur á móti frá Indiana og mun semja við Utah Jazz. Derrick Rose samdi síðan við Detoiot Pistons. Hann fær 15 milljónir dollara fyrir tveggja ára samning. Nú bíða allir eftir fréttunum af því hvað Kawhi Leonard ætlar að gera. Velur hann Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers eða verður jafnvel bara áfram hjá Toronto Raptors. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögunum. NBA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Margir leikmenn fundu sér ný lið í NBA-deildinni í nótt þegar leikmannamarkaðurinn opnaði í NBA-deildinni í körfubolta. Leikmenn með lausa samning máttu þá byrja að ræða við félög um samninga en það má þó enginn skrifa undir samning fyrr en laugardaginn. Stór hluti NBA-deildarinnar er með lausan samning í sumar og það var því von á líflegu sumri. Þær spár rættust strax á fyrsta degi. Fjölmiðlamenn vestan hafs voru með símana á lofti og höfðu í nóg að snúast í nótt enda voru miklar sviptingar á fyrsta degi. Stærstu fréttir dagsins voru þær að Kevin Durant, Kyrie Irving og DeAndre Jordan ákváðu að búa saman til nýtt súperstjörnulið hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma sátu nágrannarnir í New York Knicks eftir með sárt ennið en það kom í ljós í nótt að Jim Dolan, eignandi New York Knicks var ekki tilbúinn að bjóða Durant hámarkssamning. Durant mun ekkert spila á næsta tímabili en hann sleit hásin í úrslitakeppninni. New York samdi reyndar við Taj Gibson en það var ekki alveg leikmaðurinn sem stuðningsmenn liðsins vildu fá til liðsins í nótt.So, to recap the Day 1 #NBAFreeAgency deals teams and players agreed on … - KD, Kyrie, DeAndre to Brooklyn - Kemba to Boston - Jimmy Butler to Miami - Al Horford to Philly - D-Lo to Golden State pic.twitter.com/quU65vLMY7 — SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2019Golden State Warriors missir Kevin Durant en ætlar að landa bakverðinum D'Angelo Russell í staðinn. D'Angelo Russell átti ekki lengur framtíð hjá Brooklyn Nets eftir að Kyrie Irving kom þangað. Til að koma D'Angelo Russell fyrir undir þakinu mun Golden State meðal annars senda Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Golden State samdi hins vegar við Klay Thompson sem gerði fimm ára samning. Kemba Walker mun fylla skarð Kyrie Irving hjá Boston Celtics. Walker ætlar að skrifa undir fjögurra ára samning við Boston sem mun gefa honum 141 milljón dollara. Jimmy Butler verður ekki áfram hjá Philadelphia 76ers því hann ætlar að semja við lið Miami Heat. Miami þarf reyndar að búa til pláss hjá sér til að koma honum undir launaþakið. Al Horford hefur átt mörg frábær ár hjá Boston Celtics en hann yfirgefur nú félagið og ætlar að semja við Philadelphia 76ers. Horford mun fá 109 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning. Philadelphia 76ers missir hins vegar skyttuna JJ Redick til New Orleans Pelicans, en gerði aftur á móti nýjan fimm ára og 180 milljón dollara samning við Tobias Harris. Malcolm Brogdon yfirgefur Millwaukee Bucks og mun gera samning við Indiana Pacers. Bojan Bogdanovic fer aftur á móti frá Indiana og mun semja við Utah Jazz. Derrick Rose samdi síðan við Detoiot Pistons. Hann fær 15 milljónir dollara fyrir tveggja ára samning. Nú bíða allir eftir fréttunum af því hvað Kawhi Leonard ætlar að gera. Velur hann Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers eða verður jafnvel bara áfram hjá Toronto Raptors. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögunum.
NBA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum