Stelpurnar leika til undanúrslita þann 19. og 20. júlí en undanúrslitin hjá strákunum verða ekki fyrr en 14. og 15. ágúst.
Mjólkurbikardráttur framundan. Hvaða lið mætast í undanúrslitum? #Mjólkurbikarinn#mjólkergóðpic.twitter.com/SIUlU6DkCI
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 1, 2019
Í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna mætast Fylkir og Selfoss annars vegar og KR og Þór/KA hins vegar.
Í karlaflokki er stórleikur í Kaplakrika er FH og KR mætast. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Víkingur og Breiðablik.
Undanúrslit Mjólkurbikars karla:
FH - KR
Víkingur - Breiðablik
Undanúrslit Mjólkurbikars kvenna:
Fylkir - Selfoss
KR - Þór/KA