Arnar: Annað liðið komið til að halda stiginu Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 1. júlí 2019 22:03 Arnar og félagar eru ósigraðir í fjórum leikjum í röð í deild og bikar. vísir/daníel þór Víkingur gerði í kvöld 0-0 jafntefli við ÍA á heimavelli. Víkingar fengu víti í lok fyrri hálfleiks en Árni Snær Ólafsson markmaður ÍA varði og hélt síðan hreinu. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga hefði viljað stigin þrjú en þarf að sætta sig við eitt stig. „Þetta var áhugaverður leikur fyrir taktíknörda. Þetta voru tveir gjörsamlega ólíkir leikstílar, annað liðið var að reyna að halda bolta og spila. Hitt liðið var beinskeyttara, mikið af löngum sendingum, vinna seinni bolta og fá föst leikatriði. Þeir eru bara sterkir í því sem að þeir gera ,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir leik kvöldsins. Víkingar fá víti undir lok fyrri hálfleiks þegar Árni Snær Ólafsson markmaður ÍA braut á Nikolaj Hansen framherja Víkings. Árni bjargaði sér hinsvegar og varði vítið frá Nikolaj. „Nikolaj er búinn að vera mjög góð vítaskytta fyrir okkur þessi tvö tímabil. Svona er bara líf sentersins, stundum er bara gleði og stundum bara vonleysi. Það var vonleysi í dag en hann kemur bara sterkur tilbaka,“ sagði Arnar. „Við vorum með leikinn í okkar höndum okkar vantaði bara þetta eina mark til að opna flóðgáttirnar en því miður þá kom það ekki.” Skagamenn tóku nokkra kafla þar sem þeir pressuðu Víkinga hátt. Víkingar spörkuðu boltanum nokkrum sinnum útaf en gáfu fá færi á sig. „Það gekk mjög vel að leysa hápressuna. Við vorum ekki í neinum vandræðum með það, það var einu sinni tvisvar í seinni hálfleik þar sem þeir náðu boltanum. Þá fór boltinn kannski útaf og þeir fengu innkast, við vorum mjög svalir með að leysa hápressuna. Í seinni hálfleik gátum við skorað tvö mörk bara með því að komast í gegnum pressuna.” Kwame Quee gekk í vikunni til liðs við Víking á láni frá Breiðabliki. Kwame hafði einungis verið einu sinni í byrjunarliðinu fyrir Kópavogsliðið í sumar en hann hafði áður spilað fyrir Víking frá Ólafsvík. „Kwame var mjög góður. Hann er náttúrulega vel skólaður til í Breiðabliki og hjá Ejub í Ólafsvík þannig að hann kann alveg leikinn. Hann kemur inná á heimavelli og sýnir bara mjög góðan og agaðan leik. Ég var ekkert hræddur við að henda honum í djúpu laugina.“ Alls voru 1425 manns á leiknum í kvöld á Heimavelli hamingjunnar. Arnar var hamingjusamur með mætinguna og að vera mættur aftur á raunverulega heimavöllinn en svekktur að hafa ekki getað boðið uppá sigur. „Þetta er geggjað. Þess vegna var svo leiðinlegt að geta ekki boðið fólkinu uppá sigur. Skagamenn eru náttúrulega mínir menn og þeir fjölmenntu líka. Annað liðið var greinilega komið til að halda stiginu. Þeir féllu vel langt tilbaka og ég veit ekki hvað við vorum mikið með boltann í leiknum. Í seinni hálfleik í vindinum fóru þeir aðeins framar en þeir voru samt mættir til að ná í stigið og þeir gerðu það vel. Landsliðsmaðurinn Kári Árnason gekk til liðs Víking í vikunni en var ekki kominn með leikheimild í vikunni. Hann verður hins vegar kominn með leikheimild þegar Víkingar heimsækja FH á mánudaginn. „Kári verður klár í næsta leik og við verðum þá með fullskipaðan mannskap. Jafnvel að eitt tvö andlit detti inn til viðbótar. Kaplakriki er náttúrulega bara flottasti völlur landsins með frábæru grasi þannig að okkur hlakkar bara til að keppast við FH.“ Víkingar eru nú þegar með mjög fínt miðvarðarpar í Sölva Geir Ottesen og Halldóri Smára Sigurðssyni. Arnar er spenntur yfir að vera kominn með einn sterkan hafsent í viðbót en vill ekki gefa upp hvernig hann ætlar að stilla upp í næsta leik. „Kári er náttúrulega bara landsliðs hafsent númer eitt og fer bara beint í hafsentinn. Við erum með ýmsar lausnir við því. Þetta býður uppá mikla möguleika hvað varðar uppspil og þess háttar. Ég er með ákveðnar hugmyndir sem að Kári veit allt um og það kemur bara í ljós á móti FH.“ Eins og var bent á í frétt á Vísi á dögunum hefur stigasöfnun Víkinga verið betri á grasi en gervigrasi í sumar. Arnar var þó ekki tilbúinn að segja að Víkingarnir séu betri á grasi en gervigrasi. „Við vinnum leiki á grasi. Við höfum líka unnið leiki á grasi. Við erum bara vel spilandi lið. Við erum samt með hrikalega fá stig ef farið er út í spilamennsku, færi og þess háttar. Ef við förum í einhverja talnanördafræði þá ættum við svo sannarlega að vera með fleiri stig. Þetta er bara erfið deild og fótbolti er leikur þar sem smáatriðin skipta sköpum. Þetta féll bara ekki með okkur í dag. Ef við hefðum skorað úr vítinu er ég viss um að þetta hefði endað hærra en 1-0.“ Arnar minntist fyrr í viðtalinu á að það væru mögulega nokkrir leikmenn að ganga til liðs við sig í glugganum. Hann gat ekki sagt neitt um hverjir það eru hinsvegar. „Það er bara verið að þreifa hingað og þangað. Það gæti líka vel verið að einhverjir 2-3 fari frá okkur. Glugginn er bara að byrja og leikmenn fara að banka á dyrnar sem fá lítið að spila. Það er skiljanlegt. Það þarf bara að taka ákvörðun hvað er til hagsbóta fyrir klúbbinn og fyrir viðkomandi leikmenn.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - ÍA 0-0 | Markalaust í Víkinni Árni Snær varði víti undir lok fyrri hálfleiks sem reyndist vera eina góða færi leiksins. 1. júlí 2019 23:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Víkingur gerði í kvöld 0-0 jafntefli við ÍA á heimavelli. Víkingar fengu víti í lok fyrri hálfleiks en Árni Snær Ólafsson markmaður ÍA varði og hélt síðan hreinu. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga hefði viljað stigin þrjú en þarf að sætta sig við eitt stig. „Þetta var áhugaverður leikur fyrir taktíknörda. Þetta voru tveir gjörsamlega ólíkir leikstílar, annað liðið var að reyna að halda bolta og spila. Hitt liðið var beinskeyttara, mikið af löngum sendingum, vinna seinni bolta og fá föst leikatriði. Þeir eru bara sterkir í því sem að þeir gera ,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir leik kvöldsins. Víkingar fá víti undir lok fyrri hálfleiks þegar Árni Snær Ólafsson markmaður ÍA braut á Nikolaj Hansen framherja Víkings. Árni bjargaði sér hinsvegar og varði vítið frá Nikolaj. „Nikolaj er búinn að vera mjög góð vítaskytta fyrir okkur þessi tvö tímabil. Svona er bara líf sentersins, stundum er bara gleði og stundum bara vonleysi. Það var vonleysi í dag en hann kemur bara sterkur tilbaka,“ sagði Arnar. „Við vorum með leikinn í okkar höndum okkar vantaði bara þetta eina mark til að opna flóðgáttirnar en því miður þá kom það ekki.” Skagamenn tóku nokkra kafla þar sem þeir pressuðu Víkinga hátt. Víkingar spörkuðu boltanum nokkrum sinnum útaf en gáfu fá færi á sig. „Það gekk mjög vel að leysa hápressuna. Við vorum ekki í neinum vandræðum með það, það var einu sinni tvisvar í seinni hálfleik þar sem þeir náðu boltanum. Þá fór boltinn kannski útaf og þeir fengu innkast, við vorum mjög svalir með að leysa hápressuna. Í seinni hálfleik gátum við skorað tvö mörk bara með því að komast í gegnum pressuna.” Kwame Quee gekk í vikunni til liðs við Víking á láni frá Breiðabliki. Kwame hafði einungis verið einu sinni í byrjunarliðinu fyrir Kópavogsliðið í sumar en hann hafði áður spilað fyrir Víking frá Ólafsvík. „Kwame var mjög góður. Hann er náttúrulega vel skólaður til í Breiðabliki og hjá Ejub í Ólafsvík þannig að hann kann alveg leikinn. Hann kemur inná á heimavelli og sýnir bara mjög góðan og agaðan leik. Ég var ekkert hræddur við að henda honum í djúpu laugina.“ Alls voru 1425 manns á leiknum í kvöld á Heimavelli hamingjunnar. Arnar var hamingjusamur með mætinguna og að vera mættur aftur á raunverulega heimavöllinn en svekktur að hafa ekki getað boðið uppá sigur. „Þetta er geggjað. Þess vegna var svo leiðinlegt að geta ekki boðið fólkinu uppá sigur. Skagamenn eru náttúrulega mínir menn og þeir fjölmenntu líka. Annað liðið var greinilega komið til að halda stiginu. Þeir féllu vel langt tilbaka og ég veit ekki hvað við vorum mikið með boltann í leiknum. Í seinni hálfleik í vindinum fóru þeir aðeins framar en þeir voru samt mættir til að ná í stigið og þeir gerðu það vel. Landsliðsmaðurinn Kári Árnason gekk til liðs Víking í vikunni en var ekki kominn með leikheimild í vikunni. Hann verður hins vegar kominn með leikheimild þegar Víkingar heimsækja FH á mánudaginn. „Kári verður klár í næsta leik og við verðum þá með fullskipaðan mannskap. Jafnvel að eitt tvö andlit detti inn til viðbótar. Kaplakriki er náttúrulega bara flottasti völlur landsins með frábæru grasi þannig að okkur hlakkar bara til að keppast við FH.“ Víkingar eru nú þegar með mjög fínt miðvarðarpar í Sölva Geir Ottesen og Halldóri Smára Sigurðssyni. Arnar er spenntur yfir að vera kominn með einn sterkan hafsent í viðbót en vill ekki gefa upp hvernig hann ætlar að stilla upp í næsta leik. „Kári er náttúrulega bara landsliðs hafsent númer eitt og fer bara beint í hafsentinn. Við erum með ýmsar lausnir við því. Þetta býður uppá mikla möguleika hvað varðar uppspil og þess háttar. Ég er með ákveðnar hugmyndir sem að Kári veit allt um og það kemur bara í ljós á móti FH.“ Eins og var bent á í frétt á Vísi á dögunum hefur stigasöfnun Víkinga verið betri á grasi en gervigrasi í sumar. Arnar var þó ekki tilbúinn að segja að Víkingarnir séu betri á grasi en gervigrasi. „Við vinnum leiki á grasi. Við höfum líka unnið leiki á grasi. Við erum bara vel spilandi lið. Við erum samt með hrikalega fá stig ef farið er út í spilamennsku, færi og þess háttar. Ef við förum í einhverja talnanördafræði þá ættum við svo sannarlega að vera með fleiri stig. Þetta er bara erfið deild og fótbolti er leikur þar sem smáatriðin skipta sköpum. Þetta féll bara ekki með okkur í dag. Ef við hefðum skorað úr vítinu er ég viss um að þetta hefði endað hærra en 1-0.“ Arnar minntist fyrr í viðtalinu á að það væru mögulega nokkrir leikmenn að ganga til liðs við sig í glugganum. Hann gat ekki sagt neitt um hverjir það eru hinsvegar. „Það er bara verið að þreifa hingað og þangað. Það gæti líka vel verið að einhverjir 2-3 fari frá okkur. Glugginn er bara að byrja og leikmenn fara að banka á dyrnar sem fá lítið að spila. Það er skiljanlegt. Það þarf bara að taka ákvörðun hvað er til hagsbóta fyrir klúbbinn og fyrir viðkomandi leikmenn.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - ÍA 0-0 | Markalaust í Víkinni Árni Snær varði víti undir lok fyrri hálfleiks sem reyndist vera eina góða færi leiksins. 1. júlí 2019 23:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - ÍA 0-0 | Markalaust í Víkinni Árni Snær varði víti undir lok fyrri hálfleiks sem reyndist vera eina góða færi leiksins. 1. júlí 2019 23:15