Hátt í tuttugu milljónir settar í erlenda samfélagsmiðla Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. júlí 2019 08:15 Ríkið kaupið auglýsingar og kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum í síauknum mæli. Fréttablaðið/Ernir Ráðuneyti og stofnanir sem undir þau heyra keyptu auglýsingar og kostaðar dreifingar á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Instagram, YouTube og Twitter fyrir rúmar 19,5 milljónir króna á árunum 2015-2018. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í svari við fyrirspurn þingmannsins Björns Leví Gunnarssonar að hófleg auglýsinga- og dreifingarkaup ráðuneytis hennar raski ekki stefnu ríkisstjórnarinnar um eflingu íslenskra fjölmiðla. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum allra ráðherra við fyrirspurn Björns Leví um útgjöld ráðuneyta og undirstofnana þeirra til auglýsingakaupa eða kostaðra dreifinga á samfélagsmiðlum. Öll svör eru nú komin í hús og tók Fréttablaðið tölurnar saman. Björn spurði um tímabilið 2015 til 2018 en af svörunum má sjá að gríðarleg aukning hefur orðið á kaupum stofnana ríkisins á auglýsingum og dreifingu á erlendum samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á þessum árum. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað. Það hefur aukist á undanförnum árum og það stangast pínu á við þá stefnu,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. Hann segir ráðuneyti og undirstofnanir vitanlega vilja vekja athygli á því sem þau eru að gera og því teygja sig yfir í þessa miðla en það þurfi ákveðið jafnvægi á milli. „Ef þetta er að aukast þá er ekki endilega jafnvægi þarna í gangi og vísbending um mögulegt stefnuleysi um hvernig eigi að haga þessu innan ríkisins. Mér sýnist á svörunum að það sé engin stefna í þessu. Þetta hefur allavega ekki verið notað sem möguleiki til að efla íslenska fjölmiðla,“ segir Björn. Í svari félagsmálaráðherra segir Ásmundur Einar Daðason að hann telji auglýsingakaup almennt ekki hluta af stefnu ríkisstjórnarinnar að efla íslenska fjölmiðla á meðan Lilja segir að hófleg kaup á erlendri þjónustu séu ekki til þess fallin að raska stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. „Ef það er almennt stefna að efla íslenska fjölmiðla þá er skrýtið að það sé ekki stefna þarna,“ segir Björn Leví. „Þessar upphæðir núna eru kannski ekki það háar að það sé nauðsyn að huga að stefnu í kringum það en vöxturinn á þessum útgjöldum bendir til að það þurfi að fara að huga að því.“ Tvær undirstofnanir eru sér á báti varðandi kaup á auglýsingum á samfélagsmiðlum. Samgöngustofa, sem heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, varði þannig 8,9 milljónum á tímabilinu. Hjá heilbrigðisráðuneytinu var það Landspítalinn sem keypti mesta þjónustu á samfélagsmiðlum, fyrir rúmar 4,6 milljónir af þeim tæpum 5,7 milljónum sem heilbrigðisráðuneytið og undirstofnanir þess eyddu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Ráðuneyti og stofnanir sem undir þau heyra keyptu auglýsingar og kostaðar dreifingar á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Instagram, YouTube og Twitter fyrir rúmar 19,5 milljónir króna á árunum 2015-2018. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í svari við fyrirspurn þingmannsins Björns Leví Gunnarssonar að hófleg auglýsinga- og dreifingarkaup ráðuneytis hennar raski ekki stefnu ríkisstjórnarinnar um eflingu íslenskra fjölmiðla. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum allra ráðherra við fyrirspurn Björns Leví um útgjöld ráðuneyta og undirstofnana þeirra til auglýsingakaupa eða kostaðra dreifinga á samfélagsmiðlum. Öll svör eru nú komin í hús og tók Fréttablaðið tölurnar saman. Björn spurði um tímabilið 2015 til 2018 en af svörunum má sjá að gríðarleg aukning hefur orðið á kaupum stofnana ríkisins á auglýsingum og dreifingu á erlendum samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á þessum árum. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað. Það hefur aukist á undanförnum árum og það stangast pínu á við þá stefnu,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. Hann segir ráðuneyti og undirstofnanir vitanlega vilja vekja athygli á því sem þau eru að gera og því teygja sig yfir í þessa miðla en það þurfi ákveðið jafnvægi á milli. „Ef þetta er að aukast þá er ekki endilega jafnvægi þarna í gangi og vísbending um mögulegt stefnuleysi um hvernig eigi að haga þessu innan ríkisins. Mér sýnist á svörunum að það sé engin stefna í þessu. Þetta hefur allavega ekki verið notað sem möguleiki til að efla íslenska fjölmiðla,“ segir Björn. Í svari félagsmálaráðherra segir Ásmundur Einar Daðason að hann telji auglýsingakaup almennt ekki hluta af stefnu ríkisstjórnarinnar að efla íslenska fjölmiðla á meðan Lilja segir að hófleg kaup á erlendri þjónustu séu ekki til þess fallin að raska stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. „Ef það er almennt stefna að efla íslenska fjölmiðla þá er skrýtið að það sé ekki stefna þarna,“ segir Björn Leví. „Þessar upphæðir núna eru kannski ekki það háar að það sé nauðsyn að huga að stefnu í kringum það en vöxturinn á þessum útgjöldum bendir til að það þurfi að fara að huga að því.“ Tvær undirstofnanir eru sér á báti varðandi kaup á auglýsingum á samfélagsmiðlum. Samgöngustofa, sem heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, varði þannig 8,9 milljónum á tímabilinu. Hjá heilbrigðisráðuneytinu var það Landspítalinn sem keypti mesta þjónustu á samfélagsmiðlum, fyrir rúmar 4,6 milljónir af þeim tæpum 5,7 milljónum sem heilbrigðisráðuneytið og undirstofnanir þess eyddu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira