Segja ákæru á hendur konu sem missti fóstur í skotárás brenglaða Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 10:14 Marshae Jones var ófrísk þegar hún var skotin í magann í desember. Ákærudómstóll taldi hana hafa efnt til rifrildis og gaf út ákæru vegna manndráps. Vísir/EPA Lögmenn konu á þrítugsaldri sem missti fóstur þegar hún var skotin í magann færðu rök fyrir því fyrir dómi í Alabama í Bandaríkjunum í gær að ákæra á hendur henni vegna manndráps væri „gölluð og brengluð“. Þeir telja að ákæran byggi ekki á lögum. Ákærudómstóll gaf út ákæru á hendur Marshae Jones, 28 ára gamallar konu í síðustu viku. Hún var talin hafa borið ábyrgð á því að hafa misst fóstur með því að hafa valdið rifrildi sem endaði með því að önnur kona skaut hana í magann. Mál gegn konunni sem skaut Jones í magann var fellt niður þar sem dómstóllinn taldi hana hafa hleypt af í sjálfsvörn. Jones var handtekin á miðvikudag en sleppt gegn tryggingu á fimmtudag. Hún er ekki á sakaskrá og á fyrir sex ára gamalt barn. Lögmenn hennar vefengdu málatilbúnað ákæruvaldsins þegar mál hennar var tekið fyrir í gær. Jones hefði þurft að vita að hún yrði skotin í magann þegar hún hóf rifrildið til þess að kenning ákæruvaldsins um að hún hafi vísvitandi ætlað að binda enda á meðgöngu sína gengi upp, að því er segir í frétt Reuters. Benda verjendur Jones á að lög í Alabama kveði á um að ekki megi ákæra konur vegna „ófædds barns“ hennar. Alabamaríki samþykkti stjórnarskrárbreytingu í fyrra sem gaf fóstrum fullan lagalegan rétt og vernd á við manneskju. Í vor samþykktu ríkisþingmenn þar svo ströngustu þungunarrofslög í Bandaríkjunum á grunni stjórnarskrárákvæðisins. Saksóknarar hafa enn ekki ákveðið hvort Jones verður sótt til saka fyrir manndráp, vægari glæp eða hvort málið gegn henni verði fellt niður. Bandaríkin Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Skotin í magann og ákærð fyrir manndráp á fóstrinu sem hún missti Konan sem hleypti af skotinu var ekki ákærð. Lögreglan taldi að sú sem varð fyrir skotinu hafi átt frumkvæðið að því og að fóstrið hennar hafi verið eina fórnarlambið í málinu. 27. júní 2019 14:23 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Lögmenn konu á þrítugsaldri sem missti fóstur þegar hún var skotin í magann færðu rök fyrir því fyrir dómi í Alabama í Bandaríkjunum í gær að ákæra á hendur henni vegna manndráps væri „gölluð og brengluð“. Þeir telja að ákæran byggi ekki á lögum. Ákærudómstóll gaf út ákæru á hendur Marshae Jones, 28 ára gamallar konu í síðustu viku. Hún var talin hafa borið ábyrgð á því að hafa misst fóstur með því að hafa valdið rifrildi sem endaði með því að önnur kona skaut hana í magann. Mál gegn konunni sem skaut Jones í magann var fellt niður þar sem dómstóllinn taldi hana hafa hleypt af í sjálfsvörn. Jones var handtekin á miðvikudag en sleppt gegn tryggingu á fimmtudag. Hún er ekki á sakaskrá og á fyrir sex ára gamalt barn. Lögmenn hennar vefengdu málatilbúnað ákæruvaldsins þegar mál hennar var tekið fyrir í gær. Jones hefði þurft að vita að hún yrði skotin í magann þegar hún hóf rifrildið til þess að kenning ákæruvaldsins um að hún hafi vísvitandi ætlað að binda enda á meðgöngu sína gengi upp, að því er segir í frétt Reuters. Benda verjendur Jones á að lög í Alabama kveði á um að ekki megi ákæra konur vegna „ófædds barns“ hennar. Alabamaríki samþykkti stjórnarskrárbreytingu í fyrra sem gaf fóstrum fullan lagalegan rétt og vernd á við manneskju. Í vor samþykktu ríkisþingmenn þar svo ströngustu þungunarrofslög í Bandaríkjunum á grunni stjórnarskrárákvæðisins. Saksóknarar hafa enn ekki ákveðið hvort Jones verður sótt til saka fyrir manndráp, vægari glæp eða hvort málið gegn henni verði fellt niður.
Bandaríkin Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Skotin í magann og ákærð fyrir manndráp á fóstrinu sem hún missti Konan sem hleypti af skotinu var ekki ákærð. Lögreglan taldi að sú sem varð fyrir skotinu hafi átt frumkvæðið að því og að fóstrið hennar hafi verið eina fórnarlambið í málinu. 27. júní 2019 14:23 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Skotin í magann og ákærð fyrir manndráp á fóstrinu sem hún missti Konan sem hleypti af skotinu var ekki ákærð. Lögreglan taldi að sú sem varð fyrir skotinu hafi átt frumkvæðið að því og að fóstrið hennar hafi verið eina fórnarlambið í málinu. 27. júní 2019 14:23