Segja ákæru á hendur konu sem missti fóstur í skotárás brenglaða Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 10:14 Marshae Jones var ófrísk þegar hún var skotin í magann í desember. Ákærudómstóll taldi hana hafa efnt til rifrildis og gaf út ákæru vegna manndráps. Vísir/EPA Lögmenn konu á þrítugsaldri sem missti fóstur þegar hún var skotin í magann færðu rök fyrir því fyrir dómi í Alabama í Bandaríkjunum í gær að ákæra á hendur henni vegna manndráps væri „gölluð og brengluð“. Þeir telja að ákæran byggi ekki á lögum. Ákærudómstóll gaf út ákæru á hendur Marshae Jones, 28 ára gamallar konu í síðustu viku. Hún var talin hafa borið ábyrgð á því að hafa misst fóstur með því að hafa valdið rifrildi sem endaði með því að önnur kona skaut hana í magann. Mál gegn konunni sem skaut Jones í magann var fellt niður þar sem dómstóllinn taldi hana hafa hleypt af í sjálfsvörn. Jones var handtekin á miðvikudag en sleppt gegn tryggingu á fimmtudag. Hún er ekki á sakaskrá og á fyrir sex ára gamalt barn. Lögmenn hennar vefengdu málatilbúnað ákæruvaldsins þegar mál hennar var tekið fyrir í gær. Jones hefði þurft að vita að hún yrði skotin í magann þegar hún hóf rifrildið til þess að kenning ákæruvaldsins um að hún hafi vísvitandi ætlað að binda enda á meðgöngu sína gengi upp, að því er segir í frétt Reuters. Benda verjendur Jones á að lög í Alabama kveði á um að ekki megi ákæra konur vegna „ófædds barns“ hennar. Alabamaríki samþykkti stjórnarskrárbreytingu í fyrra sem gaf fóstrum fullan lagalegan rétt og vernd á við manneskju. Í vor samþykktu ríkisþingmenn þar svo ströngustu þungunarrofslög í Bandaríkjunum á grunni stjórnarskrárákvæðisins. Saksóknarar hafa enn ekki ákveðið hvort Jones verður sótt til saka fyrir manndráp, vægari glæp eða hvort málið gegn henni verði fellt niður. Bandaríkin Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Skotin í magann og ákærð fyrir manndráp á fóstrinu sem hún missti Konan sem hleypti af skotinu var ekki ákærð. Lögreglan taldi að sú sem varð fyrir skotinu hafi átt frumkvæðið að því og að fóstrið hennar hafi verið eina fórnarlambið í málinu. 27. júní 2019 14:23 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Lögmenn konu á þrítugsaldri sem missti fóstur þegar hún var skotin í magann færðu rök fyrir því fyrir dómi í Alabama í Bandaríkjunum í gær að ákæra á hendur henni vegna manndráps væri „gölluð og brengluð“. Þeir telja að ákæran byggi ekki á lögum. Ákærudómstóll gaf út ákæru á hendur Marshae Jones, 28 ára gamallar konu í síðustu viku. Hún var talin hafa borið ábyrgð á því að hafa misst fóstur með því að hafa valdið rifrildi sem endaði með því að önnur kona skaut hana í magann. Mál gegn konunni sem skaut Jones í magann var fellt niður þar sem dómstóllinn taldi hana hafa hleypt af í sjálfsvörn. Jones var handtekin á miðvikudag en sleppt gegn tryggingu á fimmtudag. Hún er ekki á sakaskrá og á fyrir sex ára gamalt barn. Lögmenn hennar vefengdu málatilbúnað ákæruvaldsins þegar mál hennar var tekið fyrir í gær. Jones hefði þurft að vita að hún yrði skotin í magann þegar hún hóf rifrildið til þess að kenning ákæruvaldsins um að hún hafi vísvitandi ætlað að binda enda á meðgöngu sína gengi upp, að því er segir í frétt Reuters. Benda verjendur Jones á að lög í Alabama kveði á um að ekki megi ákæra konur vegna „ófædds barns“ hennar. Alabamaríki samþykkti stjórnarskrárbreytingu í fyrra sem gaf fóstrum fullan lagalegan rétt og vernd á við manneskju. Í vor samþykktu ríkisþingmenn þar svo ströngustu þungunarrofslög í Bandaríkjunum á grunni stjórnarskrárákvæðisins. Saksóknarar hafa enn ekki ákveðið hvort Jones verður sótt til saka fyrir manndráp, vægari glæp eða hvort málið gegn henni verði fellt niður.
Bandaríkin Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Skotin í magann og ákærð fyrir manndráp á fóstrinu sem hún missti Konan sem hleypti af skotinu var ekki ákærð. Lögreglan taldi að sú sem varð fyrir skotinu hafi átt frumkvæðið að því og að fóstrið hennar hafi verið eina fórnarlambið í málinu. 27. júní 2019 14:23 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Skotin í magann og ákærð fyrir manndráp á fóstrinu sem hún missti Konan sem hleypti af skotinu var ekki ákærð. Lögreglan taldi að sú sem varð fyrir skotinu hafi átt frumkvæðið að því og að fóstrið hennar hafi verið eina fórnarlambið í málinu. 27. júní 2019 14:23