Aðeins jarðgöng eða lágbrú koma til greina Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2019 13:25 Lágbrú yfir Kleppsvík myndi kalla á að framtíðarhugmyndir um skipulag hafnarstarfsemi við Sundahöfn yrðu teknar til gagngerrar endurskoðunar Vísir/vilhelm Tveir valkostir eru taldir koma til greina í útfærslu mögulegrar Sundabrautar: annars vegar jarðgöng yfir í Gufunes og hins vegar lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. Hvorki botngöng né hábrú yfir Kleppsvík voru taldir fýsilegir kostir. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um Sundabraut á vegum ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem nokkrir valkostir voru vegnir og metnir. Starfshópurinn fór yfir öll fyrirliggjandi gögn um framkvæmdina og lét uppfæra kostnaðaráætlanir og umferðaspár. Erfiðasti og dýrasti hluti mögulegrar Sundabrautar er þverun Kleppsvíkur. Í Kleppsvík er nú umfangsmikil starfsemi Sundahafnar, sem er megingátt Íslands í vöruflutningum á sjó.Jarðgöngin umtalsvert dýrari Starfshópurinn telur jarðgöng eina raunhæfa möguleikann fyrir útfærslu Sundabrautar miðað við gildandi skipulag, stefnu stjórnvalda og framtíðaráform Faxaflóahafna og skipafélaganna um hafnarsvæðið. Jarðgöng hafi lítil sem engin áhrif á starfsemi og möguleika á framtíðarþróun Sundahafnar. Samkvæmt kostnaðarútreikningum eru jarðgöng metin umtalsvert dýrari en aðrar lausnir auk þess sem þau séu talin munu laða að sér minni umferð. Á móti komi að umferðarspár bendi til að með tilkomu þeirra gæti dregið úr umferð á vestari hluta Sæbrautar sem getur til lengri tíma leitt af sér minni fjárfestingarþörf þar og bætt umhverfisgæði. Reiknað er með því að heildarkostnaður við jarðgöng muni nema 74 milljörðum króna, þar af 52 milljörðum vegna þverunar Kleppsvíkur. Kostnaður við lágbrú yrði um 60 milljarðar króna samkvæmt áætlun og er þverunarkostnaðurinn rúmlega helmingur af þeirri upphæð eins og sjá má að neðan. Til samanburðar hefur verið talað um að kostnaður við 57 kílómetra langa Borgarlínu muni nema allt að 70 milljörðum króna.Að neðan má sjá umfjöllun um áætlaðan kostnað við Sundabraut.Lágbrúin bæti aðgengi annarra en á skjön við skipulag í Sundahöfn Af valkostum um að þvera Kleppsvík telur starfshópurinn aðeins koma til greina að lágbrú verði fyrir valinu. Sú leið væri ódýrasta lausnin auk þess sem hún er sennilega sú besta fyrir aðra samgöngumáta. Lágbrú myndi laða að sér mesta umferð og bæta aðgengi annarra ferðamáta verulega. Á hinn bóginn myndi sú framkvæmd kalla á að framtíðarhugmyndir um skipulag hafnarstarfsemi við Sundahöfn yrðu teknar til gagngerrar endurskoðunar sem þýða minnkað umfang, samnýtingu flutningafélaga á uppskipunaraðstöðu og hugsanlega flutning hluta starfseminnar á önnur hafnarsvæði. Engar greiningar væru til um heildarkostnað slíkra aðgerða eða þjóðhagsleg eða umhverfisleg áhrif. Sundabraut hefur verið til skoðunar um árabil en um er að ræða þjóðveg sem liggja mun frá Reykjavík yfir sundin til Kjalarness. Í skýrslunni segir jafnframt að bygging Sundabrautar hafi jafnan verið rædd sem ákjósanlegt samvinnuverkefni þar sem einkaaðilar tækju að sér fjármögnun framkvæmda. Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Framkvæmdir við Sundabraut innan þriggja ára Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Aðspurður sagði hann að ef áætlanir gangi eftir geti framkvæmdir við Sundabraut hafist á næstu árum. 24. nóvember 2018 13:10 Tækifæri til að auka öryggi í samgöngum Fyrir Alþingi liggur nú athyglisverð tillaga um verulega uppbyggingu í samgöngumálum um land allt, þar sem vegakerfið er löngu sprungið á mörgum stöðum vegna stóraukins álags sem veldur áhættu, slysum, tjóni og aukinni mengun. 31. janúar 2019 07:00 Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Tveir valkostir eru taldir koma til greina í útfærslu mögulegrar Sundabrautar: annars vegar jarðgöng yfir í Gufunes og hins vegar lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. Hvorki botngöng né hábrú yfir Kleppsvík voru taldir fýsilegir kostir. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um Sundabraut á vegum ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem nokkrir valkostir voru vegnir og metnir. Starfshópurinn fór yfir öll fyrirliggjandi gögn um framkvæmdina og lét uppfæra kostnaðaráætlanir og umferðaspár. Erfiðasti og dýrasti hluti mögulegrar Sundabrautar er þverun Kleppsvíkur. Í Kleppsvík er nú umfangsmikil starfsemi Sundahafnar, sem er megingátt Íslands í vöruflutningum á sjó.Jarðgöngin umtalsvert dýrari Starfshópurinn telur jarðgöng eina raunhæfa möguleikann fyrir útfærslu Sundabrautar miðað við gildandi skipulag, stefnu stjórnvalda og framtíðaráform Faxaflóahafna og skipafélaganna um hafnarsvæðið. Jarðgöng hafi lítil sem engin áhrif á starfsemi og möguleika á framtíðarþróun Sundahafnar. Samkvæmt kostnaðarútreikningum eru jarðgöng metin umtalsvert dýrari en aðrar lausnir auk þess sem þau séu talin munu laða að sér minni umferð. Á móti komi að umferðarspár bendi til að með tilkomu þeirra gæti dregið úr umferð á vestari hluta Sæbrautar sem getur til lengri tíma leitt af sér minni fjárfestingarþörf þar og bætt umhverfisgæði. Reiknað er með því að heildarkostnaður við jarðgöng muni nema 74 milljörðum króna, þar af 52 milljörðum vegna þverunar Kleppsvíkur. Kostnaður við lágbrú yrði um 60 milljarðar króna samkvæmt áætlun og er þverunarkostnaðurinn rúmlega helmingur af þeirri upphæð eins og sjá má að neðan. Til samanburðar hefur verið talað um að kostnaður við 57 kílómetra langa Borgarlínu muni nema allt að 70 milljörðum króna.Að neðan má sjá umfjöllun um áætlaðan kostnað við Sundabraut.Lágbrúin bæti aðgengi annarra en á skjön við skipulag í Sundahöfn Af valkostum um að þvera Kleppsvík telur starfshópurinn aðeins koma til greina að lágbrú verði fyrir valinu. Sú leið væri ódýrasta lausnin auk þess sem hún er sennilega sú besta fyrir aðra samgöngumáta. Lágbrú myndi laða að sér mesta umferð og bæta aðgengi annarra ferðamáta verulega. Á hinn bóginn myndi sú framkvæmd kalla á að framtíðarhugmyndir um skipulag hafnarstarfsemi við Sundahöfn yrðu teknar til gagngerrar endurskoðunar sem þýða minnkað umfang, samnýtingu flutningafélaga á uppskipunaraðstöðu og hugsanlega flutning hluta starfseminnar á önnur hafnarsvæði. Engar greiningar væru til um heildarkostnað slíkra aðgerða eða þjóðhagsleg eða umhverfisleg áhrif. Sundabraut hefur verið til skoðunar um árabil en um er að ræða þjóðveg sem liggja mun frá Reykjavík yfir sundin til Kjalarness. Í skýrslunni segir jafnframt að bygging Sundabrautar hafi jafnan verið rædd sem ákjósanlegt samvinnuverkefni þar sem einkaaðilar tækju að sér fjármögnun framkvæmda.
Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Framkvæmdir við Sundabraut innan þriggja ára Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Aðspurður sagði hann að ef áætlanir gangi eftir geti framkvæmdir við Sundabraut hafist á næstu árum. 24. nóvember 2018 13:10 Tækifæri til að auka öryggi í samgöngum Fyrir Alþingi liggur nú athyglisverð tillaga um verulega uppbyggingu í samgöngumálum um land allt, þar sem vegakerfið er löngu sprungið á mörgum stöðum vegna stóraukins álags sem veldur áhættu, slysum, tjóni og aukinni mengun. 31. janúar 2019 07:00 Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Framkvæmdir við Sundabraut innan þriggja ára Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Aðspurður sagði hann að ef áætlanir gangi eftir geti framkvæmdir við Sundabraut hafist á næstu árum. 24. nóvember 2018 13:10
Tækifæri til að auka öryggi í samgöngum Fyrir Alþingi liggur nú athyglisverð tillaga um verulega uppbyggingu í samgöngumálum um land allt, þar sem vegakerfið er löngu sprungið á mörgum stöðum vegna stóraukins álags sem veldur áhættu, slysum, tjóni og aukinni mengun. 31. janúar 2019 07:00
Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent