Florijana Ismaili var 24 ára gömul en hún spilaði með BSC Young Boys og var fyrirliði liðsins. Hún hafði spilað tíu landsleiki fyrir Sviss.
Hún hafði verið í fríi með liðsfélaga sínum við Como-vatnið en þær tóku upplásinn bát á leigu. Hún stakk sér svo til sunds og kom aldrei upp úr aftur.
Hún fannst á 204 metra dýpi en kafarar höfðu leitað hennar frá því á sunnudaginn. Þeir geta lengst farið á 50 metra dýpi en það voru tæki og tól sem voru notuð við leitina sem fundu líkama Florijana.
Xherdan Shaqiri, leikmaður Liverpool og svissneska landsliðsins, sendi fjölskyldu og vinum Florijana samúðarkveðjur í dag.
Ich bin tief geschockt über den Tod von Florijana Ismaili. Meine Familie und ich, möchten der Familie Ismaili und den Nahstehenden unser Beileid aussprechen. pic.twitter.com/Dc27r4MnRo
— Xherdan Shaqiri (@XS_11official) July 2, 2019