Kyrrsetning á eignum fyrrum eiginkonu manns í Panamaskjölunum staðfest Eiður Þór Árnason skrifar 2. júlí 2019 21:00 Sigurður Gísli Björnsson hefur áður verið grunaður um stórfelld skattundanskot. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti síðasta fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí, sem hafnaði því að kyrrsetningaraðgerð á eigum konu væri dæmd ógild. Farið var í umrædda kyrrsetningaraðgerð í lok desember á síðasta ári að beiðni skattrannsóknarstjóra til að tryggja greiðslu væntanlegrar skattkröfu og sektar. Kyrrsetningin var framkvæmd í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á skattamálum fyrrverandi eiginmanns konunnar. Samkvæmt heimildum Vísis er þar um að ræða Sigurð Gísla Björnsson, stofnanda og fyrrum eiganda fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks. Nafn Sigurðar kom upp í Panama-skjölunum, og varð það kveikjan að rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum hans og fyrirtækisins. Fyrrverandi eiginkona Sigurðar sótti málið fyrir Landsrétti, en í dómsúrskurði Landsréttar kemur fram að hjónaband þeirra hafi lokið með skilnaði í febrúar árið 2013. Í dómsúrskurðnum kemur fram að tollstjóri hafi farið þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í desember 2018 að eignir Sigurðar að fjárhæð 1.173.000.000 króna yrðu tafarlaust kyrrsettar, í kjölfar beiðni skattrannsóknarstjóra. Sú kyrrsetning reyndist árangurslaus þar sem engar eignir fundust. Í kjölfarið fór tollstjóri þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að eignir konunnar yrðu kyrrsettar, samtals að virði 326.800.000 króna. Samkvæmt dómsúrskurðinum beindist rannsókn skattrannsóknarstjóra einkum að eignar- og stjórnunartengslum Sigurðar við félög sem skráð voru á lágskattasvæðum. Leikur grunur á því að hann hafi haft umtalsverðar tekjur af þeim félögum án þess að geta þeirra á skattframtölum. Konan leit svo á að ekki hafi verið fyrir hendi lagaleg skilyrði fyrir kyrrsetningunni á eignum hennar og fór fram á að kyrrsetningin yrði úrskurðuð ólögmæt og felld úr gildi. Landsréttur féllst ekki á þau rök og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði einnig kröfu konunnar.Uppfært: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að árangurslaus kyrrsetning á eignum Sigurðar hafi farið fram í desember 2017. Hið rétta er að hún fór fram í desember 2018. Fyrri kyrrsetningaraðgerðin sem farið var í árið áður var ekki árangurslaus. Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Lögmaður með stöðu sakbornings í rannsókn á „umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi“ Lögmaður á fertugsaldri hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn á umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi að mati skattrannsóknarstjóra. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu lögmannsins um afhendingu gagna sem haldlögð voru við húsleit á lögmannsstofunni hans. 27. júní 2018 18:30 Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18. janúar 2018 06:00 Falleg íslensk heimili: Líttu inn í spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ Einstaklega fallegt heimili í Garðabæ. 10. apríl 2017 13:30 Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann. 31. janúar 2018 17:26 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Landsréttur staðfesti síðasta fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí, sem hafnaði því að kyrrsetningaraðgerð á eigum konu væri dæmd ógild. Farið var í umrædda kyrrsetningaraðgerð í lok desember á síðasta ári að beiðni skattrannsóknarstjóra til að tryggja greiðslu væntanlegrar skattkröfu og sektar. Kyrrsetningin var framkvæmd í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á skattamálum fyrrverandi eiginmanns konunnar. Samkvæmt heimildum Vísis er þar um að ræða Sigurð Gísla Björnsson, stofnanda og fyrrum eiganda fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks. Nafn Sigurðar kom upp í Panama-skjölunum, og varð það kveikjan að rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum hans og fyrirtækisins. Fyrrverandi eiginkona Sigurðar sótti málið fyrir Landsrétti, en í dómsúrskurði Landsréttar kemur fram að hjónaband þeirra hafi lokið með skilnaði í febrúar árið 2013. Í dómsúrskurðnum kemur fram að tollstjóri hafi farið þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í desember 2018 að eignir Sigurðar að fjárhæð 1.173.000.000 króna yrðu tafarlaust kyrrsettar, í kjölfar beiðni skattrannsóknarstjóra. Sú kyrrsetning reyndist árangurslaus þar sem engar eignir fundust. Í kjölfarið fór tollstjóri þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að eignir konunnar yrðu kyrrsettar, samtals að virði 326.800.000 króna. Samkvæmt dómsúrskurðinum beindist rannsókn skattrannsóknarstjóra einkum að eignar- og stjórnunartengslum Sigurðar við félög sem skráð voru á lágskattasvæðum. Leikur grunur á því að hann hafi haft umtalsverðar tekjur af þeim félögum án þess að geta þeirra á skattframtölum. Konan leit svo á að ekki hafi verið fyrir hendi lagaleg skilyrði fyrir kyrrsetningunni á eignum hennar og fór fram á að kyrrsetningin yrði úrskurðuð ólögmæt og felld úr gildi. Landsréttur féllst ekki á þau rök og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði einnig kröfu konunnar.Uppfært: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að árangurslaus kyrrsetning á eignum Sigurðar hafi farið fram í desember 2017. Hið rétta er að hún fór fram í desember 2018. Fyrri kyrrsetningaraðgerðin sem farið var í árið áður var ekki árangurslaus.
Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Lögmaður með stöðu sakbornings í rannsókn á „umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi“ Lögmaður á fertugsaldri hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn á umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi að mati skattrannsóknarstjóra. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu lögmannsins um afhendingu gagna sem haldlögð voru við húsleit á lögmannsstofunni hans. 27. júní 2018 18:30 Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18. janúar 2018 06:00 Falleg íslensk heimili: Líttu inn í spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ Einstaklega fallegt heimili í Garðabæ. 10. apríl 2017 13:30 Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann. 31. janúar 2018 17:26 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Lögmaður með stöðu sakbornings í rannsókn á „umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi“ Lögmaður á fertugsaldri hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn á umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi að mati skattrannsóknarstjóra. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu lögmannsins um afhendingu gagna sem haldlögð voru við húsleit á lögmannsstofunni hans. 27. júní 2018 18:30
Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18. janúar 2018 06:00
Falleg íslensk heimili: Líttu inn í spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ Einstaklega fallegt heimili í Garðabæ. 10. apríl 2017 13:30
Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann. 31. janúar 2018 17:26