Stefna Isavia og vilja lægri greiðslur Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. júlí 2019 07:00 Mikið hefur verið deilt um gjaldtöku Isavia á bílastæðum við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fréttablaðið/Ernir Kynnisferðir hafa stefnt Isavia vegna þeirrar ákvörðunar ríkisfyrirtækisins að stöðva síðasta sumar tímabundið gjaldtöku á ytri rútustæðum við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Rúturisinn krefst þess að greiðslur sínar til Isavia verði lækkaðar enda hafi ákvörðun fyrirtækisins, sem var tekin að kröfu Samkeppniseftirlitsins, raskað samkeppni þeirra rútufyrirtækja sem hafa með höndum farþegaflutninga til og frá flugvellinum. „Við töldum eðlilegt að í ljósi þess að Isavia hóf ekki gjaldtöku á fjarstæðunum fyrr en í nóvember í fyrra að það ætti að taka mið af því í okkar greiðslum til Isavia,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í samtali við Markaðinn. Ríkisfyrirtækið hafi hins vegar ekki viljað ljá máls á því. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi í byrjun septembermánaðar. Sem kunnugt er tók Samkeppniseftirlitið bráðabirgðaákvörðun í júlí í fyrra þar sem Isavia var gert að stöðva tímabundið gjaldtöku á fjarstæðum við flugstöðina. Umrædd gjaldtaka hafði hafist í mars fyrr um árið í framhaldi af útboði um nýtingu á stæðum við bygginguna, svonefndum nærstæðum, en Kynnisferðir og Hópbílar áttu besta boðið. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var tekin í kjölfar kvörtunar keppinautarins Gray Line, sem tók jafnframt þátt í útboðinu, en rútufyrirtækið taldi að gjaldtaka Isavia á fjarstæðunum hefði falið í sér óheimila skattheimtu.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri KynnisferðaÁ seinni stigum málsins lýsti Samkeppniseftirlitið því þó yfir að Isavia væri skylt að halda gjaldtökunni áfram með breyttu verðlagi og tók áfrýjunarnefnd samkeppnismála undir það sjónarmið í úrskurði sínum síðasta haust. Í byrjun nóvember kynnti Isavia svo nýja gjaldskrá fyrir fjarstæðin sem gildir þar til deilan hefur endanlega verið leidd til lykta af hálfu eftirlitsins. Björn segir að í forsendum áðurnefnds útboðs frá 2017 hafi komið fram að gjaldtaka myndi hefjast á fjarstæðunum á sama tíma og nýir samningar vegna nærstæðanna tækju gildi. „Gray Line kærði gjaldtökuna til Samkeppniseftirlitsins sem tók svo bráðabirgðaákvörðun í júlí árið 2018 en Isavia túlkaði niðurstöðu eftirlitsins þannig að fyrirtækinu væri gjaldtakan óheimil. Isavia hætti því gjaldtökunni á fjarstæðunum í júlí og alveg fram í nóvember. Við höfum síðan upplýsingar um að fyrirtækið hafi ekki gengið á eftir því að fá greiðslur frá því í mars eða alveg frá því að nýja gjaldskráin tók gildi,“ nefnir Björn. Stjórnendur Kynnisferða hafi því talið eðlilegt að tekið yrði tillit til þessara atvika í samningum sínum við Isavia og greiðslur til ríkisfyrirtækisins yrðu lækkaðar. Forsvarsmenn rúturisans hafa bent á að ákvörðun Isavia um að stöðva gjaldtökuna hafi leitt til mismununar og röskunar á samkeppni gagnvart þeim rútufyrirtækjum sem unnu útboðið 2017 og fengu þannig aðgang að nærstæðunum. Ákvörðunin hafi gert það að verkum að þau fyrirtæki sem stundi fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli og nýti eingöngu fjarstæðin hafi ekki þurft að greiða gjald á meðan bráðabirgðaákvörðunin hafi verið í gildi en á sama tíma hafi þau fyrirtæki sem nýti nærstæðin, Kynnisferðir og Hópbílar, þurft að greiða Isavia í samræmi við útboðsskilmálana. „Við teljum að við hefðum átt að fá einhverja umbun eins og önnur fyrirtæki sem voru klárlega í samkeppni við okkur um þessi fjarstæði,“ segir Björn. „Isavia hefur ekki viljað taka tillit til þess og fara í viðræður við okkur um lækkun á greiðslunum fyrir þetta tímabil og því brugðum við á það ráð að stefna fyrirtækinu og láta þá dómstóla skera úr um það.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Kynnisferðir hafa stefnt Isavia vegna þeirrar ákvörðunar ríkisfyrirtækisins að stöðva síðasta sumar tímabundið gjaldtöku á ytri rútustæðum við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Rúturisinn krefst þess að greiðslur sínar til Isavia verði lækkaðar enda hafi ákvörðun fyrirtækisins, sem var tekin að kröfu Samkeppniseftirlitsins, raskað samkeppni þeirra rútufyrirtækja sem hafa með höndum farþegaflutninga til og frá flugvellinum. „Við töldum eðlilegt að í ljósi þess að Isavia hóf ekki gjaldtöku á fjarstæðunum fyrr en í nóvember í fyrra að það ætti að taka mið af því í okkar greiðslum til Isavia,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í samtali við Markaðinn. Ríkisfyrirtækið hafi hins vegar ekki viljað ljá máls á því. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi í byrjun septembermánaðar. Sem kunnugt er tók Samkeppniseftirlitið bráðabirgðaákvörðun í júlí í fyrra þar sem Isavia var gert að stöðva tímabundið gjaldtöku á fjarstæðum við flugstöðina. Umrædd gjaldtaka hafði hafist í mars fyrr um árið í framhaldi af útboði um nýtingu á stæðum við bygginguna, svonefndum nærstæðum, en Kynnisferðir og Hópbílar áttu besta boðið. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var tekin í kjölfar kvörtunar keppinautarins Gray Line, sem tók jafnframt þátt í útboðinu, en rútufyrirtækið taldi að gjaldtaka Isavia á fjarstæðunum hefði falið í sér óheimila skattheimtu.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri KynnisferðaÁ seinni stigum málsins lýsti Samkeppniseftirlitið því þó yfir að Isavia væri skylt að halda gjaldtökunni áfram með breyttu verðlagi og tók áfrýjunarnefnd samkeppnismála undir það sjónarmið í úrskurði sínum síðasta haust. Í byrjun nóvember kynnti Isavia svo nýja gjaldskrá fyrir fjarstæðin sem gildir þar til deilan hefur endanlega verið leidd til lykta af hálfu eftirlitsins. Björn segir að í forsendum áðurnefnds útboðs frá 2017 hafi komið fram að gjaldtaka myndi hefjast á fjarstæðunum á sama tíma og nýir samningar vegna nærstæðanna tækju gildi. „Gray Line kærði gjaldtökuna til Samkeppniseftirlitsins sem tók svo bráðabirgðaákvörðun í júlí árið 2018 en Isavia túlkaði niðurstöðu eftirlitsins þannig að fyrirtækinu væri gjaldtakan óheimil. Isavia hætti því gjaldtökunni á fjarstæðunum í júlí og alveg fram í nóvember. Við höfum síðan upplýsingar um að fyrirtækið hafi ekki gengið á eftir því að fá greiðslur frá því í mars eða alveg frá því að nýja gjaldskráin tók gildi,“ nefnir Björn. Stjórnendur Kynnisferða hafi því talið eðlilegt að tekið yrði tillit til þessara atvika í samningum sínum við Isavia og greiðslur til ríkisfyrirtækisins yrðu lækkaðar. Forsvarsmenn rúturisans hafa bent á að ákvörðun Isavia um að stöðva gjaldtökuna hafi leitt til mismununar og röskunar á samkeppni gagnvart þeim rútufyrirtækjum sem unnu útboðið 2017 og fengu þannig aðgang að nærstæðunum. Ákvörðunin hafi gert það að verkum að þau fyrirtæki sem stundi fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli og nýti eingöngu fjarstæðin hafi ekki þurft að greiða gjald á meðan bráðabirgðaákvörðunin hafi verið í gildi en á sama tíma hafi þau fyrirtæki sem nýti nærstæðin, Kynnisferðir og Hópbílar, þurft að greiða Isavia í samræmi við útboðsskilmálana. „Við teljum að við hefðum átt að fá einhverja umbun eins og önnur fyrirtæki sem voru klárlega í samkeppni við okkur um þessi fjarstæði,“ segir Björn. „Isavia hefur ekki viljað taka tillit til þess og fara í viðræður við okkur um lækkun á greiðslunum fyrir þetta tímabil og því brugðum við á það ráð að stefna fyrirtækinu og láta þá dómstóla skera úr um það.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira