Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 11:14 Vatnsúðurum var komið fyrir í París til að borgarbúar gætu kælt sig niður í hitabylgjunni í síðustu viku. Vísir/EPA Nýliðinn júní var sá hlýjasti í Evrópu frá því að mælingar hófust samkvæmt gögnum evrópskrar veðurfræðistofnunar. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru taldar hafa gert hitabylgjuna sem geisaði víða á meginlandinu undir lok mánaðarins allt að fimm sinnum líklegri til að eiga sér stað en ella. Hitamet voru slegin víða í hitabylgjunni í Evrópu í júní, þar á meðal í Þýskalandi og Austurríki þar sem aldrei hefur mælst hærri hiti í júní. Hitinn í nokkrum löndum fór yfir 45 gráður. Víða voru met slegin bæði fyrir júnímánuð og fyrir allt árið þrátt fyrir að yfirleitt verði hlýjast í júlí og ágúst. Samkvæmt mælingum Evrópumiðstöðvar meðallangtímaveðurspáa (ECMWF) var meðalhitinn í álfunni meira en tveimur gráðum hærri en í venjulegu árferði. Mánuðurinn sé sá hlýjasti frá því að mælingar hófust, að því er segir í frétt Washington Post. Vísindamenn sem rannsaka áhrif loftslagsbreytinga á einstaka veðuratburði segja að bráðabirgðaniðurstöður þeirra fyrir júní séu að meðalhiti hitabylgjunnar sem gekk yfir Frakkland sé fjórum gráðum hærri en hefði orðið fyrir einni öld. Þeir telja að loftslagsbreytingar hafi gert ákafa hitabylgjunnar nú fimmfalt líklegri en ella. Veruleg óvissa sé þó í frumgreiningu þeirra og mögulegt sé að áhrif loftslagsbreytinga séu enn meiri. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Þýska hitametið slegið í tvígang í vikunni Hitabylgjan sem hefur herjað á íbúa meginlands Evrópu undanfarið hefur haft í för með sér ótrúlegar hitatölur, tölur sem varla hefur sést áður. 30. júní 2019 23:01 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Nýliðinn júní var sá hlýjasti í Evrópu frá því að mælingar hófust samkvæmt gögnum evrópskrar veðurfræðistofnunar. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru taldar hafa gert hitabylgjuna sem geisaði víða á meginlandinu undir lok mánaðarins allt að fimm sinnum líklegri til að eiga sér stað en ella. Hitamet voru slegin víða í hitabylgjunni í Evrópu í júní, þar á meðal í Þýskalandi og Austurríki þar sem aldrei hefur mælst hærri hiti í júní. Hitinn í nokkrum löndum fór yfir 45 gráður. Víða voru met slegin bæði fyrir júnímánuð og fyrir allt árið þrátt fyrir að yfirleitt verði hlýjast í júlí og ágúst. Samkvæmt mælingum Evrópumiðstöðvar meðallangtímaveðurspáa (ECMWF) var meðalhitinn í álfunni meira en tveimur gráðum hærri en í venjulegu árferði. Mánuðurinn sé sá hlýjasti frá því að mælingar hófust, að því er segir í frétt Washington Post. Vísindamenn sem rannsaka áhrif loftslagsbreytinga á einstaka veðuratburði segja að bráðabirgðaniðurstöður þeirra fyrir júní séu að meðalhiti hitabylgjunnar sem gekk yfir Frakkland sé fjórum gráðum hærri en hefði orðið fyrir einni öld. Þeir telja að loftslagsbreytingar hafi gert ákafa hitabylgjunnar nú fimmfalt líklegri en ella. Veruleg óvissa sé þó í frumgreiningu þeirra og mögulegt sé að áhrif loftslagsbreytinga séu enn meiri.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Þýska hitametið slegið í tvígang í vikunni Hitabylgjan sem hefur herjað á íbúa meginlands Evrópu undanfarið hefur haft í för með sér ótrúlegar hitatölur, tölur sem varla hefur sést áður. 30. júní 2019 23:01 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30
Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46
Þýska hitametið slegið í tvígang í vikunni Hitabylgjan sem hefur herjað á íbúa meginlands Evrópu undanfarið hefur haft í för með sér ótrúlegar hitatölur, tölur sem varla hefur sést áður. 30. júní 2019 23:01
Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24