Raforkunotkun fyrir Bitcoin á við Sviss Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 16:43 Viðskipti með bitcoin eru aðeins brot af öllum fjármálahreyfingum í heiminum. Engu að síður þarf margfalt meiri raforku fyrir rafmyntina. Vísir/EPA Meira rafmagn fer í að knýja viðskipti með rafmyntina bitcoin en færslur allra fjármálastofnana heims samanlagt. Árleg raforkunotkun við bitcoin er á við Sviss og magnið af gróðurhúsalofttegundum sem losnar við hana er á við bandaríska borg. Gífurlegt rafmagn þarf til að knýja heilu gagnaverin þar sem öflugar tölvur leggja nótt við nýtan dag við að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Þeir sem eiga tölvurnar fá bitcoin fyrir að knýja viðskipti með rafmyntina. Nýtt veftól Cambridge-háskóla á Bretlandi leiðir í ljós að bitcoin-tölvurnar noti tæpar um sjö gígavött af rafmagni, um 0,21% af heildarraforkuframleiðslu heimsins. Það er sambærilegt við ársnotkun Svisslendinga á rafmagni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alex de Vries, sérfræðingur í orkuþörf bitcoin frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC, segir að bitcoin-gröfturinn valdi losun á um 22 milljón tonnum af koltvísýringi á ári. Það sé sambærilegt við losun íbúa Kansas-borgar í Bandaríkjunum þar sem um hálf milljóna manna býr. Að sögn de Vries er bitcoin orkufrekasti gjaldmiðill heims. Fjármálahreyfingar með bitcoin séu innan við hundrað milljónir á einu ári, borið saman við um 500 milljarða færslna í hefðbundna fjármálakerfi heimsins. Engu að síður noti bitcoin meira rafmagn en allir bankar heimsins samanlagt. Rafmyntir Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Meira rafmagn fer í að knýja viðskipti með rafmyntina bitcoin en færslur allra fjármálastofnana heims samanlagt. Árleg raforkunotkun við bitcoin er á við Sviss og magnið af gróðurhúsalofttegundum sem losnar við hana er á við bandaríska borg. Gífurlegt rafmagn þarf til að knýja heilu gagnaverin þar sem öflugar tölvur leggja nótt við nýtan dag við að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Þeir sem eiga tölvurnar fá bitcoin fyrir að knýja viðskipti með rafmyntina. Nýtt veftól Cambridge-háskóla á Bretlandi leiðir í ljós að bitcoin-tölvurnar noti tæpar um sjö gígavött af rafmagni, um 0,21% af heildarraforkuframleiðslu heimsins. Það er sambærilegt við ársnotkun Svisslendinga á rafmagni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alex de Vries, sérfræðingur í orkuþörf bitcoin frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC, segir að bitcoin-gröfturinn valdi losun á um 22 milljón tonnum af koltvísýringi á ári. Það sé sambærilegt við losun íbúa Kansas-borgar í Bandaríkjunum þar sem um hálf milljóna manna býr. Að sögn de Vries er bitcoin orkufrekasti gjaldmiðill heims. Fjármálahreyfingar með bitcoin séu innan við hundrað milljónir á einu ári, borið saman við um 500 milljarða færslna í hefðbundna fjármálakerfi heimsins. Engu að síður noti bitcoin meira rafmagn en allir bankar heimsins samanlagt.
Rafmyntir Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira