Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 18:31 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Visir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Isavia hafi haft heimild til þess að kyrrsetja þotu í eigu ALC sem tryggingu fyrir skuld WOW air vegna þotunnar. Í úrskurði Landsréttar er ekki tekin efnisleg afstaða til allra þeirra forsendna sem Isavia hefur byggt kyrrsetningu vélarinnar á. Þannig tekur Landsréttur ekki afstöðu til þess hvort byggja hafi mátt kyrrsetninguna á skuldum WOW vegna þessarar tilteknu þotu eingöngu eða vegna heildarskuldar WOW air við Isavia. Isavia hefur tálmað för vélarinnar úr landi frá falli WOW. Tekin var ákvörðun um að koma í veg fyrir frekari ferðir þotunnar til þess að tryggja að skuldir WOW vegna notendagjalda, sem hljóðuðu upp á tvo milljarða króna, fengjust greiddar. ALC hafnaði greiðsluskyldunni og krafðist þess að fá vélina afhenta. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi málið á þá leið að Isavia væri heimilt að kyrrsetja vélina vegna skuldar tengdar vélinni. ALC greiddi því skuldir tengdar vélinni, um 87 milljónir króna og krafðist þess í kjölfarið að fá vélina afhenta. Isavia áfrýjaði úrskurðinum hins vegar til Landsréttar sem staðfesti að hluta úrskurð héraðsdóms. Landsréttur breytti þó forsendum úrskurðar héraðsdóms á þá leið að Isavia hafi verið heimilt að halda vélinni sem tryggingu fyrir heildarskuldum WOW. Þá áfrýjaði ALC málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að verulega hafi verið vikið frá réttri málsmeðferð og málinu því aftur skotið til Landsréttar, sem nú hefur öðru sinni úrskurðað í málinu.Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að í úrskurði Landsréttar hafi komið fram að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina til tryggingar vegna heildarskulda WOW air. Hið rétta er að engin efnisleg afstaða er tekin heimilda Isavia hvað þetta varðar.Úrskurð Landsréttar má nálgast hér. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. 28. júní 2019 12:10 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Isavia hafi haft heimild til þess að kyrrsetja þotu í eigu ALC sem tryggingu fyrir skuld WOW air vegna þotunnar. Í úrskurði Landsréttar er ekki tekin efnisleg afstaða til allra þeirra forsendna sem Isavia hefur byggt kyrrsetningu vélarinnar á. Þannig tekur Landsréttur ekki afstöðu til þess hvort byggja hafi mátt kyrrsetninguna á skuldum WOW vegna þessarar tilteknu þotu eingöngu eða vegna heildarskuldar WOW air við Isavia. Isavia hefur tálmað för vélarinnar úr landi frá falli WOW. Tekin var ákvörðun um að koma í veg fyrir frekari ferðir þotunnar til þess að tryggja að skuldir WOW vegna notendagjalda, sem hljóðuðu upp á tvo milljarða króna, fengjust greiddar. ALC hafnaði greiðsluskyldunni og krafðist þess að fá vélina afhenta. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi málið á þá leið að Isavia væri heimilt að kyrrsetja vélina vegna skuldar tengdar vélinni. ALC greiddi því skuldir tengdar vélinni, um 87 milljónir króna og krafðist þess í kjölfarið að fá vélina afhenta. Isavia áfrýjaði úrskurðinum hins vegar til Landsréttar sem staðfesti að hluta úrskurð héraðsdóms. Landsréttur breytti þó forsendum úrskurðar héraðsdóms á þá leið að Isavia hafi verið heimilt að halda vélinni sem tryggingu fyrir heildarskuldum WOW. Þá áfrýjaði ALC málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að verulega hafi verið vikið frá réttri málsmeðferð og málinu því aftur skotið til Landsréttar, sem nú hefur öðru sinni úrskurðað í málinu.Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að í úrskurði Landsréttar hafi komið fram að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina til tryggingar vegna heildarskulda WOW air. Hið rétta er að engin efnisleg afstaða er tekin heimilda Isavia hvað þetta varðar.Úrskurð Landsréttar má nálgast hér.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. 28. júní 2019 12:10 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20
Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. 28. júní 2019 12:10