Fjögur börn veik eftir E. coli smit Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2019 12:00 Málið kom upp á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti. Vísir/vilhelm Alvarlegt E.coli smit kom upp á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. Fjögur börn veiktust, þar af liggur eitt þeirra þungt haldið á Landspítalanum vegna bráðanýrnabilunar. Öll höfðu þau verið á ferðalagi um Suðurland skömmu áður en þau veiktust. Sóttvarnarlæknir segir þó að litlar líkur séu á að fleiri kunni að smitast. Smitið kom upp undir lok júnímánaðar. Foreldrar barna á leikskóla í Hafnarfirði fengu póst þar sem þeim var gert viðvart um að eitt barnanna hafi greinst með „alvarlegar afleiðingar eftir niðurgangssýkingu.“ Þrátt fyrir að litlar líkur væru taldar á að smit gæti borist til annarra barna á leikskóladeildinni voru foreldrar beðnir um að gæta fyllstu varúðar. Þannig eru þeir hvattir til að fara með saursýni til læknis ef börn þeirra fá niðurgang fyrir 10. júlí næstkomandi. Læknar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið upplýstir og beðnir um í þessum tilfellum að senda saursýnið í rannsókn til að kanna tilvist e. coli-bakteríunnar. Ef þessi baktería finnst í saursýninu þá þarf barnið að undirgangast ákveðið eftirlit, eins og það er orðað í pósti til foreldranna.Veiktist á Íslandi Það reyndist raunin í tilfelli barnsins sem smitaðist af E.coli í lok júní. Barnið, sem er á þriðja aldursári, hafði veikst á ferðalagi í Bláskógabyggð og var upphaflega talið að um væga magakveisu væri að ræða og því metið óhætt að senda barnið á leikskólann. Þegar barnið tók að kasta upp var farið með það á Barnaspítalann þar sem í ljós kom að barnið var með sjúkdóminn HUS, sem er alvarlegur fylgikvilli E.coli sýkingar. Helstu einkennin eru nýrnabilun sem jafnvel getur valdið óafturkræfum skaða. Barnið liggur nú þungt haldið á spítala og er líðan þess eftir atvikum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa fjögur börn veikst vegna E.coli-smitsins í Hafnarfirði. Börnin sem sýktust búa öll á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við fréttastofu að litlar líkur séu þó taldar á frekar smiti milli barna á deildinni. Matvælastofnun greindi nýlega frá tilvist sjúkdómsvaldandi baktería í kjöti á markaði á Íslandi. Þar kom fram að STEC bakteríur finnast í 30% sýna af lambakjöti og 11,5% sýna af nautgripakjöti. Auk þess geta bakteríurnar fundist í ógerilsneyddri mjólk.Fréttin var uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust frá Landlækni. Upphaflega mátti skilja af orðalagi fréttarinnar að smitið hafi átt rætur að rekja til Hafnarfjarðar en orðalaginu hefur verið breytt eftir að nánari skýringar fengust. E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira
Alvarlegt E.coli smit kom upp á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. Fjögur börn veiktust, þar af liggur eitt þeirra þungt haldið á Landspítalanum vegna bráðanýrnabilunar. Öll höfðu þau verið á ferðalagi um Suðurland skömmu áður en þau veiktust. Sóttvarnarlæknir segir þó að litlar líkur séu á að fleiri kunni að smitast. Smitið kom upp undir lok júnímánaðar. Foreldrar barna á leikskóla í Hafnarfirði fengu póst þar sem þeim var gert viðvart um að eitt barnanna hafi greinst með „alvarlegar afleiðingar eftir niðurgangssýkingu.“ Þrátt fyrir að litlar líkur væru taldar á að smit gæti borist til annarra barna á leikskóladeildinni voru foreldrar beðnir um að gæta fyllstu varúðar. Þannig eru þeir hvattir til að fara með saursýni til læknis ef börn þeirra fá niðurgang fyrir 10. júlí næstkomandi. Læknar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið upplýstir og beðnir um í þessum tilfellum að senda saursýnið í rannsókn til að kanna tilvist e. coli-bakteríunnar. Ef þessi baktería finnst í saursýninu þá þarf barnið að undirgangast ákveðið eftirlit, eins og það er orðað í pósti til foreldranna.Veiktist á Íslandi Það reyndist raunin í tilfelli barnsins sem smitaðist af E.coli í lok júní. Barnið, sem er á þriðja aldursári, hafði veikst á ferðalagi í Bláskógabyggð og var upphaflega talið að um væga magakveisu væri að ræða og því metið óhætt að senda barnið á leikskólann. Þegar barnið tók að kasta upp var farið með það á Barnaspítalann þar sem í ljós kom að barnið var með sjúkdóminn HUS, sem er alvarlegur fylgikvilli E.coli sýkingar. Helstu einkennin eru nýrnabilun sem jafnvel getur valdið óafturkræfum skaða. Barnið liggur nú þungt haldið á spítala og er líðan þess eftir atvikum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa fjögur börn veikst vegna E.coli-smitsins í Hafnarfirði. Börnin sem sýktust búa öll á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við fréttastofu að litlar líkur séu þó taldar á frekar smiti milli barna á deildinni. Matvælastofnun greindi nýlega frá tilvist sjúkdómsvaldandi baktería í kjöti á markaði á Íslandi. Þar kom fram að STEC bakteríur finnast í 30% sýna af lambakjöti og 11,5% sýna af nautgripakjöti. Auk þess geta bakteríurnar fundist í ógerilsneyddri mjólk.Fréttin var uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust frá Landlækni. Upphaflega mátti skilja af orðalagi fréttarinnar að smitið hafi átt rætur að rekja til Hafnarfjarðar en orðalaginu hefur verið breytt eftir að nánari skýringar fengust.
E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira