Leikarinn Terry Crews segir að vinna muni hefjast við undirbúning framhalds grínmyndarinnar White Chicks frá árinu 2004. Crews greindi frá því í spjallþætti Andy Cohen, Watch What Happens Live að hann hafi hitt Wayans bræður sem léku aðalhlutverkin í myndinni.
„Ég hitti Shawn Wayans og hann var alveg klár,“ sagði Crews og bætti við að hann hafi haldið sér í formi síðustu 15 ár til þess að vera tilbúinn til að takast á við hlutverk sitt sem körfuboltastjarnan Latrell Spencer að nýju.
Í kvikmyndinni White Chicks frá 2004 leika Wayans bræður FBI útsendara sem dulbúa sig sem hvítar konur við rannsókn á mannránum. Myndin fékk slæma dóma frá gagnrýnendum en sló rækilega í gegn hjá áhorfendum og var ein stærsta grínmynd ársins.
Terry Crews boðar framhald White Chicks
Andri Eysteinsson skrifar

Mest lesið



Fullkomið tan og tryllt partý
Lífið samstarf



Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju
Lífið samstarf



