Lífið

Ari Ólafsson gefur út lagið Too Good

Andri Eysteinsson skrifar
Ari kynnti lagið í þættinum Tala saman á útvarpsstöðinni 101.
Ari kynnti lagið í þættinum Tala saman á útvarpsstöðinni 101. 101
Söngvarinn Ari Ólafsson, sem tók þátt í Eurovision 2018 fyrir Íslands hönd í Portúgal frumflutti í morgun nýtt lag sitt sem ber heitið Too Good í útvarpsþættinum Tala saman á Útvarpi 101.

Ari vann lagið með vini sínum úr söngnámi sem hann stundar í Lundúnum, Cian Ducrot, og fjallar lagið um mann sem er í sambandi með stelpu og sambandið sé of gott til þess að vera satt.

Um er að ræða fyrsta lagið sem Ari gefur út lagi í sínu nafni og segist hann vera með full mikið af fiðrildum í maganum.

Ari segir meira væntanlegt frá honum í sumar og að tónlistarmaðurinn Auður hafi honum verið mikinn innblástur.

Lag Ara sem unnið er með hinum írska Cian Ducrot má heyra í lok viðtalsins hér að neðan og hefst þegar rúmar 7 mínútur og 20 sekúndur eru liðnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.