Kári Stefánsson mótmælir brottvísun Zainab: „Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2019 23:14 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. FBL/Stefán Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, birti fyrr í dag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist mótmæla harðlega fyrirhugaðri brottvísun á afgönsku stúlkunnar Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab og fjölskylda hennar fá að óbreyttu ekki dvalarleyfi hér á landi og til stendur að senda þau aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. „Ég heiti Kári og ég er fyrrverandi nemandi í Hagaskóla. Ég mótmæli því harðlega, ég mótmæli því af öllu hjarta, af öllu mínu gamla þreytta hjarta að það eigi að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi,“ segir Kári, en Zainab hefur að undanförnu gengið í Hagaskóla, rétt eins og Kári forðum daga. Skólasystkin hennar hafa mótmælt harðlega ákvörðuninni um að vísa henni úr landi.Sjá einnig: Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar„Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum, að skilja það frá þeim stað sem það lítur á sem sitt heimili og henda því út í harðan heim,“ segir Kári í myndbandinu sem þegar hefur fengið yfir tvö þúsund áhorf á þeim rúmu tveimur klukkustundum sem liðið hafa síðan það var birt. „Ég vona heitt og innilega að stjórnvöld sjái að sér. Þess utan er ég óendanlega stoltur af nemendum Hagaskóla fyrir það hvernig þau slá skjaldborg um einn af sínum. Til hamingju með það,“ segir Kári í lok myndbandsins. Kári er langt frá því að vera sá eini sem er andvígur brottvísun Zainab en fyrr í dag voru haldin fjölmenn mótmæli í miðborginni þar sem fjöldi fólks gekk fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli til þess að mótmæla brottvísun Zainabs og fjölskyldu. Mótmælin sneru einnig að brottvísun Afganans Asadulla Sawari og sona hans tveggja, níu og tíu ára. Fyrr í vikunni var greint frá því að annar drengjanna þurfti að leita sér andlegrar hjálpar vegna málsins. Hann hafi verið algjörlega niðurbrotinn í aðdraganda þess að verða sendur aftur til Grikklands. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, birti fyrr í dag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist mótmæla harðlega fyrirhugaðri brottvísun á afgönsku stúlkunnar Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab og fjölskylda hennar fá að óbreyttu ekki dvalarleyfi hér á landi og til stendur að senda þau aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. „Ég heiti Kári og ég er fyrrverandi nemandi í Hagaskóla. Ég mótmæli því harðlega, ég mótmæli því af öllu hjarta, af öllu mínu gamla þreytta hjarta að það eigi að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi,“ segir Kári, en Zainab hefur að undanförnu gengið í Hagaskóla, rétt eins og Kári forðum daga. Skólasystkin hennar hafa mótmælt harðlega ákvörðuninni um að vísa henni úr landi.Sjá einnig: Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar„Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum, að skilja það frá þeim stað sem það lítur á sem sitt heimili og henda því út í harðan heim,“ segir Kári í myndbandinu sem þegar hefur fengið yfir tvö þúsund áhorf á þeim rúmu tveimur klukkustundum sem liðið hafa síðan það var birt. „Ég vona heitt og innilega að stjórnvöld sjái að sér. Þess utan er ég óendanlega stoltur af nemendum Hagaskóla fyrir það hvernig þau slá skjaldborg um einn af sínum. Til hamingju með það,“ segir Kári í lok myndbandsins. Kári er langt frá því að vera sá eini sem er andvígur brottvísun Zainab en fyrr í dag voru haldin fjölmenn mótmæli í miðborginni þar sem fjöldi fólks gekk fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli til þess að mótmæla brottvísun Zainabs og fjölskyldu. Mótmælin sneru einnig að brottvísun Afganans Asadulla Sawari og sona hans tveggja, níu og tíu ára. Fyrr í vikunni var greint frá því að annar drengjanna þurfti að leita sér andlegrar hjálpar vegna málsins. Hann hafi verið algjörlega niðurbrotinn í aðdraganda þess að verða sendur aftur til Grikklands.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11
Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39
Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16