Kári Stefánsson mótmælir brottvísun Zainab: „Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2019 23:14 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. FBL/Stefán Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, birti fyrr í dag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist mótmæla harðlega fyrirhugaðri brottvísun á afgönsku stúlkunnar Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab og fjölskylda hennar fá að óbreyttu ekki dvalarleyfi hér á landi og til stendur að senda þau aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. „Ég heiti Kári og ég er fyrrverandi nemandi í Hagaskóla. Ég mótmæli því harðlega, ég mótmæli því af öllu hjarta, af öllu mínu gamla þreytta hjarta að það eigi að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi,“ segir Kári, en Zainab hefur að undanförnu gengið í Hagaskóla, rétt eins og Kári forðum daga. Skólasystkin hennar hafa mótmælt harðlega ákvörðuninni um að vísa henni úr landi.Sjá einnig: Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar„Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum, að skilja það frá þeim stað sem það lítur á sem sitt heimili og henda því út í harðan heim,“ segir Kári í myndbandinu sem þegar hefur fengið yfir tvö þúsund áhorf á þeim rúmu tveimur klukkustundum sem liðið hafa síðan það var birt. „Ég vona heitt og innilega að stjórnvöld sjái að sér. Þess utan er ég óendanlega stoltur af nemendum Hagaskóla fyrir það hvernig þau slá skjaldborg um einn af sínum. Til hamingju með það,“ segir Kári í lok myndbandsins. Kári er langt frá því að vera sá eini sem er andvígur brottvísun Zainab en fyrr í dag voru haldin fjölmenn mótmæli í miðborginni þar sem fjöldi fólks gekk fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli til þess að mótmæla brottvísun Zainabs og fjölskyldu. Mótmælin sneru einnig að brottvísun Afganans Asadulla Sawari og sona hans tveggja, níu og tíu ára. Fyrr í vikunni var greint frá því að annar drengjanna þurfti að leita sér andlegrar hjálpar vegna málsins. Hann hafi verið algjörlega niðurbrotinn í aðdraganda þess að verða sendur aftur til Grikklands. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, birti fyrr í dag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist mótmæla harðlega fyrirhugaðri brottvísun á afgönsku stúlkunnar Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab og fjölskylda hennar fá að óbreyttu ekki dvalarleyfi hér á landi og til stendur að senda þau aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. „Ég heiti Kári og ég er fyrrverandi nemandi í Hagaskóla. Ég mótmæli því harðlega, ég mótmæli því af öllu hjarta, af öllu mínu gamla þreytta hjarta að það eigi að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi,“ segir Kári, en Zainab hefur að undanförnu gengið í Hagaskóla, rétt eins og Kári forðum daga. Skólasystkin hennar hafa mótmælt harðlega ákvörðuninni um að vísa henni úr landi.Sjá einnig: Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar„Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum, að skilja það frá þeim stað sem það lítur á sem sitt heimili og henda því út í harðan heim,“ segir Kári í myndbandinu sem þegar hefur fengið yfir tvö þúsund áhorf á þeim rúmu tveimur klukkustundum sem liðið hafa síðan það var birt. „Ég vona heitt og innilega að stjórnvöld sjái að sér. Þess utan er ég óendanlega stoltur af nemendum Hagaskóla fyrir það hvernig þau slá skjaldborg um einn af sínum. Til hamingju með það,“ segir Kári í lok myndbandsins. Kári er langt frá því að vera sá eini sem er andvígur brottvísun Zainab en fyrr í dag voru haldin fjölmenn mótmæli í miðborginni þar sem fjöldi fólks gekk fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli til þess að mótmæla brottvísun Zainabs og fjölskyldu. Mótmælin sneru einnig að brottvísun Afganans Asadulla Sawari og sona hans tveggja, níu og tíu ára. Fyrr í vikunni var greint frá því að annar drengjanna þurfti að leita sér andlegrar hjálpar vegna málsins. Hann hafi verið algjörlega niðurbrotinn í aðdraganda þess að verða sendur aftur til Grikklands.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11
Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39
Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16