Óánægja með vinstrislagsíðu stjórnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. júlí 2019 06:15 Grasrót Sjálfstæðisflokksins er ekki á allt sátt við stefnu forystunnar. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Staðan er þung í grasrót Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki aðeins ágreiningur um þriðja orkupakkann og opinberar skeytasendingar milli forystunnar og uppgjafaformanna flokksins heldur er vinstri slagsíða á stjórnarheimilinu helsti uppruni pirrings í grasrót flokksins að mati viðmælenda blaðsins. Áhersla á skattlagningu, sektarheimildir til Jafnréttisstofu og bann við sölu ríkisfyrirtækja á borð við Íslandspóst er meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa nefnt sem dæmi um vinstri áherslur sem fara fyrir brjóstið á flokksmönnum. Áhersla forystunnar á að höfða til Viðreisnarfylgis á kostnað stefnumála flokksins er einnig nefnd forystunni til foráttu. Þótt formaður flokksins njóti almenns stuðnings gætir nokkurrar óánægju með að hann sé að breytast í embættismann og það vanti orðið í hann alla pólitík. Hann þykir standa sig vel í sínu ráðuneyti en það dugir ekki fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að reka ríkið vel. Það þurfi líka að tala um stjórnmál og ræða hægrimálin. Ágreiningur innan flokksins um þriðja orkupakkann er að mati viðmælenda flokksins að mestu leyti í hverfafélögunum í Reykjavík. „Ég er mjög ósáttur. Ég hef talað við fullt af fólki sem er ósátt og margir þeirra hafa sagt sig úr flokknum. Ef þetta fer í gegn, þá mun ég segja mig úr flokknum ásamt fleirum,“ segir Hafsteinn Númason, formaður Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga, um þriðja orkupakkann. Hverfafélögin í Reykjavík hafa lengi talist eitt helsta vígi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og er mönnum nú tíðrætt um óyndi meðal stuðningsmanna hans. Heilt yfir hafa viðmælendur blaðsins frekar áhyggjur af vinstrislagsíðu stjórnarinnar en deilum um þriðja orkupakkann og gagnrýni uppgjafaformanna á forystu flokksins. Sá skjálfti sem farið hefur um flokkinn vegna þess er að mestu hjaðnaður. Þá bíða menn einnig tiltölulega rólegir eftir ákvörðun um nýjan dómsmálaráðherra. Þingflokkurinn fundar í dag og er gert ráð fyrir að málið beri þar á góma en ekki er búist við að tilkynnt verði um nýjan ráðherra fyrr en síðsumars. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Staðan er þung í grasrót Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki aðeins ágreiningur um þriðja orkupakkann og opinberar skeytasendingar milli forystunnar og uppgjafaformanna flokksins heldur er vinstri slagsíða á stjórnarheimilinu helsti uppruni pirrings í grasrót flokksins að mati viðmælenda blaðsins. Áhersla á skattlagningu, sektarheimildir til Jafnréttisstofu og bann við sölu ríkisfyrirtækja á borð við Íslandspóst er meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa nefnt sem dæmi um vinstri áherslur sem fara fyrir brjóstið á flokksmönnum. Áhersla forystunnar á að höfða til Viðreisnarfylgis á kostnað stefnumála flokksins er einnig nefnd forystunni til foráttu. Þótt formaður flokksins njóti almenns stuðnings gætir nokkurrar óánægju með að hann sé að breytast í embættismann og það vanti orðið í hann alla pólitík. Hann þykir standa sig vel í sínu ráðuneyti en það dugir ekki fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að reka ríkið vel. Það þurfi líka að tala um stjórnmál og ræða hægrimálin. Ágreiningur innan flokksins um þriðja orkupakkann er að mati viðmælenda flokksins að mestu leyti í hverfafélögunum í Reykjavík. „Ég er mjög ósáttur. Ég hef talað við fullt af fólki sem er ósátt og margir þeirra hafa sagt sig úr flokknum. Ef þetta fer í gegn, þá mun ég segja mig úr flokknum ásamt fleirum,“ segir Hafsteinn Númason, formaður Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga, um þriðja orkupakkann. Hverfafélögin í Reykjavík hafa lengi talist eitt helsta vígi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og er mönnum nú tíðrætt um óyndi meðal stuðningsmanna hans. Heilt yfir hafa viðmælendur blaðsins frekar áhyggjur af vinstrislagsíðu stjórnarinnar en deilum um þriðja orkupakkann og gagnrýni uppgjafaformanna á forystu flokksins. Sá skjálfti sem farið hefur um flokkinn vegna þess er að mestu hjaðnaður. Þá bíða menn einnig tiltölulega rólegir eftir ákvörðun um nýjan dómsmálaráðherra. Þingflokkurinn fundar í dag og er gert ráð fyrir að málið beri þar á góma en ekki er búist við að tilkynnt verði um nýjan ráðherra fyrr en síðsumars.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira