Jarðskjálftinn í Kaliforníu sá stærsti í aldarfjórðung Vésteinn Örn Pétursson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 5. júlí 2019 10:22 Sprungur eru í mörgum vegum á svæðinu þar sem skjálftinn reið yfir. Dæmi eru um að heilu vegirnir hafi farið í sundur. Matt Hartman/AP Ekki er vitað um nein dauðsföll eða alvarleg meiðsl á fólki eftir jarðskjálftann í Kaliforníu í gær. Skjálftinn, sem var af stærðinni 6,4, er sá stærsti sem mælst hefur í Kaliforníu í aldarfjórðung eða frá árinu 1994. Upptök skjálftans voru við bæinn Ridgecrest 160 kílómetrum norðan við Los Angeles og fannst hann alla leið til Las Vegas en rúmlega 400 kílómetrar eru á á milli borganna tveggja. Jarðeðlisfræðingurinn John Rundle segir í samtali við BBC að talsvert tjón hafi orðið nærri upptökum skjálftans. Hann segir einnig mikla mildi að upptök skjálftans hafi verið jafn langt frá þéttbýliskjörnum eins og raun ber vitni. Sprungur komu í vegi og rafmagnsmöstur féllu til til jarðar. Þá hafa veggir og rúður á heimilum þar sem skjálftans gætti sem mest beðið mikinn skaða.Vörur í mörgum verslunum Los Angeles borgar rötuðu úr hillum sínum og niður á gólf í skjálftanum.Adam Graehl/APSamkvæmt slökkviliðinu í Kern-sýslu var spítalinn í Ridgecrest rýmdur vegna skjálftans. Slökkviliðið brást þá við á þriðja tug tilkynninga vegna skjálftans. Flestar sneru að minniháttar meiðslum íbúa á svæðinu en eitthvað var um að kviknað hefði í heimahúsum í kjölfar skjálftans. Þá gætti skjálftans einnig nálægt China Lake, en það er sprengjuprófunarsvæði sem bandaríski herinn hefur notast við. Embættismaður innan hersins segir allmikið tjón hafa orðið á svæðinu, meðal annars í formi eldsvoða, vatnsleka og leka á spilliefnum. Gavin Newson, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum þar sem skjálftinn reið yfir, en yfirvöld hafa haft áhyggjur af eftirskjálftum frá því í gær. Þá segir borgarstjóri Ridgecrest, Peggy Breeden, að skjálftinn hafi valdið því að einhverjir borgarbúar hafi orðið fyrir hlutum sem féllu til jarðar við skjálftann, auk þess sem gasleiðslur í borginni hafi rofnað. „Við erum vön jarðskjálftum en ekki af þessari stærðargráðu,“ sagði hún í samtali við BBC.Víða féllu rafmagnsstaurar vegna jarðhræringanna.Matt Hartman/AP Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Ekki er talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum. 4. júlí 2019 18:52 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Ekki er vitað um nein dauðsföll eða alvarleg meiðsl á fólki eftir jarðskjálftann í Kaliforníu í gær. Skjálftinn, sem var af stærðinni 6,4, er sá stærsti sem mælst hefur í Kaliforníu í aldarfjórðung eða frá árinu 1994. Upptök skjálftans voru við bæinn Ridgecrest 160 kílómetrum norðan við Los Angeles og fannst hann alla leið til Las Vegas en rúmlega 400 kílómetrar eru á á milli borganna tveggja. Jarðeðlisfræðingurinn John Rundle segir í samtali við BBC að talsvert tjón hafi orðið nærri upptökum skjálftans. Hann segir einnig mikla mildi að upptök skjálftans hafi verið jafn langt frá þéttbýliskjörnum eins og raun ber vitni. Sprungur komu í vegi og rafmagnsmöstur féllu til til jarðar. Þá hafa veggir og rúður á heimilum þar sem skjálftans gætti sem mest beðið mikinn skaða.Vörur í mörgum verslunum Los Angeles borgar rötuðu úr hillum sínum og niður á gólf í skjálftanum.Adam Graehl/APSamkvæmt slökkviliðinu í Kern-sýslu var spítalinn í Ridgecrest rýmdur vegna skjálftans. Slökkviliðið brást þá við á þriðja tug tilkynninga vegna skjálftans. Flestar sneru að minniháttar meiðslum íbúa á svæðinu en eitthvað var um að kviknað hefði í heimahúsum í kjölfar skjálftans. Þá gætti skjálftans einnig nálægt China Lake, en það er sprengjuprófunarsvæði sem bandaríski herinn hefur notast við. Embættismaður innan hersins segir allmikið tjón hafa orðið á svæðinu, meðal annars í formi eldsvoða, vatnsleka og leka á spilliefnum. Gavin Newson, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum þar sem skjálftinn reið yfir, en yfirvöld hafa haft áhyggjur af eftirskjálftum frá því í gær. Þá segir borgarstjóri Ridgecrest, Peggy Breeden, að skjálftinn hafi valdið því að einhverjir borgarbúar hafi orðið fyrir hlutum sem féllu til jarðar við skjálftann, auk þess sem gasleiðslur í borginni hafi rofnað. „Við erum vön jarðskjálftum en ekki af þessari stærðargráðu,“ sagði hún í samtali við BBC.Víða féllu rafmagnsstaurar vegna jarðhræringanna.Matt Hartman/AP
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Ekki er talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum. 4. júlí 2019 18:52 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Ekki er talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum. 4. júlí 2019 18:52