Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2019 19:02 Fiskistofa gerði meðal annars athugasemd við að Hvalur hf. hefði ekki skilað dagbókum um langreyðarveiðar sínar fyrir síðasta veiðitímabil. Vísir/Vilhelm Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf útgerðarfyrirtækinu Hval hf. leyfi til að veiða á langreyði næstu fimm árin í dag. Fyrr á þessu ári ákvað ráðuneytið að framlengja veiðar á langreyði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til fimm ára. Hvalur hf. sótti um úthlutun veiðiheimilda á langareyði um miðjan mars. Útgerðin var einnig með leyfi til að veiða langreyði á síðasta tímabili sem náði frá 2014 til 2018. Veiddar voru tæplega 150 langreyðar við Ísland í fyrra en þá hófst vertíðin 19. júní. Engin langreyður hefur verið veidd á þessu ári þar sem umsókn Hvals hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu þar til í dag. Ólafur Ólafsson, skipstjóri á einu hvalveiðiskipa Hvals hf., sagði fréttstofu Stöðvar 2 í byrjun júní að engar hvalveiðar yrðu þetta sumarið vegna þessa að veiðileyfið hefði ekki verið afgreitt nægilega fljótt. Af gögnum um umsóknina sem fréttastofa fékk afhent frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var hún send Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun til umsagnar. Fiskistofa gerði athugasemd við að Hvalur hf. hefði ekki skilað dagbókum um langreyðarveiðarnar fyrir vertíðirnar 2014 til 2018 sem mælt var fyrir um í veiðileyfinu. Farist hefði fyrir hjá Fiskistofu að ganga á eftir þeim. Við veitingu veiðileyfisins nú var ákveðið að útgerðin þyrfti að hafa frumkvæði að því að skila dagbókunum þó að Fiskistofa kallaði ekki eftir þeim sérstaklega. Kveðið er á um í leyfinu að hægt sé að svipta útgerðina veiðileyfinu tímabundið eða varanlega standi hún ekki skil á dagbókunum. Í dagbókina á meðal annars að skrá upplýsingar um skipið, áhöfnina, ferðir þess, veiðarnar og löndun. Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23 Hvalur hf. ekki fengið nýtt leyfi til langreyðaveiða Vertíð síðasta árs hófst um miðjan júní. 3. júlí 2019 20:49 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf útgerðarfyrirtækinu Hval hf. leyfi til að veiða á langreyði næstu fimm árin í dag. Fyrr á þessu ári ákvað ráðuneytið að framlengja veiðar á langreyði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til fimm ára. Hvalur hf. sótti um úthlutun veiðiheimilda á langareyði um miðjan mars. Útgerðin var einnig með leyfi til að veiða langreyði á síðasta tímabili sem náði frá 2014 til 2018. Veiddar voru tæplega 150 langreyðar við Ísland í fyrra en þá hófst vertíðin 19. júní. Engin langreyður hefur verið veidd á þessu ári þar sem umsókn Hvals hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu þar til í dag. Ólafur Ólafsson, skipstjóri á einu hvalveiðiskipa Hvals hf., sagði fréttstofu Stöðvar 2 í byrjun júní að engar hvalveiðar yrðu þetta sumarið vegna þessa að veiðileyfið hefði ekki verið afgreitt nægilega fljótt. Af gögnum um umsóknina sem fréttastofa fékk afhent frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var hún send Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun til umsagnar. Fiskistofa gerði athugasemd við að Hvalur hf. hefði ekki skilað dagbókum um langreyðarveiðarnar fyrir vertíðirnar 2014 til 2018 sem mælt var fyrir um í veiðileyfinu. Farist hefði fyrir hjá Fiskistofu að ganga á eftir þeim. Við veitingu veiðileyfisins nú var ákveðið að útgerðin þyrfti að hafa frumkvæði að því að skila dagbókunum þó að Fiskistofa kallaði ekki eftir þeim sérstaklega. Kveðið er á um í leyfinu að hægt sé að svipta útgerðina veiðileyfinu tímabundið eða varanlega standi hún ekki skil á dagbókunum. Í dagbókina á meðal annars að skrá upplýsingar um skipið, áhöfnina, ferðir þess, veiðarnar og löndun.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23 Hvalur hf. ekki fengið nýtt leyfi til langreyðaveiða Vertíð síðasta árs hófst um miðjan júní. 3. júlí 2019 20:49 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira
Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23
Hvalur hf. ekki fengið nýtt leyfi til langreyðaveiða Vertíð síðasta árs hófst um miðjan júní. 3. júlí 2019 20:49