Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2019 19:02 Fiskistofa gerði meðal annars athugasemd við að Hvalur hf. hefði ekki skilað dagbókum um langreyðarveiðar sínar fyrir síðasta veiðitímabil. Vísir/Vilhelm Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf útgerðarfyrirtækinu Hval hf. leyfi til að veiða á langreyði næstu fimm árin í dag. Fyrr á þessu ári ákvað ráðuneytið að framlengja veiðar á langreyði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til fimm ára. Hvalur hf. sótti um úthlutun veiðiheimilda á langareyði um miðjan mars. Útgerðin var einnig með leyfi til að veiða langreyði á síðasta tímabili sem náði frá 2014 til 2018. Veiddar voru tæplega 150 langreyðar við Ísland í fyrra en þá hófst vertíðin 19. júní. Engin langreyður hefur verið veidd á þessu ári þar sem umsókn Hvals hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu þar til í dag. Ólafur Ólafsson, skipstjóri á einu hvalveiðiskipa Hvals hf., sagði fréttstofu Stöðvar 2 í byrjun júní að engar hvalveiðar yrðu þetta sumarið vegna þessa að veiðileyfið hefði ekki verið afgreitt nægilega fljótt. Af gögnum um umsóknina sem fréttastofa fékk afhent frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var hún send Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun til umsagnar. Fiskistofa gerði athugasemd við að Hvalur hf. hefði ekki skilað dagbókum um langreyðarveiðarnar fyrir vertíðirnar 2014 til 2018 sem mælt var fyrir um í veiðileyfinu. Farist hefði fyrir hjá Fiskistofu að ganga á eftir þeim. Við veitingu veiðileyfisins nú var ákveðið að útgerðin þyrfti að hafa frumkvæði að því að skila dagbókunum þó að Fiskistofa kallaði ekki eftir þeim sérstaklega. Kveðið er á um í leyfinu að hægt sé að svipta útgerðina veiðileyfinu tímabundið eða varanlega standi hún ekki skil á dagbókunum. Í dagbókina á meðal annars að skrá upplýsingar um skipið, áhöfnina, ferðir þess, veiðarnar og löndun. Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23 Hvalur hf. ekki fengið nýtt leyfi til langreyðaveiða Vertíð síðasta árs hófst um miðjan júní. 3. júlí 2019 20:49 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf útgerðarfyrirtækinu Hval hf. leyfi til að veiða á langreyði næstu fimm árin í dag. Fyrr á þessu ári ákvað ráðuneytið að framlengja veiðar á langreyði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til fimm ára. Hvalur hf. sótti um úthlutun veiðiheimilda á langareyði um miðjan mars. Útgerðin var einnig með leyfi til að veiða langreyði á síðasta tímabili sem náði frá 2014 til 2018. Veiddar voru tæplega 150 langreyðar við Ísland í fyrra en þá hófst vertíðin 19. júní. Engin langreyður hefur verið veidd á þessu ári þar sem umsókn Hvals hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu þar til í dag. Ólafur Ólafsson, skipstjóri á einu hvalveiðiskipa Hvals hf., sagði fréttstofu Stöðvar 2 í byrjun júní að engar hvalveiðar yrðu þetta sumarið vegna þessa að veiðileyfið hefði ekki verið afgreitt nægilega fljótt. Af gögnum um umsóknina sem fréttastofa fékk afhent frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var hún send Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun til umsagnar. Fiskistofa gerði athugasemd við að Hvalur hf. hefði ekki skilað dagbókum um langreyðarveiðarnar fyrir vertíðirnar 2014 til 2018 sem mælt var fyrir um í veiðileyfinu. Farist hefði fyrir hjá Fiskistofu að ganga á eftir þeim. Við veitingu veiðileyfisins nú var ákveðið að útgerðin þyrfti að hafa frumkvæði að því að skila dagbókunum þó að Fiskistofa kallaði ekki eftir þeim sérstaklega. Kveðið er á um í leyfinu að hægt sé að svipta útgerðina veiðileyfinu tímabundið eða varanlega standi hún ekki skil á dagbókunum. Í dagbókina á meðal annars að skrá upplýsingar um skipið, áhöfnina, ferðir þess, veiðarnar og löndun.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23 Hvalur hf. ekki fengið nýtt leyfi til langreyðaveiða Vertíð síðasta árs hófst um miðjan júní. 3. júlí 2019 20:49 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23
Hvalur hf. ekki fengið nýtt leyfi til langreyðaveiða Vertíð síðasta árs hófst um miðjan júní. 3. júlí 2019 20:49