Gjörbylting að helminga einangrunartíma hunda Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2019 20:30 Herdís Hallmarsdóttir er formaður Hundaræktarfélags Íslands Vísir/Sigurjón Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að margvíslegur ávinningur hlytist ef ráðherra myndi fallast á að helminga einangrunartíma hunda. Til að mynda gæti það auðveldað fólki að flytja heim með hundana sína, stytt biðlista, dregið úr kostnaði og aukið dýravelferð. Ekkert sé því til fyrirstöðu að núverandi reglum verði breytt strax. Matvælastofnun hefur lagt til við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær við komuna til landsins. Formaður Hundaræktarfélag Íslands segir tilöguna vera áfangasigur í langri baráttu. Félagið fékk fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans, sem lágu fyrir í vor, voru í samræmi við áhersluatriði félagsins: Núgildandi reglur um einangrun séu ekki á rökum reistar. Það sé því ánægjulegt að MAST leggi til að helminga einangrunarvistina að sögn Herdísar Hallmarsdóttur, formanns Hundaræktarfélagsins. Ávinningurinn af styttingunni yrði margvíslegur.Sjá einnig: Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming„Þetta er gjörbylting. Undanfarin ár hefur verið nokkurra mánaða biðlisti eftir að koma hundi inn til landsins. Helmingun vistunartíma mun væntanlega stytta þann biðlista,“ segir Herdís. Þá megi jafnframt gera ráð fyrir að kostnaður við innflutning hunda muni minnka til muna með styttri einangrun. Að sama skapi mun stytting einangrunar auðvelda fólki að flytja heim með hundana sína, rétt eins og það liðkar fyrir ræktendum að flytja inn nýjar tegundir. „Mögulega mun það verða til þess að auka genafjölbreytileikann í ræktun á Íslandi. Þannig að þetta mun hafa, fyrir hundahald í heild sinni, góð áhrif,“ segir Herdís.Hagur dýranna ofar öllu Það eru þó ein rök veigameiri en önnur. „Það sem langmestu máli skiptir er dýravelferðarsjónarmiðið. Að vista ekki dýrið lengur en nauðsyn krefur; eitt, án eigenda sinna og annarra heimilismeðlima. Þetta er grundvallarbreyting og fjórar vikur eru miklu lengri tími en tvær vikur í því samhengi.“ Herdís segir að í ljósi tillagna MAST og röksemdanna sem búa þeim að baki sé fátt því til fyrirstöðu að breyta regluverkinu. Hún er því með skýr skilaboð til ráðhera. „Það er ekkert í vegi fyrir ráðherra að breyta þessu strax. Hann þarf bara að breyta reglugerð. Síðan getum við hugað að samstarfi í framhaldinu. Þessi breyting fyrir hundaeigendur ætti að eiga sér stað strax,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands. Dýr Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15 Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar. 10. apríl 2019 07:30 Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að margvíslegur ávinningur hlytist ef ráðherra myndi fallast á að helminga einangrunartíma hunda. Til að mynda gæti það auðveldað fólki að flytja heim með hundana sína, stytt biðlista, dregið úr kostnaði og aukið dýravelferð. Ekkert sé því til fyrirstöðu að núverandi reglum verði breytt strax. Matvælastofnun hefur lagt til við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær við komuna til landsins. Formaður Hundaræktarfélag Íslands segir tilöguna vera áfangasigur í langri baráttu. Félagið fékk fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans, sem lágu fyrir í vor, voru í samræmi við áhersluatriði félagsins: Núgildandi reglur um einangrun séu ekki á rökum reistar. Það sé því ánægjulegt að MAST leggi til að helminga einangrunarvistina að sögn Herdísar Hallmarsdóttur, formanns Hundaræktarfélagsins. Ávinningurinn af styttingunni yrði margvíslegur.Sjá einnig: Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming„Þetta er gjörbylting. Undanfarin ár hefur verið nokkurra mánaða biðlisti eftir að koma hundi inn til landsins. Helmingun vistunartíma mun væntanlega stytta þann biðlista,“ segir Herdís. Þá megi jafnframt gera ráð fyrir að kostnaður við innflutning hunda muni minnka til muna með styttri einangrun. Að sama skapi mun stytting einangrunar auðvelda fólki að flytja heim með hundana sína, rétt eins og það liðkar fyrir ræktendum að flytja inn nýjar tegundir. „Mögulega mun það verða til þess að auka genafjölbreytileikann í ræktun á Íslandi. Þannig að þetta mun hafa, fyrir hundahald í heild sinni, góð áhrif,“ segir Herdís.Hagur dýranna ofar öllu Það eru þó ein rök veigameiri en önnur. „Það sem langmestu máli skiptir er dýravelferðarsjónarmiðið. Að vista ekki dýrið lengur en nauðsyn krefur; eitt, án eigenda sinna og annarra heimilismeðlima. Þetta er grundvallarbreyting og fjórar vikur eru miklu lengri tími en tvær vikur í því samhengi.“ Herdís segir að í ljósi tillagna MAST og röksemdanna sem búa þeim að baki sé fátt því til fyrirstöðu að breyta regluverkinu. Hún er því með skýr skilaboð til ráðhera. „Það er ekkert í vegi fyrir ráðherra að breyta þessu strax. Hann þarf bara að breyta reglugerð. Síðan getum við hugað að samstarfi í framhaldinu. Þessi breyting fyrir hundaeigendur ætti að eiga sér stað strax,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands.
Dýr Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15 Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar. 10. apríl 2019 07:30 Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15
Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar. 10. apríl 2019 07:30
Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49