Selfyssingar fagna veðurstöð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2019 22:30 Selfyssingar hafa nú fengið sína eigin veðurstöð frá Veðurstofu Íslands. Stöðin veitir allar helstu veðurupplýsingar, auk þess sem hún nýtist vel fyrir Sveitarfélagið Árborg við hönnun mannvirkja og fráveitna. Nýja veðurstöðin er staðsett á hesthúsasvæðinu á Selfossi, eða á Brávöllum, sem er félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Starfsmenn Veðurstofunnar sáu um að koma stöðinni upp en hún er sjálfvirk á allan hátt. Sveitarfélagið Árborg greiðir um eina milljón króna á ári fyrir veðurstöðina til Veðurstofunnar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar hefur barist fyrir því í níu ár að stöðinni yrði komið upp. „Stöðin mælir vindhraða í tíu metra hæð frá jörðu, líka lofthita í tveggja metra hæð frá jörðu, svo mælir hún úrkomu og rakastig í lofti“, segir Tómas Ellert. En var nauðsynlegt að fá veðurstöð á Selfoss? „Algjörlega nauðsynlegt einfaldlega vegna þess að við þurfum á henni að halda varðandi það að við erum að fara í miklar veituframkvæmdir þannig að hún nýtist þannig til að fylgjast með úrkomu og hún getur sparað okkur jafnvel kostnað í stærð á rörum og slíku“. Tómas Ellert segir að stöðin muni að sjálfsögðu nýtast íbúum og almenningi í landinu mjög vel því á vef Veðurstofunnar séu alltaf nýjustu upplýsingar um veðrið á Selfossi. Þá má geta þess að önnur veðurstöð er í Árborg en hún er á Eyrarbakka. „Þær sýna mismunandi niðurstöður, það geta t.d. verið gagnstæðar vindáttir annars vegar á Eyrarbakka og hins vegar á Selfossi og hitastigið er líka misjafnt“. Tómas Ellert er mjög montinn af nýju veðurstöðinni og hann segist ekki finna annað en að bæjarbúar séu það líka. „Til hamingju Selfyssingar með því að vera loksins komnir á kortið“.Það tók níu ár að fá veðurstöðina setta upp á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Veður Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Selfyssingar hafa nú fengið sína eigin veðurstöð frá Veðurstofu Íslands. Stöðin veitir allar helstu veðurupplýsingar, auk þess sem hún nýtist vel fyrir Sveitarfélagið Árborg við hönnun mannvirkja og fráveitna. Nýja veðurstöðin er staðsett á hesthúsasvæðinu á Selfossi, eða á Brávöllum, sem er félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Starfsmenn Veðurstofunnar sáu um að koma stöðinni upp en hún er sjálfvirk á allan hátt. Sveitarfélagið Árborg greiðir um eina milljón króna á ári fyrir veðurstöðina til Veðurstofunnar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar hefur barist fyrir því í níu ár að stöðinni yrði komið upp. „Stöðin mælir vindhraða í tíu metra hæð frá jörðu, líka lofthita í tveggja metra hæð frá jörðu, svo mælir hún úrkomu og rakastig í lofti“, segir Tómas Ellert. En var nauðsynlegt að fá veðurstöð á Selfoss? „Algjörlega nauðsynlegt einfaldlega vegna þess að við þurfum á henni að halda varðandi það að við erum að fara í miklar veituframkvæmdir þannig að hún nýtist þannig til að fylgjast með úrkomu og hún getur sparað okkur jafnvel kostnað í stærð á rörum og slíku“. Tómas Ellert segir að stöðin muni að sjálfsögðu nýtast íbúum og almenningi í landinu mjög vel því á vef Veðurstofunnar séu alltaf nýjustu upplýsingar um veðrið á Selfossi. Þá má geta þess að önnur veðurstöð er í Árborg en hún er á Eyrarbakka. „Þær sýna mismunandi niðurstöður, það geta t.d. verið gagnstæðar vindáttir annars vegar á Eyrarbakka og hins vegar á Selfossi og hitastigið er líka misjafnt“. Tómas Ellert er mjög montinn af nýju veðurstöðinni og hann segist ekki finna annað en að bæjarbúar séu það líka. „Til hamingju Selfyssingar með því að vera loksins komnir á kortið“.Það tók níu ár að fá veðurstöðina setta upp á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Veður Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira