Fanney Eiríksdóttir látin Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2019 18:58 Fanney og Ragnar voru einlæg og opinská í ferlinu og var baráttuhugur Fanneyjar mörgum innblástur. Fanney Eiríksdóttir lést í nótt á líknardeild Landspítalans eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. Hún lætur eftir sig eiginmann, Ragnar Snæ Njálsson, og tvö börn. Fanney greindist með krabbameinið degi eftir 20 vikna sónar þar sem þau hjónin fengu að vita að þau ættu von á dreng. Fyrir áttu þau dótturina Emilý Rósu, fimm ára, og í september á síðasta ári fæddist sonur þeirra Erik Fjólar sem er tæplega tíu mánaða gamall. Barátta Fanneyjar vakti mikla athygli en hún var staðráðin í því að gefast aldrei upp, sérstaklega barna sinna vegna. Þegar þau fengu fréttirnar að hún væri með krabbamein kom því aldrei til greina að stöðva meðgönguna, þau vildu frekar klára hana og hefja meðferð strax að henni lokinni.Fjölskyldan um síðustu jól.Barátta sem hreyfði við mörgum Þau Fanney og Ragnar tjáðu sig um ferlið á einlægan hátt í viðtali í Ísland í dag fyrr í vor. Þá hafði meinið dreift sér en það kom ekki í ljós fyrr en Fanney var látin fara í jáeindaskanna, átta mánuðum eftir greiningu. „Hún fer ekki í jáeindaskanna fyrr en átta mánuðum eftir að hún er greind. Fyrir mér er það eitthvað svo galið. Svo í millitíðinni að fá fréttir úr segulómskoðuninni að þetta líti svo vel út og allt sé í góðum farvegi þegar það er ekki. Mér finnst þetta bara svo undarlegt allt saman,“ sagði Ragnar.Sjá einnig: Ætlar að gera allt til að vera til staðar fyrir börnin í framtíðinni Þrátt fyrir þetta gafst Fanney aldrei upp og tileinkaði sér jákvætt hugarfar. Hún sagðist ekki horfa á krabbameinið sem tapaða baráttu þar sem hún ætti tvö yndisleg börn og ætlaði hún að gera allt sem í valdi hennar væri til þess að vera í lífi þeirra eins lengi og mögulegt væri. „Maður verður bara að reyna að vera jákvæður og hafa húmorinn í lagi. Þetta er bara mitt verkefni og ég þarf bara að takast á við það,“ sagði Fanney.Fanney lifir í börnunum Eiginmaður Fanneyjar greindi frá andláti hennar í einlægri færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði Fanneyju hafa verið umkringda fjölskyldu og ástvinum við kveðjustundina. Hún hafi barist fram á síðustu stundu og hafi aldrei gefist upp. „Þrátt fyrir langt, strangt og ósanngjarnt ferli hafði hún ávallt jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi og sá þetta aldrei sem mögulega niðurstöðu. Meinið tók stakkaskiptum eftir að það komst í beinin, óx á ógnarhraða og áttum við undir lokin því miður við ofurefli að etja. Í dag eru einungis 4-5 dagar síðan við áttuðum okkur á þeirri staðreynd og svo er þetta strax búið,“ segir Ragnar í færslunni. Hann segist hugga sig við það að nú ríki yfir henni friður og hún sé laus við þær þjáningar sem fylgja sjúkdómnum. Þau hafi náð að fara yfir þau mál sem skiptu þau máli og hann sé þakklátur fyrir það. „Stefnan er 100% skýr og mun minning hennar verða heiðruð í orðum og verkum um ókomna tíð. Fanney lifir áfram í gimsteinunum okkar.“ Ragnar þakkar fyrir sýndan stuðning og hlýhug og minnist Fanneyjar með þakklæti. Þau hafi átt óteljandi hamingjustundir saman og hún hafi verið blessun í hans lífi. Andlát Tengdar fréttir Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína sem berst við krabbamein. 10. ágúst 2018 10:00 Lærir að meta litlu hlutina og að nýta hvern einasta dag Ragnar Snær Njálsson tók handboltaskóna úr hillunni á dögunum en undanfarna mánuði hefur hann barist á öðrum vígstöðvum. 7. mars 2019 10:00 Ætlar að gera allt til að vera til staðar fyrir börnin í framtíðinni Degi eftir að hin 32 ára Fanney Eiríksdóttir fékk að vita að hún og maður hennar, Ragnar Snær, ættu von á dreng, fengu þau að vita að hún væri með krabbamein. 16. apríl 2019 09:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Fanney Eiríksdóttir lést í nótt á líknardeild Landspítalans eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. Hún lætur eftir sig eiginmann, Ragnar Snæ Njálsson, og tvö börn. Fanney greindist með krabbameinið degi eftir 20 vikna sónar þar sem þau hjónin fengu að vita að þau ættu von á dreng. Fyrir áttu þau dótturina Emilý Rósu, fimm ára, og í september á síðasta ári fæddist sonur þeirra Erik Fjólar sem er tæplega tíu mánaða gamall. Barátta Fanneyjar vakti mikla athygli en hún var staðráðin í því að gefast aldrei upp, sérstaklega barna sinna vegna. Þegar þau fengu fréttirnar að hún væri með krabbamein kom því aldrei til greina að stöðva meðgönguna, þau vildu frekar klára hana og hefja meðferð strax að henni lokinni.Fjölskyldan um síðustu jól.Barátta sem hreyfði við mörgum Þau Fanney og Ragnar tjáðu sig um ferlið á einlægan hátt í viðtali í Ísland í dag fyrr í vor. Þá hafði meinið dreift sér en það kom ekki í ljós fyrr en Fanney var látin fara í jáeindaskanna, átta mánuðum eftir greiningu. „Hún fer ekki í jáeindaskanna fyrr en átta mánuðum eftir að hún er greind. Fyrir mér er það eitthvað svo galið. Svo í millitíðinni að fá fréttir úr segulómskoðuninni að þetta líti svo vel út og allt sé í góðum farvegi þegar það er ekki. Mér finnst þetta bara svo undarlegt allt saman,“ sagði Ragnar.Sjá einnig: Ætlar að gera allt til að vera til staðar fyrir börnin í framtíðinni Þrátt fyrir þetta gafst Fanney aldrei upp og tileinkaði sér jákvætt hugarfar. Hún sagðist ekki horfa á krabbameinið sem tapaða baráttu þar sem hún ætti tvö yndisleg börn og ætlaði hún að gera allt sem í valdi hennar væri til þess að vera í lífi þeirra eins lengi og mögulegt væri. „Maður verður bara að reyna að vera jákvæður og hafa húmorinn í lagi. Þetta er bara mitt verkefni og ég þarf bara að takast á við það,“ sagði Fanney.Fanney lifir í börnunum Eiginmaður Fanneyjar greindi frá andláti hennar í einlægri færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði Fanneyju hafa verið umkringda fjölskyldu og ástvinum við kveðjustundina. Hún hafi barist fram á síðustu stundu og hafi aldrei gefist upp. „Þrátt fyrir langt, strangt og ósanngjarnt ferli hafði hún ávallt jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi og sá þetta aldrei sem mögulega niðurstöðu. Meinið tók stakkaskiptum eftir að það komst í beinin, óx á ógnarhraða og áttum við undir lokin því miður við ofurefli að etja. Í dag eru einungis 4-5 dagar síðan við áttuðum okkur á þeirri staðreynd og svo er þetta strax búið,“ segir Ragnar í færslunni. Hann segist hugga sig við það að nú ríki yfir henni friður og hún sé laus við þær þjáningar sem fylgja sjúkdómnum. Þau hafi náð að fara yfir þau mál sem skiptu þau máli og hann sé þakklátur fyrir það. „Stefnan er 100% skýr og mun minning hennar verða heiðruð í orðum og verkum um ókomna tíð. Fanney lifir áfram í gimsteinunum okkar.“ Ragnar þakkar fyrir sýndan stuðning og hlýhug og minnist Fanneyjar með þakklæti. Þau hafi átt óteljandi hamingjustundir saman og hún hafi verið blessun í hans lífi.
Andlát Tengdar fréttir Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína sem berst við krabbamein. 10. ágúst 2018 10:00 Lærir að meta litlu hlutina og að nýta hvern einasta dag Ragnar Snær Njálsson tók handboltaskóna úr hillunni á dögunum en undanfarna mánuði hefur hann barist á öðrum vígstöðvum. 7. mars 2019 10:00 Ætlar að gera allt til að vera til staðar fyrir börnin í framtíðinni Degi eftir að hin 32 ára Fanney Eiríksdóttir fékk að vita að hún og maður hennar, Ragnar Snær, ættu von á dreng, fengu þau að vita að hún væri með krabbamein. 16. apríl 2019 09:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína sem berst við krabbamein. 10. ágúst 2018 10:00
Lærir að meta litlu hlutina og að nýta hvern einasta dag Ragnar Snær Njálsson tók handboltaskóna úr hillunni á dögunum en undanfarna mánuði hefur hann barist á öðrum vígstöðvum. 7. mars 2019 10:00
Ætlar að gera allt til að vera til staðar fyrir börnin í framtíðinni Degi eftir að hin 32 ára Fanney Eiríksdóttir fékk að vita að hún og maður hennar, Ragnar Snær, ættu von á dreng, fengu þau að vita að hún væri með krabbamein. 16. apríl 2019 09:30