Segir málefni barna ekki í forgangi hjá meirihlutanum Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2019 22:05 Kolbrún Baldursdóttir er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það vera ljóst að málefni barna og barnafjölskyldna sé ekki í forgangi hjá meirihlutanum í borginni. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð finni hún ekki mikið fyrir því í verki. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í Sprengisandi í morgun. Hún segir það vera sitt mat að þau málefni sem brenni á henni er snerta barnafjölskyldur og börn séu ekki forgangsmál meirihlutans heldur sé frekar notað stór orð sem líta vel út á blaði. „Þau vilja láta þetta líta rosalega vel út og þetta eru alveg falleg orð á blaði en þarna á bak við er hópur barna sem líður illa í skólanum, það erum við auðvitað að sjá þegar landlæknir er að koma með skýrslur um kvíða og sjálfskaða og allt það,“ segir Kolbrún. „Ég hef verið að benda á að það er ekki nóg að setja einhverja sæta stefnu á blað og setja síðan ekki nægan pening í það til þess að hægt sé að mæta þá þörfum allra barna,“ segir hún og bætir við að hún hafi lagt fram fjölda af tillögum varðandi þessi mál við misgóðar undirtektir.Vill frekar að meirihlutinn játi að fyrirkomulagið sé ekki að ganga upp Kolbrún segist finna til með starfsfólki á menntasviði borgarinnar þar sem þau fái mikinn fjölda af kvörtunum sem þau geti ekki gert neitt í. Það sé ekki þeim að kenna heldur vanti fjármagn í þennan málaflokk og segist Kolbrún vera ósátt við það hvernig fjármunum er ráðstafað. Hún hafi reynt að vekja máls á þessu en verandi í minnihluta sé ekki líklegt að þau mál fari í gegn. Það sé sárt að horfa upp á það þegar tillögum er vísað frá og þær felldar. „Þá vil ég frekar að það sé viðurkennt að þetta er ekki að virka, þessi skóli án aðgreiningar er ekki að ná því fram með þessu fjármagni sem er verið að setja í það,“ segir Kolbrún.Hægt er að hlusta á viðtalið við Kolbrúnu í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það vera ljóst að málefni barna og barnafjölskyldna sé ekki í forgangi hjá meirihlutanum í borginni. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð finni hún ekki mikið fyrir því í verki. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í Sprengisandi í morgun. Hún segir það vera sitt mat að þau málefni sem brenni á henni er snerta barnafjölskyldur og börn séu ekki forgangsmál meirihlutans heldur sé frekar notað stór orð sem líta vel út á blaði. „Þau vilja láta þetta líta rosalega vel út og þetta eru alveg falleg orð á blaði en þarna á bak við er hópur barna sem líður illa í skólanum, það erum við auðvitað að sjá þegar landlæknir er að koma með skýrslur um kvíða og sjálfskaða og allt það,“ segir Kolbrún. „Ég hef verið að benda á að það er ekki nóg að setja einhverja sæta stefnu á blað og setja síðan ekki nægan pening í það til þess að hægt sé að mæta þá þörfum allra barna,“ segir hún og bætir við að hún hafi lagt fram fjölda af tillögum varðandi þessi mál við misgóðar undirtektir.Vill frekar að meirihlutinn játi að fyrirkomulagið sé ekki að ganga upp Kolbrún segist finna til með starfsfólki á menntasviði borgarinnar þar sem þau fái mikinn fjölda af kvörtunum sem þau geti ekki gert neitt í. Það sé ekki þeim að kenna heldur vanti fjármagn í þennan málaflokk og segist Kolbrún vera ósátt við það hvernig fjármunum er ráðstafað. Hún hafi reynt að vekja máls á þessu en verandi í minnihluta sé ekki líklegt að þau mál fari í gegn. Það sé sárt að horfa upp á það þegar tillögum er vísað frá og þær felldar. „Þá vil ég frekar að það sé viðurkennt að þetta er ekki að virka, þessi skóli án aðgreiningar er ekki að ná því fram með þessu fjármagni sem er verið að setja í það,“ segir Kolbrún.Hægt er að hlusta á viðtalið við Kolbrúnu í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira