Íslenska martröðin Guðmundur Steingrímsson skrifar 8. júlí 2019 07:00 Eitthvað það eftirminnilegasta sem ég lærði í bókmenntafræði í íslenskudeildinni í háskólanum á árum áður var viss greinarmunur sem málaður var sterkum litum í einum snilldarfyrirlestrinum hjá Matthíasi heitnum Viðari Sæmundssyni, að mig minnir, á milli spennusögu og hryllingssögu. Munurinn er þessi: Í spennusögu er vitað hverjir eru persónur og leikendur. Hetjan á sér andstæðing sem allir vita hver er, eða tekst á við hættur sem eru fyrirliggjandi og öllum ljósar. Í hryllingi hins vegar er þessu öðruvísi farið. Þá er ekki vitað hver ógnin er. Andstæðingurinn er hulinn eða sveipaður það mikilli dulúð að eðli hans er ráðgáta. Hetjan kljáist við duldar ógnir, einhvers konar drauga eða yfirskilvitlegar ófreskjur jafnvel. Úr verður martraðarkenndur hryllingur. Stundum finnst mér Ísland vera svona martraðarkenndur hryllingur. Það eru vissulega stór orð, en þau eru sögð í þessu tiltekna bókmenntafræðilega samhengi. Íslenskt samfélag ber stundum, að mínu mati, þessi einkenni hryllingssögunnar að því leyti til, að oft er eins og viss upptök böls eða hryllings séu falin. Maður veit ekki hvaðan hið vonda kemur.Hver vill senda börnin burt? Þetta er auðvitað ekki megineinkenni á íslensku samfélagi, svo hjálpi okkur almættið. Svo langt leiddur af svartsýni er ég ekki. Margt er hér fagurt og gott. Né heldur er ég viss um að þetta tiltekna einkenni sé á einhvern hátt sérstakt fyrir Ísland. Ég held að öll samfélög þurfi að búa við svona martraðir í mismiklum mæli, að orsakir vondra huta — öfl sem stuðla að óhamingju — eru hulin og þar með illa upprætanleg. Þessar spaklegu hugsanir um samfélagið ól ég með mér í vaxandi mæli undir fréttaflutningi liðinnar viku. Enn og aftur berast fregnir af því að vísa eigi börnum á flótta úr landi. Slíkar fréttir skekja íslenskt samfélag oftsinnis. Maður verður ákaflega mikið var við það, að fólki misbýður þessi harðneskja. Skiljanlega. Af hverju getur samfélagið ekki tekið fólki opnum örmum sem býr við neyð annars staðar? Hvar er mannúðin? Að senda eigi börn aftur í ömurleikann og ógnirnar, slíkt hugnast manni ekki. Og þá fer maður að hugsa, og ég er viss um að margir hugsa það sama: Hver ákvað þetta? Hver ber ábyrgð á þessari stefnu? Af hverju er sá aðili ekki látinn svara? Eiga þessar ákvarðanir sér kannski engan málsvara? Við blasir allt í einu hin bókmenntafræðilega skilgreining á hryllingssögu. Ófreskjan er óþekkt. Hún er falin. Auglýst eftir málsvara Ég geri því ekki skóna að einhvers staðar í kerfinu bruggi yfirskilvitleg ófreskja launráð, en það stappar nærri. Eitt er alla vega á hreinu: Sé það stefna íslenskra yfirvalda að vísa eigi börnum úr landi sem hingað hafa komið með fjölskyldum sínum úr lífshættulegu umhverfi heimalanda sinna og náð jafnvel að skapa tengsl við íslenskt samfélag, eignast vini og lífsviðurværi, þá verður einhver ráðamaður þjóðarinnar að stíga fram og upplýsa okkur hin um að hann beri ábyrgð á þeirri stefnu og að hann styðji svona aðgerðir heilshugar. Út af einhverju. Við þann sama aðila er þá hægt að taka rökræðuna, og baráttan fyrir breytingum á stefnunni verður á allan hátt heilbrigðari. Ísland verður spennusaga, ekki martröð. Ástandið er fáránlegt Það er ríkisstjórn í landinu. Vill hún vísa börnunum burt? Vill forsætisráðherra það? Ef svo er, þá segi hún það. Ef svo er ekki, þá segi hún það líka. Það er ekki hægt að búa svo um hnútana þegar kemur að umdeildum og sárum mannúðarmálum að einhvers konar kerfislæg nauðung skyldi Íslendinga til þess að vera andstyggilegir við börn. Samfélagið skal vera mannanna verk, ekki flókið og óskiljanlegt vélvirki þar sem tölvan segir nei. Ráðherra stígur fram Um helgina steig dómsmálaráðherra fram. Og jú, hún freistaði þess að útskýra stefnuna. Fjölskyldurnar fengu vernd í Grikklandi upphaflega og þangað verða þær því að fara aftur. Og jafnt skal yfir alla ganga. Það eru 9.000 börn með sömu stöðu í Grikklandi. Eigum við að taka við þeim öllum? spurði Þórdís Kolbrún. Ég hef tilhneigingu til að svara þeirri spurningu játandi. Ég efast hins vegar um að spurningin sé í nægum tengslum við raunveruleikann til að hafa einhverja þýðingu. Ísland og Grikkland eru ekki einu löndin í heiminum. Ólíklegt er að allir vilji koma til Íslands. Mann grunar að ráðherra freisti þess hér að hlaupa með umræðuna út í móa. Svo er það líka þetta með að jafnt skuli yfir alla ganga. Ég staldra við. Ef öll börn eiga að fá sömu meðferð, hver er þá sú meðferð? Leyfa þeim að vera í skóla hér smá, eignast vini, finna von um nýtt og betra líf. Vísa þeim svo burt? Ráðherra gerði rétt að stíga fram og reyna að svara, en ég hef það á tilfinningunni að hún hafi ekki talað með hjartanu. Eftir stendur martröðin óbreytt: Hver raunverulega — af heilum hug — vill þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Hælisleitendur Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Eitthvað það eftirminnilegasta sem ég lærði í bókmenntafræði í íslenskudeildinni í háskólanum á árum áður var viss greinarmunur sem málaður var sterkum litum í einum snilldarfyrirlestrinum hjá Matthíasi heitnum Viðari Sæmundssyni, að mig minnir, á milli spennusögu og hryllingssögu. Munurinn er þessi: Í spennusögu er vitað hverjir eru persónur og leikendur. Hetjan á sér andstæðing sem allir vita hver er, eða tekst á við hættur sem eru fyrirliggjandi og öllum ljósar. Í hryllingi hins vegar er þessu öðruvísi farið. Þá er ekki vitað hver ógnin er. Andstæðingurinn er hulinn eða sveipaður það mikilli dulúð að eðli hans er ráðgáta. Hetjan kljáist við duldar ógnir, einhvers konar drauga eða yfirskilvitlegar ófreskjur jafnvel. Úr verður martraðarkenndur hryllingur. Stundum finnst mér Ísland vera svona martraðarkenndur hryllingur. Það eru vissulega stór orð, en þau eru sögð í þessu tiltekna bókmenntafræðilega samhengi. Íslenskt samfélag ber stundum, að mínu mati, þessi einkenni hryllingssögunnar að því leyti til, að oft er eins og viss upptök böls eða hryllings séu falin. Maður veit ekki hvaðan hið vonda kemur.Hver vill senda börnin burt? Þetta er auðvitað ekki megineinkenni á íslensku samfélagi, svo hjálpi okkur almættið. Svo langt leiddur af svartsýni er ég ekki. Margt er hér fagurt og gott. Né heldur er ég viss um að þetta tiltekna einkenni sé á einhvern hátt sérstakt fyrir Ísland. Ég held að öll samfélög þurfi að búa við svona martraðir í mismiklum mæli, að orsakir vondra huta — öfl sem stuðla að óhamingju — eru hulin og þar með illa upprætanleg. Þessar spaklegu hugsanir um samfélagið ól ég með mér í vaxandi mæli undir fréttaflutningi liðinnar viku. Enn og aftur berast fregnir af því að vísa eigi börnum á flótta úr landi. Slíkar fréttir skekja íslenskt samfélag oftsinnis. Maður verður ákaflega mikið var við það, að fólki misbýður þessi harðneskja. Skiljanlega. Af hverju getur samfélagið ekki tekið fólki opnum örmum sem býr við neyð annars staðar? Hvar er mannúðin? Að senda eigi börn aftur í ömurleikann og ógnirnar, slíkt hugnast manni ekki. Og þá fer maður að hugsa, og ég er viss um að margir hugsa það sama: Hver ákvað þetta? Hver ber ábyrgð á þessari stefnu? Af hverju er sá aðili ekki látinn svara? Eiga þessar ákvarðanir sér kannski engan málsvara? Við blasir allt í einu hin bókmenntafræðilega skilgreining á hryllingssögu. Ófreskjan er óþekkt. Hún er falin. Auglýst eftir málsvara Ég geri því ekki skóna að einhvers staðar í kerfinu bruggi yfirskilvitleg ófreskja launráð, en það stappar nærri. Eitt er alla vega á hreinu: Sé það stefna íslenskra yfirvalda að vísa eigi börnum úr landi sem hingað hafa komið með fjölskyldum sínum úr lífshættulegu umhverfi heimalanda sinna og náð jafnvel að skapa tengsl við íslenskt samfélag, eignast vini og lífsviðurværi, þá verður einhver ráðamaður þjóðarinnar að stíga fram og upplýsa okkur hin um að hann beri ábyrgð á þeirri stefnu og að hann styðji svona aðgerðir heilshugar. Út af einhverju. Við þann sama aðila er þá hægt að taka rökræðuna, og baráttan fyrir breytingum á stefnunni verður á allan hátt heilbrigðari. Ísland verður spennusaga, ekki martröð. Ástandið er fáránlegt Það er ríkisstjórn í landinu. Vill hún vísa börnunum burt? Vill forsætisráðherra það? Ef svo er, þá segi hún það. Ef svo er ekki, þá segi hún það líka. Það er ekki hægt að búa svo um hnútana þegar kemur að umdeildum og sárum mannúðarmálum að einhvers konar kerfislæg nauðung skyldi Íslendinga til þess að vera andstyggilegir við börn. Samfélagið skal vera mannanna verk, ekki flókið og óskiljanlegt vélvirki þar sem tölvan segir nei. Ráðherra stígur fram Um helgina steig dómsmálaráðherra fram. Og jú, hún freistaði þess að útskýra stefnuna. Fjölskyldurnar fengu vernd í Grikklandi upphaflega og þangað verða þær því að fara aftur. Og jafnt skal yfir alla ganga. Það eru 9.000 börn með sömu stöðu í Grikklandi. Eigum við að taka við þeim öllum? spurði Þórdís Kolbrún. Ég hef tilhneigingu til að svara þeirri spurningu játandi. Ég efast hins vegar um að spurningin sé í nægum tengslum við raunveruleikann til að hafa einhverja þýðingu. Ísland og Grikkland eru ekki einu löndin í heiminum. Ólíklegt er að allir vilji koma til Íslands. Mann grunar að ráðherra freisti þess hér að hlaupa með umræðuna út í móa. Svo er það líka þetta með að jafnt skuli yfir alla ganga. Ég staldra við. Ef öll börn eiga að fá sömu meðferð, hver er þá sú meðferð? Leyfa þeim að vera í skóla hér smá, eignast vini, finna von um nýtt og betra líf. Vísa þeim svo burt? Ráðherra gerði rétt að stíga fram og reyna að svara, en ég hef það á tilfinningunni að hún hafi ekki talað með hjartanu. Eftir stendur martröðin óbreytt: Hver raunverulega — af heilum hug — vill þetta?
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar