Íslenska martröðin Guðmundur Steingrímsson skrifar 8. júlí 2019 07:00 Eitthvað það eftirminnilegasta sem ég lærði í bókmenntafræði í íslenskudeildinni í háskólanum á árum áður var viss greinarmunur sem málaður var sterkum litum í einum snilldarfyrirlestrinum hjá Matthíasi heitnum Viðari Sæmundssyni, að mig minnir, á milli spennusögu og hryllingssögu. Munurinn er þessi: Í spennusögu er vitað hverjir eru persónur og leikendur. Hetjan á sér andstæðing sem allir vita hver er, eða tekst á við hættur sem eru fyrirliggjandi og öllum ljósar. Í hryllingi hins vegar er þessu öðruvísi farið. Þá er ekki vitað hver ógnin er. Andstæðingurinn er hulinn eða sveipaður það mikilli dulúð að eðli hans er ráðgáta. Hetjan kljáist við duldar ógnir, einhvers konar drauga eða yfirskilvitlegar ófreskjur jafnvel. Úr verður martraðarkenndur hryllingur. Stundum finnst mér Ísland vera svona martraðarkenndur hryllingur. Það eru vissulega stór orð, en þau eru sögð í þessu tiltekna bókmenntafræðilega samhengi. Íslenskt samfélag ber stundum, að mínu mati, þessi einkenni hryllingssögunnar að því leyti til, að oft er eins og viss upptök böls eða hryllings séu falin. Maður veit ekki hvaðan hið vonda kemur.Hver vill senda börnin burt? Þetta er auðvitað ekki megineinkenni á íslensku samfélagi, svo hjálpi okkur almættið. Svo langt leiddur af svartsýni er ég ekki. Margt er hér fagurt og gott. Né heldur er ég viss um að þetta tiltekna einkenni sé á einhvern hátt sérstakt fyrir Ísland. Ég held að öll samfélög þurfi að búa við svona martraðir í mismiklum mæli, að orsakir vondra huta — öfl sem stuðla að óhamingju — eru hulin og þar með illa upprætanleg. Þessar spaklegu hugsanir um samfélagið ól ég með mér í vaxandi mæli undir fréttaflutningi liðinnar viku. Enn og aftur berast fregnir af því að vísa eigi börnum á flótta úr landi. Slíkar fréttir skekja íslenskt samfélag oftsinnis. Maður verður ákaflega mikið var við það, að fólki misbýður þessi harðneskja. Skiljanlega. Af hverju getur samfélagið ekki tekið fólki opnum örmum sem býr við neyð annars staðar? Hvar er mannúðin? Að senda eigi börn aftur í ömurleikann og ógnirnar, slíkt hugnast manni ekki. Og þá fer maður að hugsa, og ég er viss um að margir hugsa það sama: Hver ákvað þetta? Hver ber ábyrgð á þessari stefnu? Af hverju er sá aðili ekki látinn svara? Eiga þessar ákvarðanir sér kannski engan málsvara? Við blasir allt í einu hin bókmenntafræðilega skilgreining á hryllingssögu. Ófreskjan er óþekkt. Hún er falin. Auglýst eftir málsvara Ég geri því ekki skóna að einhvers staðar í kerfinu bruggi yfirskilvitleg ófreskja launráð, en það stappar nærri. Eitt er alla vega á hreinu: Sé það stefna íslenskra yfirvalda að vísa eigi börnum úr landi sem hingað hafa komið með fjölskyldum sínum úr lífshættulegu umhverfi heimalanda sinna og náð jafnvel að skapa tengsl við íslenskt samfélag, eignast vini og lífsviðurværi, þá verður einhver ráðamaður þjóðarinnar að stíga fram og upplýsa okkur hin um að hann beri ábyrgð á þeirri stefnu og að hann styðji svona aðgerðir heilshugar. Út af einhverju. Við þann sama aðila er þá hægt að taka rökræðuna, og baráttan fyrir breytingum á stefnunni verður á allan hátt heilbrigðari. Ísland verður spennusaga, ekki martröð. Ástandið er fáránlegt Það er ríkisstjórn í landinu. Vill hún vísa börnunum burt? Vill forsætisráðherra það? Ef svo er, þá segi hún það. Ef svo er ekki, þá segi hún það líka. Það er ekki hægt að búa svo um hnútana þegar kemur að umdeildum og sárum mannúðarmálum að einhvers konar kerfislæg nauðung skyldi Íslendinga til þess að vera andstyggilegir við börn. Samfélagið skal vera mannanna verk, ekki flókið og óskiljanlegt vélvirki þar sem tölvan segir nei. Ráðherra stígur fram Um helgina steig dómsmálaráðherra fram. Og jú, hún freistaði þess að útskýra stefnuna. Fjölskyldurnar fengu vernd í Grikklandi upphaflega og þangað verða þær því að fara aftur. Og jafnt skal yfir alla ganga. Það eru 9.000 börn með sömu stöðu í Grikklandi. Eigum við að taka við þeim öllum? spurði Þórdís Kolbrún. Ég hef tilhneigingu til að svara þeirri spurningu játandi. Ég efast hins vegar um að spurningin sé í nægum tengslum við raunveruleikann til að hafa einhverja þýðingu. Ísland og Grikkland eru ekki einu löndin í heiminum. Ólíklegt er að allir vilji koma til Íslands. Mann grunar að ráðherra freisti þess hér að hlaupa með umræðuna út í móa. Svo er það líka þetta með að jafnt skuli yfir alla ganga. Ég staldra við. Ef öll börn eiga að fá sömu meðferð, hver er þá sú meðferð? Leyfa þeim að vera í skóla hér smá, eignast vini, finna von um nýtt og betra líf. Vísa þeim svo burt? Ráðherra gerði rétt að stíga fram og reyna að svara, en ég hef það á tilfinningunni að hún hafi ekki talað með hjartanu. Eftir stendur martröðin óbreytt: Hver raunverulega — af heilum hug — vill þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Hælisleitendur Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Eitthvað það eftirminnilegasta sem ég lærði í bókmenntafræði í íslenskudeildinni í háskólanum á árum áður var viss greinarmunur sem málaður var sterkum litum í einum snilldarfyrirlestrinum hjá Matthíasi heitnum Viðari Sæmundssyni, að mig minnir, á milli spennusögu og hryllingssögu. Munurinn er þessi: Í spennusögu er vitað hverjir eru persónur og leikendur. Hetjan á sér andstæðing sem allir vita hver er, eða tekst á við hættur sem eru fyrirliggjandi og öllum ljósar. Í hryllingi hins vegar er þessu öðruvísi farið. Þá er ekki vitað hver ógnin er. Andstæðingurinn er hulinn eða sveipaður það mikilli dulúð að eðli hans er ráðgáta. Hetjan kljáist við duldar ógnir, einhvers konar drauga eða yfirskilvitlegar ófreskjur jafnvel. Úr verður martraðarkenndur hryllingur. Stundum finnst mér Ísland vera svona martraðarkenndur hryllingur. Það eru vissulega stór orð, en þau eru sögð í þessu tiltekna bókmenntafræðilega samhengi. Íslenskt samfélag ber stundum, að mínu mati, þessi einkenni hryllingssögunnar að því leyti til, að oft er eins og viss upptök böls eða hryllings séu falin. Maður veit ekki hvaðan hið vonda kemur.Hver vill senda börnin burt? Þetta er auðvitað ekki megineinkenni á íslensku samfélagi, svo hjálpi okkur almættið. Svo langt leiddur af svartsýni er ég ekki. Margt er hér fagurt og gott. Né heldur er ég viss um að þetta tiltekna einkenni sé á einhvern hátt sérstakt fyrir Ísland. Ég held að öll samfélög þurfi að búa við svona martraðir í mismiklum mæli, að orsakir vondra huta — öfl sem stuðla að óhamingju — eru hulin og þar með illa upprætanleg. Þessar spaklegu hugsanir um samfélagið ól ég með mér í vaxandi mæli undir fréttaflutningi liðinnar viku. Enn og aftur berast fregnir af því að vísa eigi börnum á flótta úr landi. Slíkar fréttir skekja íslenskt samfélag oftsinnis. Maður verður ákaflega mikið var við það, að fólki misbýður þessi harðneskja. Skiljanlega. Af hverju getur samfélagið ekki tekið fólki opnum örmum sem býr við neyð annars staðar? Hvar er mannúðin? Að senda eigi börn aftur í ömurleikann og ógnirnar, slíkt hugnast manni ekki. Og þá fer maður að hugsa, og ég er viss um að margir hugsa það sama: Hver ákvað þetta? Hver ber ábyrgð á þessari stefnu? Af hverju er sá aðili ekki látinn svara? Eiga þessar ákvarðanir sér kannski engan málsvara? Við blasir allt í einu hin bókmenntafræðilega skilgreining á hryllingssögu. Ófreskjan er óþekkt. Hún er falin. Auglýst eftir málsvara Ég geri því ekki skóna að einhvers staðar í kerfinu bruggi yfirskilvitleg ófreskja launráð, en það stappar nærri. Eitt er alla vega á hreinu: Sé það stefna íslenskra yfirvalda að vísa eigi börnum úr landi sem hingað hafa komið með fjölskyldum sínum úr lífshættulegu umhverfi heimalanda sinna og náð jafnvel að skapa tengsl við íslenskt samfélag, eignast vini og lífsviðurværi, þá verður einhver ráðamaður þjóðarinnar að stíga fram og upplýsa okkur hin um að hann beri ábyrgð á þeirri stefnu og að hann styðji svona aðgerðir heilshugar. Út af einhverju. Við þann sama aðila er þá hægt að taka rökræðuna, og baráttan fyrir breytingum á stefnunni verður á allan hátt heilbrigðari. Ísland verður spennusaga, ekki martröð. Ástandið er fáránlegt Það er ríkisstjórn í landinu. Vill hún vísa börnunum burt? Vill forsætisráðherra það? Ef svo er, þá segi hún það. Ef svo er ekki, þá segi hún það líka. Það er ekki hægt að búa svo um hnútana þegar kemur að umdeildum og sárum mannúðarmálum að einhvers konar kerfislæg nauðung skyldi Íslendinga til þess að vera andstyggilegir við börn. Samfélagið skal vera mannanna verk, ekki flókið og óskiljanlegt vélvirki þar sem tölvan segir nei. Ráðherra stígur fram Um helgina steig dómsmálaráðherra fram. Og jú, hún freistaði þess að útskýra stefnuna. Fjölskyldurnar fengu vernd í Grikklandi upphaflega og þangað verða þær því að fara aftur. Og jafnt skal yfir alla ganga. Það eru 9.000 börn með sömu stöðu í Grikklandi. Eigum við að taka við þeim öllum? spurði Þórdís Kolbrún. Ég hef tilhneigingu til að svara þeirri spurningu játandi. Ég efast hins vegar um að spurningin sé í nægum tengslum við raunveruleikann til að hafa einhverja þýðingu. Ísland og Grikkland eru ekki einu löndin í heiminum. Ólíklegt er að allir vilji koma til Íslands. Mann grunar að ráðherra freisti þess hér að hlaupa með umræðuna út í móa. Svo er það líka þetta með að jafnt skuli yfir alla ganga. Ég staldra við. Ef öll börn eiga að fá sömu meðferð, hver er þá sú meðferð? Leyfa þeim að vera í skóla hér smá, eignast vini, finna von um nýtt og betra líf. Vísa þeim svo burt? Ráðherra gerði rétt að stíga fram og reyna að svara, en ég hef það á tilfinningunni að hún hafi ekki talað með hjartanu. Eftir stendur martröðin óbreytt: Hver raunverulega — af heilum hug — vill þetta?
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun