Körfubolti

Nýi leikmaður Stólanna er tveimur árum eldri en Hlynur Bærings og Jón Arnór

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jasmin Perkovic í leik fyrir tíu árum.
Jasmin Perkovic í leik fyrir tíu árum. Getty/ Wojciech Figursk
Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson hættu í vetur í íslenska landsliðinu vegna aldurs en þeir eru samt langt frá því að vera elstu leikmenn Domino´s deildar karla á næstu leiktíð.

Tindastóll tilkynnti það í gær að félagið væri búið að gera samning við króatíska framherjann JasminPerkovic.

Það er ljóst að þar eru Stólarnir ekki að sækja sér einhvern nýgræðing í boltanum.

JasminPerkovic er orðinn 38 ára gamall en hann er fæddur árið 1980. Perkovic mun halda upp á 39 ára afmælið sitt á jóladag. Perkovic er síðan 205 sentímetrar á hæð og 117 kíló. Hann er því engin smásmíði.

Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson eru báðir fæddir árið 1982 og það eru líka tveir aðrir liðsfélagar Jóns Arnórs hjá KR eða þeir Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon.

Perkovic lék sína fyrstu leiki sem atvinnumaður með RijekaRijeka í Króatíu fyrir meira en tuttugu árum síðan og á ferlinum hefur hann spilað með liðum frá Króatíu, Slóveníu, Bosníu, Grikklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Austurríki, Kúveit og Slóvakíu.

Perkovic kláraði síðustu leiktíð á að vera deildarmeistari í Slóvakíu með InterBratislava. Þar á undan var hann deildarmeistari í Austurríki.

Á síðasta tímabili var JasminPerkovic með 7,8 stig og 3,1 frákast að meðaltali á 13,7 mínútum í leik. Tímabilið á undan var hann með 12,5 stig og 7,0 fráköst að meðaltali á 27,5 mínútum í leik með króatíska liðinu KKSkrljevo.

Perkovic vann silfur á HM 21 árs liða með króatíska landsliðinu árið 2001. Hann hefur líka orðið þýskur og bosnískur meistari á sínum ferli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×