Olga Steinunn er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2019 11:20 Olga Steinunn lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn. Vísir Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir er látin eftir baráttu sem hún hefur háð við brjóstakrabbamein eftir greiningu árið 2013. Olga barðist við meinið fyrir opnum dyrum, ræddi baráttuna opinskátt í fjölmiðlum og fór sína leið í að bregðast við brjóstnáminu. Í stað þess að fara í uppbyggingu á brjóstinu ákvað hún að fá sér húðflúr yfir örið. Olga Steinunn bloggaði um baráttu sína lengi vel og enduðu allar færslur hennar á orðunum fuck cancer. „Mér finnst þetta mjög viðeigandi, því þetta er fokking fokk,“ sagði Olga Steinunn í þættinum Flúr & Fólk á stöð 2 í janúar 2017. Þar sýndi hún fólki nýja húðflúrið sem var fallegt blóm.„Ég veit að það er mikið mál fyrir margar konur í sömu stöðu að fara í sund. Mér finnst það allt í lagi og ef einhver krakki stendur og horfir eða spyr hvað hafi gerst, svara ég bara: „Brjóstið mitt var veikt og þess vegna þurfti að taka það.“ Fyrir flest börn er það nóg og þau segja: „Já, er það? Mamma réttu mér sjampóið“,“ sagði Olga Steinunn í forsíðuviðtali Vikunnar árið 2017. Olga Steinunn tók þátt í átaki Bleiku slaufunnar árið 2018 en um er að ræða árlegt átak Krabbameinsfélagsins í október þar sem vakið er athygli á baráttu kvenna við krabbamein og mikilvægi þess að fara í skoðun. Hún sagði mikilvægt að velta dauðanum fyrir sér og ræða hann.Betri umgjörð þurfi fyrir börn veikra foreldra „Sérstaklega þegar hann hangir svona fyrir ofan mig og andar ofan í hálsmálið á mér og fjölskyldunni. Ég sætti mig auðvitað ekki við að deyja og hræðist það á vissan hátt, en ég vil eiga góð ár framundan. Mér finnst líka mikilvægt að ræða um dauðann við lífsförunautinn og fara yfir helstu óskir manns.“ Þá vöktu Olga Steinunn og Gísli Álfgeirsson, eiginmaður hennar, athygli á að betri umgjörð þurfi fyrir börn veikra foreldra í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir tveimur mánuðum. „Við tölum um dauðann og það að deyja og reynum svolítið að lifa lífinu eins og það er, þótt það geti verið ömurlegt og gott inni á milli,“ sagði Gísli og ráðlagði foreldrum í sömu stöðu að gera slíkt hið sama.Mikilvægt að segja börnunum satt „Alltaf bara segja satt, vera heiðarlegur, svara spurningum, vera hreinskilinn og opinn eins og hægt er og þú vilt. Gefa sér tíma þegar barnið þarf að spyrja.“ Þá segir Olga það sérstaklega mikilvægt að svara spurningum barnanna þar sem þau munu geta í eyðurnar sem hjálpi ekki til. „Ef að þeim er ekki svarað þá geta þau í eyðurnar og þessar eyður sem þau geta í eru kannski kolrangar,“ sagði Olga og benti á að hugmyndaflug barna gæti oft leitt þau á villigötur. Þau færu að kenna sér sjálfum um fráfall foreldris. „Við verðum að vera það hreinskilin við þau að þau skilji.“ Mikilvægt sé að huga að börnum sem missi foreldra. Áfallið hjá barninu komi oft ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna. Til þurfi að vera áætlun hvernig eigi að bregðast við til að hjálpa börnunum í þeirri stöðu. Andlát Tengdar fréttir „Krabbameinið er fokking fokk“ „Ég er með eitt húðflúr á löppinni sem er pínulítið mitt einkennismerki, og þar stendur Fuck Cancer,“ segir Olga Steinunn Stefánsdóttir sem missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. 11. janúar 2017 12:30 Betri umgjörð þarf fyrir börn veikra foreldra Kona með ólæknandi krabbamein segir að þegar maður veit að dauðinn er á næsta leyti sé mikilvægt að vita að börnin manns séu í öruggum höndum. Heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli. 1. maí 2019 21:14 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir er látin eftir baráttu sem hún hefur háð við brjóstakrabbamein eftir greiningu árið 2013. Olga barðist við meinið fyrir opnum dyrum, ræddi baráttuna opinskátt í fjölmiðlum og fór sína leið í að bregðast við brjóstnáminu. Í stað þess að fara í uppbyggingu á brjóstinu ákvað hún að fá sér húðflúr yfir örið. Olga Steinunn bloggaði um baráttu sína lengi vel og enduðu allar færslur hennar á orðunum fuck cancer. „Mér finnst þetta mjög viðeigandi, því þetta er fokking fokk,“ sagði Olga Steinunn í þættinum Flúr & Fólk á stöð 2 í janúar 2017. Þar sýndi hún fólki nýja húðflúrið sem var fallegt blóm.„Ég veit að það er mikið mál fyrir margar konur í sömu stöðu að fara í sund. Mér finnst það allt í lagi og ef einhver krakki stendur og horfir eða spyr hvað hafi gerst, svara ég bara: „Brjóstið mitt var veikt og þess vegna þurfti að taka það.“ Fyrir flest börn er það nóg og þau segja: „Já, er það? Mamma réttu mér sjampóið“,“ sagði Olga Steinunn í forsíðuviðtali Vikunnar árið 2017. Olga Steinunn tók þátt í átaki Bleiku slaufunnar árið 2018 en um er að ræða árlegt átak Krabbameinsfélagsins í október þar sem vakið er athygli á baráttu kvenna við krabbamein og mikilvægi þess að fara í skoðun. Hún sagði mikilvægt að velta dauðanum fyrir sér og ræða hann.Betri umgjörð þurfi fyrir börn veikra foreldra „Sérstaklega þegar hann hangir svona fyrir ofan mig og andar ofan í hálsmálið á mér og fjölskyldunni. Ég sætti mig auðvitað ekki við að deyja og hræðist það á vissan hátt, en ég vil eiga góð ár framundan. Mér finnst líka mikilvægt að ræða um dauðann við lífsförunautinn og fara yfir helstu óskir manns.“ Þá vöktu Olga Steinunn og Gísli Álfgeirsson, eiginmaður hennar, athygli á að betri umgjörð þurfi fyrir börn veikra foreldra í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir tveimur mánuðum. „Við tölum um dauðann og það að deyja og reynum svolítið að lifa lífinu eins og það er, þótt það geti verið ömurlegt og gott inni á milli,“ sagði Gísli og ráðlagði foreldrum í sömu stöðu að gera slíkt hið sama.Mikilvægt að segja börnunum satt „Alltaf bara segja satt, vera heiðarlegur, svara spurningum, vera hreinskilinn og opinn eins og hægt er og þú vilt. Gefa sér tíma þegar barnið þarf að spyrja.“ Þá segir Olga það sérstaklega mikilvægt að svara spurningum barnanna þar sem þau munu geta í eyðurnar sem hjálpi ekki til. „Ef að þeim er ekki svarað þá geta þau í eyðurnar og þessar eyður sem þau geta í eru kannski kolrangar,“ sagði Olga og benti á að hugmyndaflug barna gæti oft leitt þau á villigötur. Þau færu að kenna sér sjálfum um fráfall foreldris. „Við verðum að vera það hreinskilin við þau að þau skilji.“ Mikilvægt sé að huga að börnum sem missi foreldra. Áfallið hjá barninu komi oft ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna. Til þurfi að vera áætlun hvernig eigi að bregðast við til að hjálpa börnunum í þeirri stöðu.
Andlát Tengdar fréttir „Krabbameinið er fokking fokk“ „Ég er með eitt húðflúr á löppinni sem er pínulítið mitt einkennismerki, og þar stendur Fuck Cancer,“ segir Olga Steinunn Stefánsdóttir sem missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. 11. janúar 2017 12:30 Betri umgjörð þarf fyrir börn veikra foreldra Kona með ólæknandi krabbamein segir að þegar maður veit að dauðinn er á næsta leyti sé mikilvægt að vita að börnin manns séu í öruggum höndum. Heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli. 1. maí 2019 21:14 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Krabbameinið er fokking fokk“ „Ég er með eitt húðflúr á löppinni sem er pínulítið mitt einkennismerki, og þar stendur Fuck Cancer,“ segir Olga Steinunn Stefánsdóttir sem missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. 11. janúar 2017 12:30
Betri umgjörð þarf fyrir börn veikra foreldra Kona með ólæknandi krabbamein segir að þegar maður veit að dauðinn er á næsta leyti sé mikilvægt að vita að börnin manns séu í öruggum höndum. Heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli. 1. maí 2019 21:14