Gönguglaður refur gekk fram af vísindamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 12:01 Læðan sem gekk yfir hafísinn til Kanada þegar hún var merkt í Krossfirði á Svalbarða 29. júlí árið 2017. AP/Elise Strömseng/Norska pólstofnunin Norskir vísindamenn voru forviða þegar staðsetningaról sem þeir komu fyrir á heimskautaref á Svalbarða sýndi að hann hafði gengið á fimmta þúsund kílómetra til nyrsta hluta Kanada á fjórum mánuðum. Refirnir eru þekktir fyrir að vera harðgerir og víðförlir en vegalengdin er ein sú mesta sem vitað er að refur hafi ferðast. Starfsmenn Norsku pólstofnunarinnar komu fyrir ól með gervihnattarstaðsetningarmerki á ungri læðu á Spitsbergen í Svalbarðaeyjaklasanum sumarið 2017. Fylgdust þeir svo með ferðum hennar í gegnum gervihnött. Refurinn yfirgaf fæðingarstað sinn á Svalbarða 1. mars í fyrra og var kominn til Grænlands yfir hafísinn aðeins 21 degi síðar. Aðeins um þremur mánuðum síðar var hann kominn til Ellesmere-eyju á nyrsta hjara Kanada 1. júlí, að sögn AP-fréttastofunnar. Á ferðalaginu gekk refurinn að meðaltali 46,3 kílómetra á dag. Þegar hann kom til Kanada hafði hann gengið 4.415 kílómetra. Í beinni loftlínu eru 1.789 kílómetrar á milli grenisins þar sem hann kom í heiminn og kanadísku eyjarinnar. Til samanburðar er hringvegurinn á Íslandi rúmir 1.300 kílómetrar samkvæmt vef Vegagerðinnar. Læðan var sú eina af 50-60 refum sem vísindamennirnir merktu sem hætti sér út fyrir Svalbarða. „Þegar þetta byrjaði að gerast hugsuðum við „Er þetta virkilega satt?“ segir Arnaud Tarroux, einn vísindamannanna sem fylgdust með ferðum læðunnar við Washington Post. Að þeim hvarflaði að villa gæti verið í gögnunum. Svo reyndist þó ekki vera. Þegar þeir báru ferðir læðunnar saman við hreyfingar hafíssins sást að þær stemmdu.Leiðin sem læðan gekk yfir hafísinn frá Svalbarða í austri til Ellesmere-eyju í vestri með viðkomu á Grænlandi.AP/ESRI/Norska pólstofnuninHop hafíssins hefur einangrað íslenska refastofninn Þekkt er að refir geri víðreist um norðurskautið. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós skyldleika refa á ólíkum hlutum þess sem aðeins hafís tengir saman. Friðþjófur Nansen, norski norðurskautsfarinn og Nóbelsverðlaunahafinn, furðaði sig þannig á því þegar hann fann ný tófuspor á hafísnum þegar hann reyndi að komast á norðurpólinn undir lok 19. aldar. „Hvað í veröldinni var refur að gera hérna úti á villtu hafinu? Ætli þeir hafi villst?“ skrifaði hann í dagbók sína. Engu að síður kom göngugleði læðunnar vísindamönnunum í opna skjöldu og ekki síður hversu hratt hún fór yfir. „Við vissum í raun ekki hvernig þeir gerðu þetta og hversu lengi það tæki einstakling að fara slíka ferð,“ segir Tarroux. Ekki er vitað hvers vegna refir leggja upp í slíkar langferðir. Mögulegt er talið að orsökin sé fæðurskortur. Staðsetningaról læðunnar gaf upp öndina í febrúar. Síðast spurðist til hennar á Ellesmere-eyju. Tarroux bendir á að ferðir sem þessar verði ómögulegar í framtíðinni haldi hafísinn á norðurskautinu áfram að hverfa vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hop hafíssins hafi þegar einangrað refastofninn á Íslandi. Dýr Grænland Kanada Noregur Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Fólk á höfuðborgarsvæðinu verður miklum meira vart við melrakkann en áður. 14. september 2018 13:41 Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Norskir vísindamenn voru forviða þegar staðsetningaról sem þeir komu fyrir á heimskautaref á Svalbarða sýndi að hann hafði gengið á fimmta þúsund kílómetra til nyrsta hluta Kanada á fjórum mánuðum. Refirnir eru þekktir fyrir að vera harðgerir og víðförlir en vegalengdin er ein sú mesta sem vitað er að refur hafi ferðast. Starfsmenn Norsku pólstofnunarinnar komu fyrir ól með gervihnattarstaðsetningarmerki á ungri læðu á Spitsbergen í Svalbarðaeyjaklasanum sumarið 2017. Fylgdust þeir svo með ferðum hennar í gegnum gervihnött. Refurinn yfirgaf fæðingarstað sinn á Svalbarða 1. mars í fyrra og var kominn til Grænlands yfir hafísinn aðeins 21 degi síðar. Aðeins um þremur mánuðum síðar var hann kominn til Ellesmere-eyju á nyrsta hjara Kanada 1. júlí, að sögn AP-fréttastofunnar. Á ferðalaginu gekk refurinn að meðaltali 46,3 kílómetra á dag. Þegar hann kom til Kanada hafði hann gengið 4.415 kílómetra. Í beinni loftlínu eru 1.789 kílómetrar á milli grenisins þar sem hann kom í heiminn og kanadísku eyjarinnar. Til samanburðar er hringvegurinn á Íslandi rúmir 1.300 kílómetrar samkvæmt vef Vegagerðinnar. Læðan var sú eina af 50-60 refum sem vísindamennirnir merktu sem hætti sér út fyrir Svalbarða. „Þegar þetta byrjaði að gerast hugsuðum við „Er þetta virkilega satt?“ segir Arnaud Tarroux, einn vísindamannanna sem fylgdust með ferðum læðunnar við Washington Post. Að þeim hvarflaði að villa gæti verið í gögnunum. Svo reyndist þó ekki vera. Þegar þeir báru ferðir læðunnar saman við hreyfingar hafíssins sást að þær stemmdu.Leiðin sem læðan gekk yfir hafísinn frá Svalbarða í austri til Ellesmere-eyju í vestri með viðkomu á Grænlandi.AP/ESRI/Norska pólstofnuninHop hafíssins hefur einangrað íslenska refastofninn Þekkt er að refir geri víðreist um norðurskautið. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós skyldleika refa á ólíkum hlutum þess sem aðeins hafís tengir saman. Friðþjófur Nansen, norski norðurskautsfarinn og Nóbelsverðlaunahafinn, furðaði sig þannig á því þegar hann fann ný tófuspor á hafísnum þegar hann reyndi að komast á norðurpólinn undir lok 19. aldar. „Hvað í veröldinni var refur að gera hérna úti á villtu hafinu? Ætli þeir hafi villst?“ skrifaði hann í dagbók sína. Engu að síður kom göngugleði læðunnar vísindamönnunum í opna skjöldu og ekki síður hversu hratt hún fór yfir. „Við vissum í raun ekki hvernig þeir gerðu þetta og hversu lengi það tæki einstakling að fara slíka ferð,“ segir Tarroux. Ekki er vitað hvers vegna refir leggja upp í slíkar langferðir. Mögulegt er talið að orsökin sé fæðurskortur. Staðsetningaról læðunnar gaf upp öndina í febrúar. Síðast spurðist til hennar á Ellesmere-eyju. Tarroux bendir á að ferðir sem þessar verði ómögulegar í framtíðinni haldi hafísinn á norðurskautinu áfram að hverfa vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hop hafíssins hafi þegar einangrað refastofninn á Íslandi.
Dýr Grænland Kanada Noregur Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Fólk á höfuðborgarsvæðinu verður miklum meira vart við melrakkann en áður. 14. september 2018 13:41 Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00
Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Fólk á höfuðborgarsvæðinu verður miklum meira vart við melrakkann en áður. 14. september 2018 13:41
Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2. júní 2019 20:00