Enginn þurfti að borga inn á einstaka tónleika í Básum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2019 15:25 Fjöldi fólks hlustaði á fagra tóna sveitarinnar og sólin skein. „Þetta var frábær stemmning, rosalega flott veður og flott tónlist,“ segir Sigríður Karlsdóttir vörður í skála Útivistar í Básum. Hljómsveitin GÓSS spilaði fyrir gesti á Goðalandi á laugardagskvöldið og var stemmningin sérstaklega góð að sögn Sigríðar. Þau Guðmundur Óskar, Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius eru á tónleikaferðalagi um landið og duttu ferðalangar í Básum í lukkupottinn á laugardagskvöld.Sigurður, Sigríður og Góskar í rjómablíðu í Básum.Sigríður skálavörður telur helgina hafa verið þá fjölmennustu í Básum í sumar. Líklega hafi 800-1000 manns verið í tjöldum og skálum laugardagsnóttina og bróðurparturinn skellt sér á tónleika. „Svo voru auðvitað líka þeir sem komu bara til að fara á tónleikana,“ segir Sigríður.Allur gangur var á því hvort börnin hlustuðu af athygli eða nutu tónlistarinnar í bakgrunni meðan á leik stóð.Svið hafi verið búið til uppi á hól og þar í kring hafi fólk setið. Fólk á öllum aldri og hvaðanæva að úr heiminum enda Þórsmörk vinsæll aðkomustaður erlendra sem innlendra ferðamanna. Þeir sem ganga Fimmvörðuháls úr Skógum koma niður í Básum. Fjöldi manns gekk hálsinn um helgina.Lopapeysur og flíspeysur voru vinsælar í Básum.Ókeypis var á tónleikana og meira að segja lögreglan kíkti í heimsókn. Laganna verðir þurftu þó engin afskipti að hafa af gestum að sögn Sigríðar. Alls ekki sé algengt að blásið sé til tónleika í Básum. Hljómsveitarmeðlimir segja að dagurinn hafi verið „algalinn“ en fyrr um daginn spiluðu þau fyrir gesti og íbúa á Sólheimum í Grímsnesi. Rangárþing eystra Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
„Þetta var frábær stemmning, rosalega flott veður og flott tónlist,“ segir Sigríður Karlsdóttir vörður í skála Útivistar í Básum. Hljómsveitin GÓSS spilaði fyrir gesti á Goðalandi á laugardagskvöldið og var stemmningin sérstaklega góð að sögn Sigríðar. Þau Guðmundur Óskar, Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius eru á tónleikaferðalagi um landið og duttu ferðalangar í Básum í lukkupottinn á laugardagskvöld.Sigurður, Sigríður og Góskar í rjómablíðu í Básum.Sigríður skálavörður telur helgina hafa verið þá fjölmennustu í Básum í sumar. Líklega hafi 800-1000 manns verið í tjöldum og skálum laugardagsnóttina og bróðurparturinn skellt sér á tónleika. „Svo voru auðvitað líka þeir sem komu bara til að fara á tónleikana,“ segir Sigríður.Allur gangur var á því hvort börnin hlustuðu af athygli eða nutu tónlistarinnar í bakgrunni meðan á leik stóð.Svið hafi verið búið til uppi á hól og þar í kring hafi fólk setið. Fólk á öllum aldri og hvaðanæva að úr heiminum enda Þórsmörk vinsæll aðkomustaður erlendra sem innlendra ferðamanna. Þeir sem ganga Fimmvörðuháls úr Skógum koma niður í Básum. Fjöldi manns gekk hálsinn um helgina.Lopapeysur og flíspeysur voru vinsælar í Básum.Ókeypis var á tónleikana og meira að segja lögreglan kíkti í heimsókn. Laganna verðir þurftu þó engin afskipti að hafa af gestum að sögn Sigríðar. Alls ekki sé algengt að blásið sé til tónleika í Básum. Hljómsveitarmeðlimir segja að dagurinn hafi verið „algalinn“ en fyrr um daginn spiluðu þau fyrir gesti og íbúa á Sólheimum í Grímsnesi.
Rangárþing eystra Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira