Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 16:00 Sýni sem tekin hafa verið eru til rannsóknar hjá sóttvarnalækni, MAST og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. vísir/getty Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. Að sögn staðgengils forstöðumanns neytendaverndarsviðs Matvælastofnunar (MAST) er talið nokkuð víst að bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni en matvæli og snerting við dýr eru enn til skoðunar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þau tíu börn sem greinst hafi séu á aldrinum fimm mánaða til tólf ára en flest eru þau á aldrinum þriggja til fjögurra ára. Fyrir helgi var greint frá því að fjögur börn hefðu veikst alvarlega vegna sýkingar af völdum E. coli. Tvö þeirra voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins en annað þeirra hefur verið útskrifað. Öll börnin sem hafa smitast eru undir eftirliti lækna. Þá var greint frá því í dag að fimm börn til viðbótar hefðu greinst um helgina en þau eru ekki alvarlega veik.Hafa stöðvað dreifingu tiltekinna matvæla sem eru til skoðunar Katrín Guðjónsdóttir, forstöðumaður neytendaverndarsviðs MAST, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að faraldsfræðin gefi til kynna ákveðinn stað þar sem verið sé að rannsaka og reyna að staðfesta uppruna. Umræddur staður er í Bláskógabyggð þar sem börnin sem hafa smitast eiga það sameiginlegt að hafa verið þar á ferðalagi síðustu vikur. Katrín segir nokkuð víst að smitið sé ekki komið úr drykkjarvatni en enn sé verið að skoða matvæli og snertingu við dýr. Þá hefur verið gripið til ráðstafana svo koma megi í veg fyrir frekara smit með stöðvun dreifingar á tilteknum matvælum sem eru til skoðunar, þrifum og hertum umgengnisreglum. Aðspurð hvenær megi búast við því að niðurstaða liggi fyrir um uppruna smitsins segir Katrín að þess sé að vænta fljótlega að þeir sem rannsaki málið verði nóug vissir til þess að greina frá því að minnsta kosti hvaðan smitið kemur. Nánari tíma geti hún ekki tilgreint en það verði um leið og nægjanlegar sannanir eða rannsóknir liggja fyrir. Sóttvarnalæknir, MAST og Heilbrigðiseftirlit rannsaka þau sýni sem tekin hafa verið svo finna megi uppruna bakteríunnar. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum við fyrirspurn Vísis til Katrínar Guðjónsdóttur. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. Að sögn staðgengils forstöðumanns neytendaverndarsviðs Matvælastofnunar (MAST) er talið nokkuð víst að bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni en matvæli og snerting við dýr eru enn til skoðunar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þau tíu börn sem greinst hafi séu á aldrinum fimm mánaða til tólf ára en flest eru þau á aldrinum þriggja til fjögurra ára. Fyrir helgi var greint frá því að fjögur börn hefðu veikst alvarlega vegna sýkingar af völdum E. coli. Tvö þeirra voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins en annað þeirra hefur verið útskrifað. Öll börnin sem hafa smitast eru undir eftirliti lækna. Þá var greint frá því í dag að fimm börn til viðbótar hefðu greinst um helgina en þau eru ekki alvarlega veik.Hafa stöðvað dreifingu tiltekinna matvæla sem eru til skoðunar Katrín Guðjónsdóttir, forstöðumaður neytendaverndarsviðs MAST, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að faraldsfræðin gefi til kynna ákveðinn stað þar sem verið sé að rannsaka og reyna að staðfesta uppruna. Umræddur staður er í Bláskógabyggð þar sem börnin sem hafa smitast eiga það sameiginlegt að hafa verið þar á ferðalagi síðustu vikur. Katrín segir nokkuð víst að smitið sé ekki komið úr drykkjarvatni en enn sé verið að skoða matvæli og snertingu við dýr. Þá hefur verið gripið til ráðstafana svo koma megi í veg fyrir frekara smit með stöðvun dreifingar á tilteknum matvælum sem eru til skoðunar, þrifum og hertum umgengnisreglum. Aðspurð hvenær megi búast við því að niðurstaða liggi fyrir um uppruna smitsins segir Katrín að þess sé að vænta fljótlega að þeir sem rannsaki málið verði nóug vissir til þess að greina frá því að minnsta kosti hvaðan smitið kemur. Nánari tíma geti hún ekki tilgreint en það verði um leið og nægjanlegar sannanir eða rannsóknir liggja fyrir. Sóttvarnalæknir, MAST og Heilbrigðiseftirlit rannsaka þau sýni sem tekin hafa verið svo finna megi uppruna bakteríunnar. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum við fyrirspurn Vísis til Katrínar Guðjónsdóttur.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30
Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27