Körfubolti

Westbrook tilbúinn að yfirgefa Oklahoma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Westbrook var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar 2017.
Westbrook var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar 2017. vísir/getty
Russell Westbrook er tilbúinn að yfirgefa Oklahoma City Thunder sem hann hefur leikið með allan sinn feril í NBA-deildinni.

Oklahoma skipti Paul George til Los Angeles Clippers og Westbrook gæti einnig horfið á braut samkvæmt heimildum ESPN. Hann ku vilja spila fyrir lið sem getur barist um NBA-meistaratitilinn.

Leikstjórnandinn hefur m.a. verið orðaður við Miami Heat þar sem hann myndi spila með Jimmy Butler sem kom til félagsins í sumar.



Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Oklahoma að skipta hinum þrítuga Westbrook í burtu því hann á fjögur ár eftir af samningi sínum. Á þessum fjórum árum á hann að fá 170 milljónir Bandaríkjadala í laun.

Oklahoma hefur ekki unnið einvígi í úrslitakeppninni síðan Kevin Durant yfirgaf félagið 2016. Westbrook, Durant og James Harden voru í aðalhlutverkum hjá Oklahoma þegar liðið fór alla leið í úrslit 2012. Þar tapaði Oklahoma fyrir Miami, 4-1.

Undanfarin þrjú tímabil hefur Westbrook verið með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Hann var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar fyrir tveimur árum.

NBA

Tengdar fréttir

Stjörnufans í Staples Center

Fjórar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta leika með Los Angeles liðunum, Clippers og Lakers, á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×