Herrar mínir og frúr Haukur Örn Birgisson skrifar 9. júlí 2019 07:30 Nokkur starfsheiti bera merki þess að annað kynið hafi aðallega sinnt störfunum frekar en hitt. Að minnsta kosti í upphafi. Hjúkrunarkona, ljósmóðir, pípulagningamaður, alþingismaður, flugmaður, flugfreyja og sjómaður. Svona mætti lengi telja. Þar sem konur eru líka menn, þá er kannski ekki galið að kvenfólk kallist „þingmenn“ og „formenn“ í stað „þingkvenna“ og „forkvenna“. Ég er hins vegar ekki viss um að sömu lögmál gildi ef hlutverkunum yrði snúið við. Karlmenn kunna því ekkert sérstaklega vel að vera kallaðir konur. Á tímum jafnréttis hefur algjör kynjasnúningur orðið innan margra starfsstétta, reyndar aðallega í aðra áttina. Ég las það til dæmis í fréttum um daginn að konur skipa nú í fyrsta sinn fleiri íslenskar sendiherrastöður en karlar. Það er hið besta mál. Þess þarf ekki lengi að bíða að konur verði einnig komnar í meirihluta í ríkisstjórn. Ég er spenntur að sjá hvað gerist innan stjórnsýslunnar, því það er eitthvað skrítið við að kalla konur „herra“. Þótt konur séu líka menn þá eru þær varla svo miklir menn að rétt sé að kalla þær herra. Ráðherra og sendiherra eru því algjörlega galin starfsheiti, ef út í það er farið. Er ekki réttara, svona í ljósi þess að meirihluti sendiherra og ráðherra verður konur, að breyta viðskeytinu? Forsætisráðfrúin Katrín Jakobsdóttir mun þannig leiða ríkisstjórnina með Bjarna Benediktsson, fjármálaráðfrú, sér við hlið. Í öllum íslensku sendiráðunum munu sendifrúr af báðum kynjum halda áfram að sinna erindagjörðum fyrir hönd íslenskrar alþýðu. Mig grunar að körlunum verði ekki skemmt en hvers hafa konurnar í þessum sömu störfum átt að gjalda undanfarna áratugi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nokkur starfsheiti bera merki þess að annað kynið hafi aðallega sinnt störfunum frekar en hitt. Að minnsta kosti í upphafi. Hjúkrunarkona, ljósmóðir, pípulagningamaður, alþingismaður, flugmaður, flugfreyja og sjómaður. Svona mætti lengi telja. Þar sem konur eru líka menn, þá er kannski ekki galið að kvenfólk kallist „þingmenn“ og „formenn“ í stað „þingkvenna“ og „forkvenna“. Ég er hins vegar ekki viss um að sömu lögmál gildi ef hlutverkunum yrði snúið við. Karlmenn kunna því ekkert sérstaklega vel að vera kallaðir konur. Á tímum jafnréttis hefur algjör kynjasnúningur orðið innan margra starfsstétta, reyndar aðallega í aðra áttina. Ég las það til dæmis í fréttum um daginn að konur skipa nú í fyrsta sinn fleiri íslenskar sendiherrastöður en karlar. Það er hið besta mál. Þess þarf ekki lengi að bíða að konur verði einnig komnar í meirihluta í ríkisstjórn. Ég er spenntur að sjá hvað gerist innan stjórnsýslunnar, því það er eitthvað skrítið við að kalla konur „herra“. Þótt konur séu líka menn þá eru þær varla svo miklir menn að rétt sé að kalla þær herra. Ráðherra og sendiherra eru því algjörlega galin starfsheiti, ef út í það er farið. Er ekki réttara, svona í ljósi þess að meirihluti sendiherra og ráðherra verður konur, að breyta viðskeytinu? Forsætisráðfrúin Katrín Jakobsdóttir mun þannig leiða ríkisstjórnina með Bjarna Benediktsson, fjármálaráðfrú, sér við hlið. Í öllum íslensku sendiráðunum munu sendifrúr af báðum kynjum halda áfram að sinna erindagjörðum fyrir hönd íslenskrar alþýðu. Mig grunar að körlunum verði ekki skemmt en hvers hafa konurnar í þessum sömu störfum átt að gjalda undanfarna áratugi?
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun